Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 31
búnað. Svo safna ég líka myndlist,
í uppáhaldi eru verk með húmor,
sem eru skemmtileg og gefa manni
tilefni til að brosa, jafnvel hlæja.“
Lifandi og skemmtilegt heimili
Hægt er að sjá að tónlistarfólk er
á heimilinu og eiga hjónin plötu-
spilara sem er mikið notaður. Þessa
dagana eru það helst gömlu vínil-
barnaplöturnar sem fá að óma en
litli drengurinn þeirra heldur mikið
upp á Dýrin í Hálsaskógi. „Við erum
bæði tónlistarfólk og það er ómiss-
andi að hafa píanó á heimilinu, hér
koma píanóleikarar oft að æfa með
mér og þetta er lifandi og skemmti-
legt heimili.“
Hlutir sem hafa tilfinningalegt
gildi prýða líka heimili Katrínar.
„Mér þykir vænt um Munkinn sem
við geymum undir lampa í stofunni,
hann er frá afa Hallgríms, eins eru
alls konar munir sem ég á og geymi
frá ömmum mínum í sérstöku
uppáhaldi. Til dæmis mánaðarboll-
arnir frá ömmu. Það sem gerir líka
heimili að heimili eru hlutirnir sem
eru í fjölskyldunni og minna okkur
á fólkið okkar, það yljar okkur í
hjartanu.“
Snickerskakan hennar Katrínar
Þar sem það styttist í páskana gefur
Katrín lesendum uppskrift af vin-
sælustu kökunni á heimilinu sem
gestirnir panta. „Saga Garðars vin-
kona elskar þessa köku og er alveg
tryllt í hana. Pantar hana oft. En
þetta er hrákaka sem ég lærði að
gera á Gló þegar ég vann þar sam-
hliða leiklistarnáminu og upp-
skriftin er eftir Sollu Eiríks. Ég hef
þó aðeins tvistað hana til. Kakan
ber heitið Snickerskakan og hún er
meinholl, getum líka kallað hana
Bombu.“
Snickerskaka Gló
Botninn
100 g möndlur
100 g döðlur
Smá salt
1 tsk. vanilla
1 dl lífrænt hnetusmjör gróft
1 tsk. maca-duft
1 msk. kókosolía fljótandi
Salthnetur
Blandið saman möndlum og
döðlum í matvinnsluvél. Restinni
af uppskriftinni síðan bætt út í og
blandað saman. Þjappið blöndunni
saman í form.
Stráið 1½-2 dl af salthnetum
ofan á og setjið svo botninn í frysti
á meðan þið útbúið karamelluna og
súkkulaðið.
Karamellan
1 ½ dl hlynsíróp
1 dl kókosolía
1 dl hnetusmjör
½ tsk. gróft sjávarsalt
1 tsk. kakóduft
Setjið allt í blandara og blandið
saman á lágum hraða. Hellið síðan
karamellunni yfir botninn og salt-
hneturnar.
Súkkulaðið
½ dl kókosolía fljótandi
½ dl kakóduft
Örlítið salt
5 dropar af stevíu
5 dropar af súkkulaðidropum
Hrærið öllu saman í skál og hellið
yfir karamelluna. Setjið aftur inn
í frystinn í smástund til að leyfa
súkkulaðinu að storkna. ■
Katrín og eiginmaður hennar, Hall-
grímur Jón, eru bæði tónlistarfólk
og ber heimilið þess merki.
Rjúpuna eftir Kristján keypti Katrín á
Sólheimum í Grímsnesi.
Plötuspilarinn hefur mikið notagildi og munkurinn frá
afa Hallgríms við hlið hans er í miklu uppáhaldi.
Katrín safnar myndlist og segir verk með húmor sem
jafnvel kalli fram bros eða hlátur í sérlegu uppáhaldi.
Snickers-hrákakan frá Gló sem
Katrín Halldóra hefur tvistað til.
LANDSBANKINN. IS
Við leggjum til allt að 12.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja
inn á Framtíðargrunn og í verð bréfasjóð.
Það borgar sig að spara til framtíðar.
Velkomin í Landsbankann.
Við stækkum
fermingar-
gjöfina þína
Helgin 31LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 FRÉTTABLAÐIÐ