Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 51
Deildarstjóri notendaþjónustu
RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í
eigu ríkisins með meginstarfsemi í
dreifingu raforku auk þess að reka
fimm hitaveitur.
Starfsfólk RARIK er um 200 og
starfsstöðvar 20.
RARIK hefur á undanförnum
áratugum unnið jafnt og þétt að
uppbyggingu rafdreifikerfisins og eru
nú um 70% þess jarðstrengir.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má
finna á heimasíðu þess www.rarik.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
RARIK óskar eftir að ráða deildarstjóra notendaþjónustu. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum
einstaklingi til að leiða deildina. Notendaþjónustan heyrir undir tæknisvið RARIK og næsti yfirmaður er
framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Umsjón með uppbyggingu og útgáfu verðskráa
• Ábyrgð á álestrum og taxtaráðgjöf
• Verk- og kostnaðaráætlanir ásamt greiningarvinnu
• Vinna að sölumælingum og uppgjörum
• Umsjón með þróun hugbúnaðarkerfa deildarinnar
• Samningagerð við stærri notendur
• Samskipti við starfsfólk, viðskiptavini og aðra ytri aðila
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með
allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
• Háskólamenntun á sviði rafmagnsverkfræði
eða rafmagnstæknifræði
• Reynsla af rafveitustörfum er æskileg
• Stjórnunarreynsla er æskileg
• Reynsla af rafrænni þjónustu
• Jákvæðni og framúrskarandi samskipta- og
samstarfshæfni
• Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Sérfræðingur á sviði sjálfbærni
Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki
með skrifstofur í Reykjavík og
Kaupmannahöfn sem er leiðandi
á heimsvísu í gagnadrifnum
sjálfbærnilausnum.
Hugmyndafræði Klappa grund-
vallast á því að skapa stafræn
vistkerfi þar sem aðilar deila á
milli sín sjálfbærniupplýsingum
í rauntíma og þannig auðvelda
fyrirtækjum að fá gott yfirlit yfir
þróun sjálfbærnimála í rekstri
sínum.
Viðskiptavinir Klappa eru fyrirtæki
í fjölda atvinnugreina, sveitarfélög
og stofnanir.
Nánari upplýsingar um Klappir má
finna á: www.klappir.com.
• Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
• Brennandi áhugi á sjálfbærnimálum
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli
• Gagnalæsi og góð tölvukunnátta
• Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina á sviði sjálfbærni
• Innleiðing nýrra viðskiptavina
• Þátttaka í þróun sérfræðiþjónustu og sjálfbærnilausna
• Öflun og miðlun nýrrar þekkingar
Við leitum að öflugum sérfræðingi á sviði sjálfbærnimála til að slást í teymið okkar.
Um er að ræða einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og hafa áhrif í baráttunni við
hnattræna hlýnun.
Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á ww.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Við bjóðum upp á:
• Lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi
• Fjölskylduvænan vinnustað með sveigjanlegum vinnutíma
• Vinnustað sem er umhugað um jafnrétti, sjálfbærni og
umhverfismál
• Kauprétti fyrir alla starfsmenn óháð stöðugildum
• Grænan samgöngustyrk
• Öflugt starfsmannafélag sem leiðir okkur í leik
• Niðurgreiddan hádegismat að hluta og fría ávexti
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR