Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 22
Enginn
annar
þjálfari fer
með álíka
pressu á sér
inn í
mótið.
Aron er
hæfileika-
ríkasti
leikmaður
deildar-
innar.
n Lykilmaðurinn
n Vörn
n Miðja
n Fylgstu með ▲ Komnir/farnir ▼
n Sókn
n Þjálfari
Valur hafnar í 1. sæti
n Spá Fréttablaðsins
1. sæti Valur
2. sæti Víkingur
3. sæti FH
4. sæti Breiðablik
5. sæti KR
6. sæti Stjarnan
7. sæti ÍA
8. sæti Leiknir R
9. sæti KA
10. sæti ÍBV
11. sæti Keflavík
12. sæti Fram
Krafan er einföld á Hlíðarenda
þetta árið, liðið á að vinna deild-
ina. Sú krafa er skiljanleg enda
hefur Valur fjármuni sem önnur
lið hafa ekki, eftir vonbrigði
síðasta árs hefur verið gefið í og
styrkingin verið mikil. Lið með
Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron
Jóhannsson sem nýja menn á að
vinna deildina.
Guy Smit stendur vaktina
í markinu hjá Val í vetur,
ákveðið var að losa Hannes
Halldórsson. Smit hefur virkað
óöruggur í vetur og gefið mörk
í mörgum leikjum. Smit er hol-
lenskur markvörður sem gerði
vel fyrir Leikni en það er allt
annað að spila fyrir Val sem
hefur ríka sögu.
Hólmar Örn Eyjólfsson á
að binda vörnina saman en
varnarmaðurinn er mættur
heim á besta aldri. Hann ætlar
að sanna ágæti sitt en óvíst
er hver verður við hlið hans í
vörninni. Í aðdraganda móts-
ins hefur Orri Sigurður Ómars-
son verið með Hólmari, en til
taks eru Sebastian Hedlund og
Rasmus Christiansen.
Jesper Juelsgård og Birkir
Már Sævarsson manna svo
bakvarðastöðunar, Jesper
hefur heillað í vetur með
frábærum fyrirgjöfum og
öflugum varnarleik. Þá er vitað
að Birkir Már Sævarsson skilar
alltaf sínu.
Hvernig verður miðjan? Það
er stóra spurningin. Jafnvel
Heimir veit það ekki. Allar líkur
eru á að hann spili sitt leikkerfi
sem er 4-3-3. Valsmenn hafa
ótrúlega marga sem geta leyst
þetta en stóra spurningin er
um Hauk Pál. Mun hann eiga
sitt sæti í liðinu? Valsmenn
með hann innanborðs hafa
virkað undanfarið sem allt
annað lið þegar hann spilar.
Nú eru margir um hituna
og hann hefur verið meiddur.
Verður það Birkir Heimisson
eða jafnvel Arnór Smárason
sem mun sjá um að sitja á
miðjunni meðan liðið sækir?
Hafa bætt við hlaupagetu í Orra
Hrafni og Ágústi Eðvaldi.
Guy Smit kom til Vals fyrir tíma-
bilið og á að fylla skarð Hannesar
Halldórssonar sem yfirgaf Hlíð-
arenda á heldur leiðinlegan hátt.
Það er gríðarleg pressa á Smit en
umræða fór af stað snemma á
árinu um að Valsmenn væru ekki
hrifnir af því sem hann hefur upp
á að bjóða í rammanum og væru
að leita að markverði.
Þeir ætla þó að standa með
sínum manni og veðja á Hollend-
inginn stóra og stæðilega.
Hafði hjá Leikni sannað ágæti
sitt þar sem hann stóð vaktina
með stakri prýði. Hann þarf að
finna það form í upphafi móts til
að róa varnarlínuna fyrir framan
sig.
Hefur í vetur verið mjög mis-
tækur og kjaftasögurnar um að
Valur væri að skoða annan mark-
vörð hafa vafalítið náð til hans.
Valur þarf á því að halda að
Smit spili vel svo umræðan um
Hannes Þór fari ekki á flug.
Heimir er sigurvegari af guðs
náð, en í sumar kemur í ljós
hvort hann hafi bognað eftir
hörmungar síðasta sumars.
Valur spilaði ekki góðan fót-
bolta og úrslitin hrundu svo
undir lok móts. Heimir hefur
sjö sinnum orðið Íslandsmeist-
ari sem þjálfari og krafan er að
hann landi áttunda titlinum í
haust.
Heimir er harður í horn að
taka og ef leikmenn leggja
sig ekki 100 prósent fram á
hverri einustu æfingu eru þeir
fljótir að detta úr plönum hans.
Þekktur fyrir að æfa af mikilli
ákefð og lið hans eru oftar en
ekki í betra formi en andstæð-
ingarnir. Hefur í vetur bætt við
hlaupagetu á miðsvæði sitt
sem sárvantaði síðasta sumar.
Pressan er á Heimi í sumar, sem
fékk allt traustið frá stjórn Vals
síðasta haust.
Hér er verið að tala um bestu
sóknarlínu liðs frá upphafi. Pat-
rick Pedersen og Aron Jóhanns-
son eru framlína sem hvaða
lið sem er, á hvaða tíma sem
er, myndi vilja. Með Guðmund
Andra og Tryggva á köntunum
hefur liðið nóg púður til að
skora fleiri mörk en þeir munu
fá á sig. Pressan er mikil á að
Valsmenn leiki framar og gefi
þessum listamönnum pláss
til að blómstra. Valsmenn
munu ekki sætta sig aftur við
þunglamanlegan bolta þar
sem sóknarstöðurnar byrjuðu
nánast á þeirra eigin vítateig.
Það er hreinlega ekki í boði.
Hvorki fyrir Valsmenn né aðra
stuðningsmenn sem vilja koma
og sjá. Sigurður Egill Lárusson
og Tryggvi Hrafn Haraldsson
eru svo öflug vopn sem geta
sært hvaða lið sem er.
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson er mættur heim
í íslenska fótboltann á besta aldri.
Aron er aðeins 31 árs gamall en
hann átti frábæran feril í at-
vinnumennsku, sett hafa verið
spurningarmerki við það hvernig
heilsan er hjá Aroni. Valsmenn
hafa þó litlar áhyggjur af henni en
Aron hefur unnið sig jafnt og þétt
inn í hlutina og ætti að slá í gegn í
sumar.
Aron er hæfileikaríkasti leik-
maður deildarinnar og ef allt
smellur þá ætti hann að verða
besti leikmaður Íslandsmótsins.
Búist er við að Aron leiki fyrir
aftan Patrick Pedersen, saman
eiga þeir að mynda hættulegasta
sóknarpar deildarinnar.
Fari svo að Patrick hiksti líkt og
á síðustu leiktíð getur Aron leikið
sem fremsti maður.
Gengi síðustu sex tímabil
2016 5. sæti | 2017 1. sæti | 2018 1. sæti | 2019 6. sæti | 2020 1. sæti | 2021 5. sæti
n Íslandsmeistarar 1930, 1933, 1935, 1936, 1937, 1938, 1940, 1942, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967,
1976, 1978, 1980, 1985, 1987, 2007, 2017, 2018, 2020
n Bikarmeistarar 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005, 2015, 2016
▲ Aron Jóhannsson
▲ Hólmar Örn Eyjólfsson
▲ Ágúst Eðvald Hlynsson (lán)
▲ Orri Hrafn Kjartansson
▲ Heiðar Ægisson
▲ Jesper Juelsgård Guy Smit
▼ Kristinn Freyr Sigurðsson
▼ Hannes Þór Halldórsson
▼ Christian Kohler
▼ Johannes Vall
▼ Kaj Leo í Bartalsstovu
▼ Magnus Egilsson
Miðað við leikmannahópinn og
þá sem Valur hefur bætt við í vetur
er krafan bara einföld, þessi leik-
mannahópur og þjálfari eiga að
vinna deildina. Út frá spilamennsku
í vetur væri hægt að setja liðið neðar
en bara út frá leikmannahópi þá
verður maður að setja þá kröfu á Val
að þeir endi tímabilið í efsta sæti.
Aron Jóhannsson byrjaði sinn
fyrsta leik hjá Val í vikunni, hann
þarf vafalítið tíma til að byggja upp
leikform og það er slæmt að hann
hafi ekki spilað meira. Hann er
hins vegar í góðu líkamlegu formi
og ég hef ekki miklar áhyggjur af
honum. Aron er með meiri gæði en
flestir í deildinni og ætti að komast
upp með það að vera ekki í 100 pró-
sent leikæfingu. Gæðin hans eiga að
skila Val bæði stigum og mörkum í
sumar.
Á miðsvæðinu f innst manni
vanta meiri stöðugleika í vali, það
er ekki þetta sama flæði og önnur
topplið hafa sýnt í vetur. Heimir
Guðjónsson hefur ekki fundið út
úr því hver hans besta miðja er.
Haukur Páll hefur verið meiddur,
það er spurning hvort að hann færi
Sebastian Hedlund þarna upp og
þá hvort að Birkir Heimisson eða
Orri Hrafn Kjartansson verði með
honum. Eins og þeir hafa spilað
Krafan á Hlíðarenda er sú að liðið vinni dolluna
og eins og er talað þá verður Aron
Jóhannsson fremstur á miðjunni.
Önnur spurning er hver verður
með Hólmari Erni í hjartanu á
vörninni, Heimir virðist ekki sáttur
með Hedlund eða Rasmus þar og
hefur verið að spila Orra Sigurði á
undanförnum vikum. Bakvarðar-
stöðunar eru í toppmálum með þá
Jesper Juelsgård sem virkar öflugur
og hinn síunga Birki Má Sævarsson.
Öll augu verða svo á þjálfaranum
Heimi Guðjónssyni. Það er búið
að kaupa marga stóra leikmenn
og krafan er bara einföld, það á að
vinna deildina. Það er ekkert annað
í boði, ef Valur fer illa af stað og
dregst eitthvað aftur úr þá fara öll
augu á heimi. Það er enginn annar
þjálfari sem fer inn í mótið með
álíka pressu á sér og Heimir. Heimir
þarf á því að halda að byrja mótið
vel. Heimir er fæddur sigurvegari og
kann því vel við sig undir pressu. n
n Albert segir
Albert Brynjar
Ingason
Heimir Guðjónsson verður undir pressu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
22 Íþróttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR