Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 57
arionbanki.is Arion banki atvinna
Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum aðilum í störf hlutabréfamiðlara og skuldabréfamiðlara
hjá markaðsviðskiptum Arion banka.
Markaðsviðskipti sinna miðlun verðbréfa fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini bankans.
Sérfræðingar markaðsviðskipta veita aðstoð og hafa milligöngu um viðskipti með skráð verðbréf
á öllum helstu verðbréfamörkuðum heims.
Arion banki er með stærstu hlutdeild kauphallaraðila á hlutabréfamarkaði síðastliðin
sex ár og stærstu hlutdeild kauphallaraðila á skuldabréfamarkaði það sem af er ári 2022.
Um er að ræða tvö störf, hlutabréfamiðlara og skuldabréfamiðlara, í teymi reynslumikilla og metnaðarfullra
aðila með víðtækt tengslanet meðal innlendra og erlendra fjárfesta, góðum upplýsingatæknikerfum
og traustum uppgjörsferlum. Vinnuumhverfið er líflegt og skemmtilegt í spennandi fyrirtæki.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Svana Huld Linnet forstöðumaður markaðsviðskipta, svana.linnet@arionbanki.is
Hanna María Pálmadóttir mannauðsstjóri, hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2022.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
• Miðlun hlutabréfa eða skuldabréfa
á verðbréfamörkuðum
• Ábyrgð á viðskiptasamböndum
• Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
• Öflun nýrra viðskiptavina
• Greining á mörkuðum
• Greining á rekstri fyrirtækja
• Gerð tilboða og útboðsgagna
á skuldabréfamarkaði
Helstu verkefni
• Metnaður, drifkraftur og frumkvæði
við öflun nýrra viðskiptavina
• Framúrskarandi samskiptahæfni
og þjónustulund
• Brennandi áhugi á innlendum
og erlendum fjármálamörkuðum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Hæfniskröfur
Hlutabréfamiðlari
og skuldabréfamiðlari
Alþýðusamband Íslands, svið kjarasamninga og þjónustu, leitar að lögfræðingi í fullt starf.
Hlutverk lögfræðinga ASÍ er að vinna að markmiðum ASÍ eins og þau eru skilgreind í lögum
sambandsins og ákvarðanir stjórnar og forystu sambandsins gefa tilefni til hverju sinni. Þeir veita
miðstjórn, forsetum og aðildarsamtökum sambandsins, lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu á sviði
kjarasamninga, vinnuréttar og skipulagsmála, taka þátt í þverfaglegu samstarfi annarra sviða, sinna
fræðslu á sviði vinnuréttar og þeim félagslegu og lögfræðilegu verkefnum sem forysta sambandsins
felur þeim hverju sinni.
Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri þekkingu á íslenskum vinnurétti og íslenskum vinnumarkaði
auk þess sem þekking á Evrópurétti er kostur. Einnig þurfa þeir að hafa vald á einu norðurlandamáli
(dönsku, norsku eða sænsku) og ensku.
Lögfræðingur hjá ASÍ
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september 2022.
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á Magnús M.
Norðdahl á netfangið magnus@asi.is, merkt „lögfræðingur“ fyrir 30. apríl 2022.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús M. Norðdahl á magnus@asi.is.
Erum við
að leita
að þér?