Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 38
Una Dögg Guðmundsdóttir sælkeri og matarbloggari elskar að baka kökur og setja saman kræsingar fyrir hvers kyns tilefni. Hún hefur líka gaman af því að skapa matarhefðir í tengslum við árstíðir. sjofn@frettabladid.is Á páskunum býður hún fjölskyld­ unni í bröns með öllu tilheyrandi. „Páskabröns er notaleg hefð sem ég hef skapað fyrir fjölskylduna mína. Eftir að fjölskyldan fór að stækka fer fólk gjarnan að fara á mismun­ andi staði í páskakvöldmat og því finnst mér upplagt að kalla saman fjölskylduna í góðan hádegisverð og eiga notalega stund saman,“ segir Una og býður hér lesendum upp á uppskriftir að dýrðlegum páskabröns fyrir alla fjölskylduna. Kjúklingabaka 4 egg 2 msk. rjómi Salt og pipar eftir smekk 1 tsk. paprikukrydd 200 g kjúklingur, eldaður og rifinn niður (ég var með heilan kjúkling í matinn kvöldið áður og notaði afganginn af honum) ½ camembert ostur 100 g spínat ½ rauð paprika 150 g sveppir 10 kirsuberjatómatar 1 hvítlauksrif Smá smjör til steikingar Byrjið á að skera niður spínat, sveppi, tómata, papriku og raspa niður hvítlauksrif. Steikið grænmetið á pönnu upp úr smá smjöri og saltið og piprið að vild. Setjið kjúklinginn saman við blönduna og hellið öllu í eldfast form klætt bökunarpappír. Hrærið saman eggin í skál með smá rjóma og hellið yfir kjúkling­ inn og grænmetið í forminu. Skerið camembert ostinn niður og leggið ofan á blönduna, stráið papriku­ kryddi yfir og bakið í ofni við 180°C hita í um það bil 30 mínútur. Takið bökuna úr ofninum og leyfið henni aðeins að jafna sig áður en bökunarpappírnum er lyft upp úr forminu, eða berið hana fram á bökunarpappírnum. Avókadó Toast 4 avókadó Gróft salt eftir smekk 4-6 egg (hrærð í eggjaköku) 3-4 tómatar Brauð að eigin vali, í sneiðum Byrjið á að setja eggin í skál kryddið með salti og pipar eftir smekk og pískið vel saman. Steikið eggjablönduna á pönnu og búið til eggjahræru. Skerið niður tómata og avókadó í sneiðar. Ristið brauð­ sneiðar og leggið eggjahræru á hverja brauðsneið, næst avókadó­ sneiðar og tómatsneiðar. Toppið með smá grófu salti. Einnig er huggulegt að skreyta með fín­ gerðum sneiðum af radísum. Amerískar pönnukökur 1 bolli hveiti 1½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 bolli mjólk 1 egg 1 msk. brætt smjör 1 tsk. vanilludropar Ofan á pönnukökurnar er gott að nota banana, alls konar góð ber, f lórsykur, smjör, súkkulaðismjör og síróp, svo eitthvað sé nefnt. Byrjið á því að setja saman hveiti, lyftiduft og salt í skál og hrærið. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna áður en þið bætið því saman við hveitiblönduna ásamt mjólkinni og eggjunum, hrærið vel saman. Veljið ausu sem ykkur finnst passa vel fyrir skammtinn fyrir eina pönnuköku og steikið á pönnu við miðlungshita, gott að setja smá smjör á pönnuna svo að deigið festist ekki við. Bakist þar til báðar hliðar eru gullinbrúnar. Morgunverðar-burritó 1 pk. tortilla-pönnukökur 1 dós salsasósa ½ dós baunir að eigin vali Spínat eftir smekk 6-8 egg Rjómaostur Rifinn cheddar ostur Byrjið á að því að píska saman eggin í skál og útbúið eggjahræru á pönnu. Gott að setja smá ólífuolíu á pönnuna og krydda með salti og pipar eftir smekk. Sigtið vatnið frá baununum og skolið þær aðeins með köldu vatni, bætið þeim á pönnuna með eggjahrærunni og hitið svolítið. Smyrjið tortill una með rjómaosti og salsasósu og stráið cheddarosti í miðjuna. Setjið spínat í miðjuna eftir smekk, næst er eggjahrærunni og baununum raðað á tortilluna. Rúllið tortill­ unni upp, gott er að brjóta hana eins og umslag til þess að inni­ haldið leki ekki úr. Eða stilla henni fallega upp með lítilli klemmu á. Klemmur er hægt að fá í verslun­ inni Søstrene Grene. Djöflaterta með páskalegu ívafi 150 g smjörlíki 1 bolli sykur 4 egg 2 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar 1 bolli mjólk 3 msk. bökunarkakó Smjörkrem 250 g smjörlíki við stofuhita 300 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar Maltesers-kanínur til skreyt- ingar eða fersk blóm, en passið að pakka stönglunum inn í blómateip eða plastfilmu, til þess að safinn úr blómunum berist ekki í kökuna. Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið aðeins saman. Bræðið smjörlíki og leyfið aðeins að kólna. Setjið næst egg, mjólk, vanilludropa og smjörlíki saman við og hrærið vel. Upplagt er að nota tvö hringlaga form fyrir deigið. Smyrjið formin vel að innan og hellið síðan deiginu í formin. Bakið í um það bil 30 mínútur, gott ráð að stinga prjóni í miðjuna til að kanna hvort kakan er tilbúin eða ekki, þegar prjónn­ inn kemur þurr úr kökunni er hún tilbúin. Leyfið botnunum að kólna vel áður en kremið er sett á milli og yfir kökuna. Smjörkremið er einfalt að gera. Byrjið á því að hræra saman smjör­ líki, f lórsykri og vanilludropum á góðum hraða í hrærivélinni, því lengur sem kremið er hrært því hvítara verður það. Þegar kremið er orðið þeytt, með fallegri áferð, smyrjið þá kreminu á kökuna og skreytið með páska kanínum úr súkkulaði, lifandi blómum eða því sem ykkur finnst eiga vel við. Páskagott - döðlugott með páskaívafi 500 g döðlur, smátt saxaðar 250 g smjör 5-6 bollar Rice Crispies 400 g hvítt súkkulaði 100 g popp 80 g Cadbury Mini egg Byrjið á því að bræða saman döðlur og smjör í potti þangar til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice Crispies og poppi saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatns­ baði. Hellið yfir Rice Crispies blönduna og setjið Cadbury­ eggin yfir og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita og njótið. ■ Dýrðlegur páskabröns fyrir alla fjölskylduna Una Dögg hefur skapað sína eigin hefð fyrir fjölskylduna og býður upp á páskabröns á páskadag. Kjúklingabaka, hægt að nota afganga frá deginum áður. MYNDIR/AÐSENDAR Lárperur á ristuðu brauði sem Una Dögg gerir á einfaldan hátt. Amerískar pönnukökur með berjum eru í uppáhaldi hjá flestum. Morgunverðar-burritó með osti og spínatí, borið fram í tortilla. Djöflaterta með páskaskrauti. Döðlugott, flestum finnst nauðsyn- legt að hafa eitthvað sætt með. 4 kynningarblað A L LT 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.