Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 8
67%
fullorðinna Íslendinga,
eða tveir af hverjum
þremur, fá nægan
svefn, það eru 7-8
klukkustundir á nóttu.
Tæplega 30 prósent
Íslendinga fengu á
síðasta ári ekki nægan
svefn og sváfu minna
en sex klukkustundir á
nóttu.
13%
fullorðinna Íslendinga
fundu oft eða mjög oft
fyrir einmanaleika árið
2021 en hlutfallið var
sjö prósent árið 2016.
Ungar konur meta andlega
heilsu sína verst, samkvæmt
talnabrunni Landlæknis. Þá
finna konur fyrir meiri streitu
en karlar og geta ástæðurnar
verið margvíslegar. Karlar,
35-64 ára, sofa of lítið, sem
sérfræðingur segir geta haft
slæm áhrif á heilsu.
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Ungar konur, á
aldrinum 18-24 ára, eru sá hópur
sem metur andlega heilsu sína verst,
samkvæmt talnabrunni unnum af
Embætti landlæknis. Á síðasta ári
mátu einungis 46 prósent þeirra
andlega heilsu sína góða eða mjög
góða á móti 65 prósentum karla á
sama aldri.
Í heild mátu 70 prósent fullorð-
inna einstaklinga á Íslandi andlega
heilsu sína góða eða mjög góða árið
2021, eða 73 prósent karla og 68 pró-
sent kvenna. Árið 2019 var heildar-
hlutfallið 76 prósent.
Á síðustu árum hefur Embætti
landlæknis vaktað heilsuhegðun,
aðstæður og líðan Íslendinga. Gal-
lup framkvæmir könnunina fyrir
embættið og hefur hún verið lögð
fyrir mánaðarlega frá árinu 2016.
Mælingar úr vöktun embættisins
hafa ítrekað sýnt að fleiri konur en
karlar upplifa mikla streitu í dag-
legu lífi.
Á síðasta ári var hlutfall kvenna
sem upplifði mikla streitu þrjátíu
prósent á móti 21 prósenti hjá körl-
um. Árið 2021 sagðist tæplega helm-
ingur kvenna á aldrinum 18-44 ára
finna oft eða mjög oft fyrir mikilli
streitu í daglegu lífi. Hlutfall karla í
sömu mælingu fór ekki yfir þrjátíu
prósent í neinum aldurshópi.
Þegar horft er til fólks á aldrinum
55-64 ára segjast hátt í tvöfalt fleiri
konur en karlar finna fyrir mikilli
streitu í daglegu lífi, 25 prósent
kvenna á móti 14 prósentum karla.
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, for-
stöðusálfræðingur við Kvíðameð-
ferðarstöðina, segir ýmsar ástæður
fyrir því að konur upplifi frekar
streitu en karlar. Þar hafi áhrif bæði
innri og ytri streituþættir.
„Konur hafa gjarnan aðeins lægra
sjálfstraust en karlar, hafa oft lent í
f leiri áföllum vegna þess að þær eru
útsettari fyrir ýmsum þáttum eins
og til dæmis kynferðisofbeldi, búa
við harðari kröfur frá samfélaginu
og svo getur þetta tengst horm-
ónum, meðgöngu og fæðingu barna
svo dæmi séu tekin,“ segir hún.
Sóley segir langvinna streitu geta
haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir fólk sé ekki unnið í henni.
„Hún getur til að mynda leitt til dep-
urðar, misnotkunar vímuefna og
áfengis og kulnunar,“ segir hún og
bendir á að kulnun sé mun algeng-
ari hjá konum en körlum.
Samkvæmt tölum frá VIRK starfs-
endurhæfingarstöð voru 68 prósent
þjónustuþega þeirra konur árið
2021.
Í gögnum Landlæknis kemur
fram að 67 prósent fullorðinna
Íslendinga, eða tveir af hverjum
þremur, fái nægan svefn, það eru
7-8 klukkustundir á nóttu. Á móti
kemur að tæplega 30 prósent Íslend-
inga fengu á síðasta ári ekki nægan
svefn og sváfu minna en sex klukku-
stundir á nóttu. Stuttur svefn er
algengastur meðal karla á aldrinum
35-64 ára, þar sem um þriðjungur
fær of lítinn svefn, en hlutfallið fer
hins vegar ekki yfir 30 prósent í
neinum aldurshópi kvenna.
Doktor Erla Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Betri svefns, segir of
lítinn svefn geta haft fjölmörg áhrif
á bæði andlega og líkamlega heilsu.
Við langvarandi svefnleysi geti
ónæmiskerfið veikst, en eftir aðeins
eina svefnlausa nótt geti mælst
auknar bólgur í blóði og brenglun
geti orðið á hormónum.
„Þá getur langvarandi svefnleysi
aukið líkur á ýmsum andlegum
sjúkdómum, líkt og kvíða og þung-
lyndi. Kvíði og streita eru jafnframt
algengustu forverar svefnleysis
í heiminum en á móti getur lítill
svefn aukið á einkenni beggja,“ segir
Erla.
Frá því að mælingar Embættis
landlæknis á líðan Íslendinga hófust
hefur fjölgað verulega í hópi fullorð-
inna sem greina frá einmanaleika.
Árið 2016 var hlutfall þeirra sjö pró-
sent en árið 2021 sögðust þrettán
prósent finna oft eða mjög oft fyrir
einmanaleika.
Þegar einmanaleiki er skoðaður
í tengslum við fjárhagsstöðu er
munurinn á þeim sem eiga auðvelt
og erfitt með að ná endum saman
tæplega fjórfaldur. Tæplega þrefalt
færri upplifa velsæld meðal þeirra
sem eiga erfitt með að ná endum
saman samanborið við þau sem eiga
auðvelt með það, tvöfalt færri telja
sig hamingjusöm og meira en tvö-
falt f leiri greina frá mikilli streitu í
daglegu lífi.
„Fjárhagur er þáttur sem getur
haft mikil áhrif á streitu,“ segir
Sóley. „Fjárhagur getur líka verið
þáttur í því að fleiri konur finni fyrir
meiri streitu en karlar. Þær eru jú í
mörgum tilfellum með lægri laun
en karlar.“n
Konur finna fyrir streitu en karlar sofa of lítið
Þegar horft
er til fólks á
aldrinum 55-64
ára segjast hátt
í tvöfalt fleiri
konur en karlar
finna fyrir mikilli
streitu í daglegu
lífi, 25 prósent
kvenna á móti
14 prósentum
karla.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
bth@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL „Ég vil ekki tjá mig
um kæruna. Þetta mál er bara í
ákveðnu ferli,“ segir Gunnar Örn
Jónsson, lögreglustjóri á Vestur-
landi.
Fréttablaðið bar undir lögreglu-
stjórann kæru Karls Gauta Hjalta-
sonar til ríkissaksóknara, eftir þá
ákvörðun lögreglunnar á Vestur-
landi að hætta rannsókn á hendur
yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna
talningar atkvæða í Borgarnesi að
loknum alþingiskosningum í haust.
Karl Gauti var einn þeirra fram-
bjóðenda sem virtust hafa náð þing-
sæti á kosninganótt en misstu það
svo eftir endurtalningu yfirkjör-
stjórnar á Vesturlandi.
Karl Gauti sagði í Fréttablaðinu í
gær að ekki hefði verið ætlun löggjaf-
ans að slaka á kröfum heldur þvert á
móti að auka þær. Embætti lögreglu-
stjóra á Vesturlandi vísar í breytingar
sem Alþingi gerði á kosningalögum
meðan á rannsókninni stóð.
Vakið hefur athygli að ef meðlim-
ir yfirkjörstjórnarinnar hefðu greitt
sektarboð sem lögreglustjórinn
hafði gert þeim að greiða áður en
hann felldi niður málið hefði staða
þeirra verið verri. Með því að greiða
ekki sektina hafði yfirkjörstjórnin
að minnsta kosti tímabundinn sigur
í málinu. n
Lögreglustjóri tjáir sig ekki um kæruna
Ég vil ekki tjá mig um
kæruna. Þetta mál er
bara í ákveðnu ferli.
Gunnar Örn Jónsson,
lögreglustjóri á Vesturlandi
Þá getur langvarandi
svefnleysi aukið líkur á
ýmsum andlegum
sjúkdómum, líkt og
kvíða og þunglyndi.
Doktor Erla
Björnsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Betri
svefns
8 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ