Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 41
Margt hefur breyst á þeim 27 árum sem Sigríður Helga Hermannsdóttir hefur starfað hjá Wise. Konum hefur fjölgað í faginu en fjöl- breytni í kynjahlutfalli, aldri og bakgrunni skiptir miklu máli að hennar mati. Það voru fáar konur starfandi í upplýsingatækni hér á landi þegar Sigríður Helga Hermannsdóttir, forstöðumaður BC þróunarsviðs hjá Wise, hóf nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands haustið 1985. Vorið áður hafði hún útskrifast frá nýmáladeild Menntaskólans í Reykjavík, eða f lugfreyjudeildinni eins og hún var oft kölluð, og stefndi á nám í íslensku eða lög- fræði næsta vetur. „Þá heyrði ég fyrir algjöra tilviljun viðtal við mann í útvarpinu sem sagði að tölvunarfræðin væri framtíðin og þar væri störf framtíðarinnar að finna. Mér fannst þetta mjög spennandi. Mér hafði alltaf gengið vel í stærðfræði í skóla þannig að ég hugsaði með mér að þetta gæti bara vel gengið. Lögfræðin byrjaði seinna þetta haustið og því gat ég alltaf skipt um stefnu. En eftir að ég byrjaði í tölvunarfræðinni var ekki aftur snúið.“ Sá mörg spennandi tækifæri Námið reyndist mjög skemmtilegt og þar kynntist Sigríður mörgu áhugaverðu fólki. „Á þessum tíma var mikill uppgangur í faginu og stór hópur byrjaði í tölvunarfræði á sama tíma og ég, þar af margar frábærar konur sem ég hef fylgst með gera frábæra hluti í greininni á undanförnum áratugum. Mér fannst tölvunarfræðin strax vera skemmtilegt nám. Það var spennandi að uppgötva tæknina á þessum tíma og endalausar nýjungar í faginu. Ég sá strax fyrir mér mörg spennandi tækifæri til framtíðar enda er tölvunarfræðin ótrúlega spennandi vettvangur til að starfa á.“ Fjölbreytt verkefni í upphafi Eftir útskrift frá Háskóla Íslands hélt Sigríður til Montreal í Kanada þar sem hún hóf meistaranám í tölvunarfræði við McGill Univer- sity. „Eftir útskrift starfaði ég þar í skamman tíma áður en ég hélt aftur heim til Íslands og hóf störf hjá Wise árið 1995.“ Sigríður hóf fyrst störf sem for- ritari, sérhæfður í viðskiptahug- búnaði, hjá Wise. „Á þessum tíma var mikill uppgangur í greininni hér á landi. Mörg fyrirtæki voru með lítinn viðskiptahugbúnað innanhúss og margt spennandi að gerast. Ég var að mestu leyti að forrita en þar sem margir viðskiptavina okkar voru lítil fyrirtæki fylgdi óhjákvæmilega starfinu líka ráðgjöf og upp- setning hugbúnaðar. Ég var mikið úti hjá fyrirtækjum og kynntist vel starfsfólkinu og vinnuferlum innan ólíkra fyrirtækja. En í grunninn var ég þó alltaf tækni- manneskja að sinna forritun.“ Var vel tekið Þegar Sigríður hóf störf hjá Wise voru fáir kvenkyns forritarar starfandi hér á landi og raunar fáar konur starfandi í upplýs- ingatækni. „Ég var mjög oft eina konan í hópnum. Mér var þó alltaf vel tekið og fann nær alltaf fyrir jákvæðu viðmóti frá öðrum, bæði samstarfsfólki og viðskiptavinum. Þó man ég eftir einu skipti þegar það átti að senda mig til útlanda, en þá var óskað eftir einhverjum sem gengi ekki í pilsi. Ég fór nú samt og verkefnið gekk vel.“ Frá upphafi hefur stefnan hjá Wise verið að fjölga konum og segist Sigríður hafa séð miklar breytingar á undanförnum árum. „Bara á síðustu 5-6 árum hef ég séð breytingar á kynjahlutfalli umsækj- enda um störf hjá okkur. Nú sjáum við miklu fleiri umsækjendur en áður sem eru konur. Ég sé líka breytingar hjá tölvunarfræðinem- endum sem koma í vísindaferðir til okkar. Á árunum í kringum hrun sá ég varla konu en nú er staðan allt önnur. Þar spila líka inn í ýmis átök sem hafa þau markmið að auka hlut kvenna í tölvunarfræði, og við- burðir á borð við UT-messuna.“ Fjölbreytnin skiptir máli Það hefur alltaf verið markmið stjórnenda hjá Wise að jafna kynjahlutföll en líka að huga almennt að fjölbreytni meðal starfsmanna þegar kemur að aldri og bakgrunni, að sögn Sigríðar. „Við trúum því að slík fjölbreytni skili sér í betri árangri hjá okkur og betri hugmyndum. Hjá Wise starfar fólk á ólíkum aldri, reynslu- boltar og nýútskrifaðir, með fjölbreytta menntun á borð við tölvunarfræði, ensku, viðskipta- fræði og verkfræði. Mismunandi viðhorf og reynsla skilar sér nefni- lega þegar kemur að því að finna góðar lausnir í ólíkum verkefnum og þjónustu við viðskiptavini í ólíkum atvinnugreinum. Ýmislegt breyst á starfsferlinum Þótt margt hafi breyst í upp- lýsingatækni frá því Sigríður hóf störf hér á landi segir hún starf sitt í grunninn lítið hafa breyst, það snúist fyrst um fremst um að þróa og selja viðskiptahugbúnað til fyrirtækja og stofnana. „Þótt að grunnþarfir viðskiptavina okkar hafi kannski ekki mikið breyst á þessum tíma, þá erum við ávallt að fást við nýjar þarfir og nýjar áskoranir, núna til dæmis er mikill fókus á stafræna vegferð og sjálfvirknivæðingu ferla. Og svo hefur tæknin auðvitað tekið gríðarlegum framförum og nánast verið í veldisvexti sl. ár. Áður fyrr voru nær allir viðskiptavinir okkar með viðskiptakerfin í húsi eða hjá þjónustuaðila. Í dag eru flestir í skýinu. Margir viðskiptavinir okkar kunnu lítið sem ekkert á tölvur í upphafi starfsferils míns en í dag eru miklar kröfur á okkur og miklu meiri þekking innan fyrirtækja þegar kemur að upp- lýsingatækni almennt.“ Vonast eftir góðu sumri Þrátt fyrir annasamt starf gefur Sigríður sér líka tíma til að njóta lífsins utan vinnunnar. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á útivist og geng mikið um landið. Okkur hjónunum finnst einnig mjög gaman að ferðast og elskum að ferðast saman, en hann starfar einnig í upplýsingatækni. Eftir tvö mögur ferðaár sökum heimsfarald- urs stefnum við á gott ferðasumar og ætlum m.a. að heimsækja Kanada, en maðurinn minn kemur einmitt þaðan.“ n Bara á síðustu fimm til sex árum hef ég séð breytingar á kynjahlutfalli umsækj- enda um störf hjá okkur. Nú sjáum við miklu fleiri umsækjendur en áður sem eru konur. Sigríður Helga Hermannsdóttir Tilviljun réði því að tölvunarfræðin varð fyrir valinu „Mér fannst tölvunarfræðin strax vera skemmtilegt nám. Það var spennandi að uppgötva tæknina á þessum tíma og endalausar nýjungar í fag- inu,“ segir Sig- ríður Helga Her- mannsdóttir, forstöðumaður BC þróunarsviðs hjá Wise. fréttablaðið/ EYÞÓr kynningarblað 3LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 Konur í upplýsingaTæKni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.