Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 64
Skólameistari
Menntaskólans á Akureyri
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti
skólameistara Menntaskólans á Akureyri.
Hæfni- og menntunarkröfur
Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi
skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir,
aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá ber skólameistari
ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa
frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2. mgr. 6.
gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Að auki gegnir skólameistari mikilvægu
hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla
og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar.
Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að
fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla
nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með
síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. ágúst 2022.
Um ráðningu og launakjör skólameistara fer eftir 39. gr. a í lögum nr. 70/1996
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 2. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019
um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2022.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef Starfatorgs: starfatorg.is.
• Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða
kennslureynslu á framhaldsskólastigi.
• Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
• Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð.
• Reynsla af verkefnastjórn og stefnumótunarvinnu.
• Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
Reykjavíkurborg leitar að kraftmiklum og fróðleiks-
fúsum verkefnastjóra í teymi atvinnu- og
borgarþróunar
Við erum að leita að forvitinni, ástríðufullri og kröftugri manneskju sem
getur bæði sjálf og í samstarfi við hagaðila haldið utan um áhugaverð
verkefni á sviði atvinnu- og borgarþróunar í Reykjavíkurborg. Stærsta
verkefni viðkomandi er SPARCS - Sustainable energy Positive & zero
cARbon CommunitieS sem er evrópskt rannsóknarverkefni um
orkuskipti og kolefnishlutleysi borga.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til september 2024.
Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkvæmt samningi
Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2022.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Óli Örn Eiríksson teymisstjóri
atvinnu- og borgarþróunarteymis í gegnum tölvupóstfangið
oli.orn.eiriksson@reykjavik.is.
Sótt er um starfið á http://reykjavik.is/storf
Brennur þú fyrir borgarmálum?
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Helstu verkefni og ábyrgð
• Verkefnastjórnun og útfærsla á verkefninu
SPARCS í Reykjavík
• Þátttaka í fjölda verkefna á sviði atvinnu- og borgarþróunar
• Þátttaka í samtali og samstarfi Reykjavíkurborgar við
hagaðila
• Vera hluti af metnaðarfullu, ástríðufullu og skapandi teymi
sem brennur fyrir borgarmálum
• Skipuleggja og halda viðburði, fundi og
ráðstefnur, þá helst í tengslum við SPARCS
Hæfniskröfur
• Háskólagráða sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
• Sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun
• Geta til þess að læra hratt, vinna undir álagi og takast á við
óvissu
• Framsýni, metnaði, frumkvæði og
skipulagshæfileikum
• Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
• Hæfni til að tjá þig í ræðu og riti á íslensku (C2) og ensku
(C1) skv. evrópska tungumálarammanum
Erum við
að leita
að þér?
20 ATVINNUBLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR