Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 85
 Það er rétt að það hafa verið fleiri karlmenn að fá styrki en kven- menn, en ástæðan er einfaldlega sú að fleiri karlar sækja um en konur. Sigga Heimis Umsókn til Tækniþró- unarsjóðs er gott lærdóms- ferli með háu tíma- kaupi ef vel tekst til. María Guð- Konur hasla sér völl í hefð- bundnum karlagreinum í síauknum mæli. Upplýsinga- tæknin er ein þeirra greina sem karlar hafa verið ráð- andi í en það breytist smám saman. Mikil gróska hefur verið í upplýs- ingatækni hér á landi undanfarin ár. Mörg nýsköpunar- og sprota- fyrirtæki hafa sprottið upp og fjölmargar umsóknir um styrki til nýsköpunar koma inn til Tækni- þróunarsjóðs, sem rekinn er undir hatti Rannís, á ári hverju. Sigga Heimis er sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði, sem rekinn er undir hatti Rannís. Við byrjum á að spyrja hana hvert hlutverk Tækniþróunarsjóðs sé. „Tækniþróunarsjóður er til að styðja við rannsóknir og þróunar- starf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnuvegum og er dreifing styrkja mjög breið.“ Sigga segir verkefni á mismun- andi stigum vera styrkt og hægt sé að leita styrkja allt frá fyrstu hugmynd til lokastiga. „Þegar umsóknir eru metnar þá fer þver- faglegt fagráð yfir þær. Í fagráði sitja sérvaldir aðilar úr rannsókna- og þróunargeiranum, bæði frá atvinnulífi og fræðaumhverfinu. Þegar fagráð hefur farið yfir umsóknirnar er það svo stjórn sjóðsins sem ákveður hvaða verk- efni hljóta styrk.“ Konur enn þá færri Tækniþróunarsjóður sér til þess að kynjahlutföll í fagráðum séu jöfn og sama regla gildir um stjórn sjóðsins. Það hefur verið nefnt að ekki séu jöfn hlutföll kynjanna þegar kemur að úthlutun styrkja. „Það er rétt að það hafa verið fleiri karlmenn að fá styrki en kvenmenn, en ástæðan er ein- faldlega sú að fleiri karlar sækja um en konur. Í raun eru hlutföllin jöfn ef fjöldi umsókna kynjanna er borinn saman við úthlutunar- hlutfallið. Á umsóknum sem sendar voru inn árið 2021 voru umsóknarað- ilar 511 karlar (66 prósent) og 268 konur (34 prósent). Eftir matsferli þá voru verkefni styrkt þar sem 96 karlar eru verkefnisstjórar (66 prósent) og 50 konur (34 prósent). Árangurshlutfall karla og kvenna er því jafnt þegar horft er til styrkja sem sjóðurinn veitti á árinu, eða 19 prósent.“ Sigga segir sjóðinn vilja fá mun fleiri umsóknir frá konum. „Við teljum þessi hlutföll ekki endurspegla þá flóru sem starfar við nýsköpun. Við viljum hvetja konur sérstaklega til þátttöku og að sækja um því að það er augljós- lega allra hagur að jafna hlutföll verkefnastjóra í nýsköpunarverk- efnum. Augljóslega ættu að vera jafn margar umsóknir þar sem konur eru verkefnastjórar líkt og karlar enda hlutföllin ekki svona ójöfn Tækniþróunarsjóður – mikilvægur bakhjarl nýsköpunar María Guðmundsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Parity, og Sigga Heimis, sérfræðingur hjá Rannís og umsjónarmanneskja Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Dæmi um fyrirtæki þar sem konur eru í forsvari sem hafa hlotið styrki frá Tækniþróunar- sjóði: ■ Kara Connect ■ AVO ■ GeoSilica ■ Florealis ■ IceMedico / HAp ■ Mentor ■ DineOut Dæmi um fyrirtæki sem hafa hlotið styrk frá Tækniþróunar- sjóði: ■ Controlant ■ Nox Medical ■ ORF ■ Valka ■ Kerecis ■ Solid Clouds ■ Myrkur þegar kemur að menntun og reynslu almennt. Við hvetjum alla til að sækja um og viljum sérstaklega hvetja konur til að vera meira í framkantinum þegar sótt er um, vegna þess að við sjáum þessi hlutföll og viljum rétta þau við.“ Sigga segir allt starfsfólk Rannís og hjá Tækniþróunarsjóði boðið og búið að hjálpa til og aðstoða. „Það er alltaf hægt að setja sig í samband við okkur, enda gengur okkar starf út á að hjálpa fólki í gegnum umsóknarferlið, sem vissulega getur stundum þótt frekar flókið, ekki síst við fyrstu sýn. Okkar reynsla er sú að ef fólk nýtir sér okkar aðstoð verður ferlið mun viðráðanlegra.“ Tímakaupið getur verið hátt María Guðmundsdóttir starfaði um árabil að þróun tölvuleikja hjá CCP. Árið 2017 tók hún stökkið og stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Parity. María er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sem í dag er með 17 starfsmenn og hlaut góðan stuðning frá Tækniþróunarsjóði þegar fyrstu skrefin voru tekin. Í dag situr María í fagráði Tækni- þróunarsjóðs. Hún segir að umsækjendur sem sækja í fyrsta sinn um hjá Tækni- þróunarsjóði, ættu óspart að nýta sér þann mikla fjölda fólks sem þegar hefur sótt um, ráðgjafar- fyrirtæki og einstaklinga sem geta aðstoðað, en einnig leita til Rannís til að skilja betur ferlið og hvað þarf til. „Fólk á endilega að vera óhrætt að spyrja og leita sér aðstoðar og leggja tíma í þetta. Umsóknarferlið er vissulega tíma- frekt, en tímakaupið er mjög hátt ef vel tekst til.“ María segir magnað að hafa mikla ástríðu fyrir sinni nýsköp- unarhugmynd. „Hugmyndir kvikna einmitt oft út frá vöntun á einhverri vöru eða hugbúnaði og þess vegna er mjög mikilvægt að skilgreina vel hvers vegna þín hug- mynd stenst samkeppni og hvers vegna hún eigi erindi á markað.“ Líkur á að fá styrk eru vel undir 50 prósent vegna mikils fjölda umsókna en María segir neitun alls ekki neikvæðan stimpil á umsókn. Í sumum tilfellum þurfi að skerpa á sjálfri umsókninni og góður undirbúningur og ráð frá þeim sem þekkja ferlið geti verið mjög gagnleg. „Þó að þín hugmynd bjargi kannski ekki hálfri heimsálfu frá hungursneyð þá gæti hún samt verið lausn sem tekur á vöntun og vanda í samfélaginu. Umsókn til Tækniþróunarsjóðs er gott lær- dómsferli með háu tímakaupi ef vel tekst til, ég hvet því alla með nýsköpunarhugmynd í maganum til að sækja um og konur sérstak- lega. Heimurinn þarf hugbúnað sem hannaður er af fjölbreyttari flóru fólks.“ ■ kynningarblað 7LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 Konur í upplýsingaTæKni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.