Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 116
kolbrunb@frettabladid.is
Sunnudaginn 10. apríl klukkan
19.30 flytja Jóhann Kristinsson bari-
tónsöngvari og Ammiel Bushake-
vitz píanóleikari ljóðatónleika í tón-
leikaröðinni Syngjandi í Salnum.
Jóhann Kristinsson baritón er að
festa sig í sessi sem einn af áhuga-
verðustu söngvurum ungu kyn-
slóðarinnar og þá sérstaklega sem
ákaflega vandaður ljóðasöngvari.
Hann á ekki langt að sækja sína
miklu sönghæfileika, enda er hann
er sonur stórsöngvarans Kristins
Sigmundssonar.
Jóhann fær einn eftirsóttasta
meðleikara sinnar k ynslóðar,
Ammiel Bushakevitz, til liðs við sig
við flutning á sönglögum sem þeim
eru mjög hjartkær. Þar á meðal
er ljóðaf lokkurinn Tólf ljóð eftir
Justinus Kerner, Op. 35 eftir Robert
Schumann, ljóðaf lokkurinn Six
Songs from A Shropsire Lad eftir
George Butterworth við ljóð A. E.
Housman og íslensk sönglög eftir
Þórarin Guðmundsson, Atla Heimi
Sveinsson og Árna Thorsteinsson.
Tvíeykið hefur áður haldið
tvenna tónleika í Salnum og hlotið
einróma lof fyrir. Þeir koma sérstak-
lega til Íslands að utan til að flytja
Íslendingum þessa fallegu efnis-
skrá. ■
Gestir munu líta upp-
lýsingaský, yfirvofandi
loftslagsvá, útfærslur á
tímanum sjálfum og
því hvernig við tákn-
um hann.
Kveikjan að sýning-
unni er ævi og störf
Júlíönu Sveinsdóttur
myndlistarkonu sem
fædd var í Vestmanna-
eyjum.
Jóhann Kristinsson
baritón er að festa sig í
sessi sem einn af áhuga-
verðustu söngvurum
ungu kynslóðarinnar.
kolbrunb@frettabladid.is
Myndlistarsýningin Ertu héðan?
verður opnuð í dag, laugardaginn
9. apríl klukkan 15.00, í samkomu-
húsi KFUM & K, við Vestmanna-
braut 5 í Vestmannaeyjum. Kveikj-
an að sýningunni er ævi og störf
Júlíönu Sveinsdóttur myndlistar-
konu sem fædd var í Vestmanna-
eyjum. Sýningin veltir því upp
hvernig umhverfið mótar okkur í
tíma og rúmi, og miðar að því að
fanga persónulegar upplifanir í
fjölbreytileika samfélagsins. Júlí-
ana bjó lengst af í Kaupmannahöfn
en kom oft til Eyja og málaði. Ertu
héðan? er í senn sakleysisleg en
áleitin spurning, sem getur ýmist
aukið á fjarlægð á milli manna eða
búið til tengingar, bæði áður sem
og í samtímanum.
Listamenn sýningarinnar eru:
Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir
(f. 1981), Birgir Andrésson (1955-
2007), Jasa Baka (f. 1982), Júlíana
Sveinsdóttir (1889-1966) og Melanie
Ubaldo (f. 1992). Sýningarstjóri er
Vala Pálsdóttir, meistaranemi í sýn-
ingagerð við Listaháskóla Íslands,
og er sýningin hluti af útskriftar-
verkefni hennar frá skólanum. Í rit-
gerðinni veltir Vala upp þeirri hug-
mynd að Vestmannaeyjabær taki
að sér að halda utan um störf og ævi
Júlíönu Sveinsdóttur. ■
Áleitin spurning
Myndlistarsýningin Ertu héðan? opnuð í Vestmannaeyjum. MYND/AÐSEND
Syngjandi í
Salnum
Jóhann Kristinsson baritónsöngvari.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sýningin Stöðufundur
stendur yfir í Gerðarsafni í
Kópavogi. Þar mætast fimm
rithöfundar og fimm mynd-
listarmenn. Sýningarstjórar
eru Þorvaldur Sigurbjörn
Helgason og Kristína Aðal-
steinsdóttir.
kolbrunb@frettabladid.is
„Sýningin veitir innsýn í hugarheim
og væntingar tíu listamanna sem
eru í fararbroddi sinnar kynslóðar
og hafa fjallað um samtímann og
stöðu ungs fólks. Hér eru lista-
mennirnir að miðla eigin fortíð
og nútíð og hvernig þeir sjá fram-
tíðina fyrir sér,“ segir Kristína. „Á
sýningunni má bæði líta textaverk
og myndlistarverk. Rithöfundarnir
gerðu ýmist ljóð eða texta sem eru
sett upp á vegg og tala þannig við
myndlistarverkin í rýminu og skapa
þannig áhugaverðan skurðpunkt
sem verkefnið hverfist um. Þess má
einnig geta að Kristín Eiríksdótir
gerir bæði myndverk og textaverk,
en hún er með bakgrunn í báðum
listgreinum, auk þess sem Bergur
Ebbi hefur stillt textaverki sínu fram
á myndlistarlegan máta. Flæðið á
milli greina er því bersýnilegt og
lifandi.“
Sammannleg umfjöllunarefni
Spurð um umfjöllunarefni lista-
mannanna segir Kristína: „Umfjöll-
unarefnin eru sammannleg, þrá
eftir tengingu við aðra, þrá til að
skilja okkar eigin líkama gagnvart
hinu efnislega og það hvernig við
tökumst á við tækni og upplýsinga-
veitur. Slíkt varpar ljósi á valdabar-
áttu, bæði innra með okkur sjálfum
en einnig innan samfélags okkar, og
varpar fram áleitnum spurningum
um það hverjir fara með valdið í
stóra samhenginu. Gestir munu
líta upplýsingaský, yfirvofandi lofts-
lagsvá, útfærslur á tímanum sjálfum
og því hvernig við táknum hann.“
Sjálfstætt verk
Um titil sýningarinnar Stöðufundur
segir Kristína: „Titillinn spratt út
frá ástandinu sem er búið að vera
undanfarin misseri. Stöðufundir
eiga sér oft stað þegar eitthvað hefur
gerst sem þarf að bregðast sam-
stundis við.“
Í tengslum við sýninguna kemur
út bók, sem Kristína segir vera sjálf-
stætt verk.
„Þar eru myndverk, textar og
hugleiðingar þátttakenda, ásamt
greinum eftir sýningarstjórana. Í
hverri bók hefur myndlistarmaður-
inn Guðlaug Mía síðan komið fyrir
sjálfstæðu verki, sem gerir hverja
bók einstaka, en hana má nálgast í
safninu.”
Sýningin stendur til 29. maí og á
sýningartímanum verða ýmsir við-
burðir þar sem rithöfundunum og
myndlistarmönnunum er stefnt
saman. ■
Hugarheimur og væntingar
Kristína Aðalsteinsdóttir er annar af sýningarstjórum sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í skýjum eftir
Auði Ómars-
dóttur.
MYND/AÐSEND
Þátttakendur
Myndlistarmenn: Auður
Ómars dóttir, Björk Viggós-
dóttir, Fritz Hendrik IV, Guðlaug
Mía Eyþórsdóttir, Páll Haukur.
Rithöfundar: Bergur Ebbi, Fríða
Ísberg, Halldór Armand, Jakub
Stachowiak, Kristín Eiríksdóttir.
Joseph Haydn. MYND/WIKIPEDIA
kolbrunb@frettabladid.is
Strengjakvartettar op. 51 eftir
Joseph Haydn; Sjö orð Krists á
krossinum, verða leiknir á vegum
15:15 tónleikasyrpunnar í Breið-
holtskirkju í dag 9. apríl.
Flutningurinn er í höndum Skál-
holtskvartettsins, en hann skipa nú
fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og
Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava
Bernharðsdóttir víóluleikari og
Sigurður Halldórsson sellóleikari. ■
Sjö orð Krists í
Breiðholtskirkju
56 Menning 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ