Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 48
Viltu leika lykilhlutverk í stafrænni uppbyggingu
stærsta lífeyrissjóðs landsins? Hefur þú reynslu af
uppbyggingu gagnagrunna og hagnýtingu gagna
vöruhúsa? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar
nú að framsæknum og öflugum sérfræðingi sem er
tilbúinn að taka með okkur næstu skref í stafrænni
vegferð sjóðsins.
LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upp
lýsinga tækni, einkum að bæta þjónustu við
sjóð félaga. Grunnurinn að árangri á þessu
sviði er bætt sýn á gögn ásamt aukinni nýtingu
þeirra og þar mun sér fræðingur í gagnagrunnum
leika lykilhlutverk. Framundan eru fjölbreytt
og spennandi verkefni með samhentum og
metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn
uppbyggingarverkefni LSR.
Meðal verkefna framundan
• Hagnýting gagna við stjórnun, þjónustu og
afstemmingu milli kerfa.
• Áframhaldandi uppbygging á vöruhúsi gagna.
• Innleiðing á skilvirkum og öruggum
gagnasamskiptum við ytri aðila sjóðsins.
Starfssvið
• Hönnun gagnaumhverfa og gagnaarkitektúr.
• Hönnun, uppbygging og viðhald á vöruhúsi
gagna og gagnavinnslu.
• Samþætting lausna.
• Smíði og viðhald á skýrslum og mælaborðum.
• Greiningar.
Menntun og hæfni
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskipta
fræði eða skyldum greinum.
• Reynsla af sambærilegu starfi.
• Mjög góð SQL kunnátta ásamt þekkingu
á högun og uppbyggingu gagnagrunna.
• Góður skilningur á tölfræði og hæfni til að
túlka gögn.
• Reynsla af tólum vegna þróunar gagnavöruhúsa
er kostur, s.s. TimeXtender, Azure Data Factory,
exMon, PowerBI o.s.frv.
• Almenn tækniþekking er kostur, s.s. grunn
skilningur á REST og SOAP vefþjónustuskilum.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2022.
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
OG FRAMSÆKNI
SÉRFRÆÐINGUR Í GAGNAGRUNNUM
OG VÖRUHÚSI GAGNA
ÞEKKING, REYNSLA
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is
Öflugt fyrirtæki leitar að reyndum netsérfræðingi vegna þróunar og reksturs umfangsmikilla netkerfa hérlendis og erlendis.
Hlutverk netsérfræðings verður að vera leiðandi í þróun og rekstri mikilvægra netkerfa sem staðsett eru á Íslandi og
í Evrópu. Öryggismál netkerfa eru einnig hluti af starfsskyldum. Um nýtt stöðugildi er að ræða í hjá félaginu og því gefst
tækifæri til að móta starfið.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, tölvunar-, tækni- eða verkfræði æskileg
• Þekking á uppbyggingu, samþættingu og rekstri stórra netkerfa
• Kunnátta á samskiptareglum, nethögun og öryggi netkerfa
• Sérmenntun í net- og samskiptatækni t.d. CCNP, CCDP, CCIE eða CCDE
• Reynsla af sambærilegu starfi
• Frumkvæði og áhugi á nýjungum í netkerfum og upplýsingaöryggi
• Metnaður til að gegna mikilvægu hlutverki í síbreytilegu umhverfi
• Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í hóp
• Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi
• Hreint sakavottorð
Netsérfræðingur
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
4 ATVINNUBLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR