Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 10
Samtökin greindu frá því að íslenskt hvalkjöt væri notað í gæludýra­ nammi. Alþjóðleg rannsókna- og dýraverndunarsamtök hafa sent forsætisráðherra bréf til að reyna að stöðva hvalveiðar Hvals hf. í sumar. Stefnt er að veiðum í fyrsta sinn síðan árið 2018. kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRAVERND Rannsókna- og dýra- verndunarsamtökin Environmental Investigation Agency, eða EIA, hafa óskað eftir því við Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra að þær hval- veiðar sem fyrirhugaðar eru í sumar verði stöðvaðar. Sendi Clare Perry, sem stýrir herferðum í málefnum hafsins, Katrínu bréf þess efnis á fimmtudag. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., tilkynnti í mars að hvalveiðar myndu hefjast að nýju í sumar. En fjögurra ára hlé hefur verið á hval- veiðum, að hans sögn vegna tog- streitu milli útgerðarinnar og Mat- vælastofnunar. Alls má veiða 200 hrefnur og 200 langreyðar í lögsögu Íslands á ári. Reiknað er með að veið- arnar hefjist í júní og standi fram í september. EIA voru stofnuð árið 1984 af hinum breska Dave Currey, eftir að hann hafði séð aðfarir norskra hval- veiðimanna. Síðan þá hafa samtökin stækkað og víkkað út sína starfsemi og taka á náttúruverndarmálum á landi líka. Að eigin sögn segjast þau rannsaka, upplýsa og reyna að koma í veg fyrir glæpi gegn náttúrunni og dýralífi. Höfuðstöðvarnar eru í London og Washington. „Það er eitthvað hrikalega rangt við að einn einstaklingur geti boðið heimsálitinu birginn til að drepa þessar stórkostlegu skepnur á sama tíma og þörfin til að vernda stóra hvali er meiri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Clare í yfirlýsingu fyrir hönd samtakanna og átti þá við Kristján. Einnig segir að árið 2011 hafi EIA ljóstrað upp um það að Kristján hafi sjálfur komið að stofnun fyrirtækis í Japan til að flytja inn hvalkjöt til að reyna að skapa neytendamarkað þar. „Tveimur árum seinna komum við upp um það að íslenskt hvalkjöt væri notað til að búa til gæludýranammi,“ segir í yfirlýsingunni. Í krafti fjár- muna sinna gæti Kristján haldið niðri verðinu. Samkvæmt reikn- ingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé virði hvers hvals fyrir Ísland, vegna ferðaþjónustu og hvalaskoðunar, 2 milljónir dollara, eða um 260 millj- ónir króna. Á mánudag skrifaði Svandís Svav- arsdóttir, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði fátt styðja hval- veiðar og að þær hefðu litla efnahags- lega þýðingu fyrir Ísland. Hversu lítil nýtingin hafi verið á kvótanum undanfarin ár sýni hversu óarðbærar veiðarnar séu og líklega sé af þeim tap. Að öllu óbreyttu verði engin hvalveiði heimil frá árinu 2024. ■ Dýraverndunarsamtök biðla til Katrínar um að stöðva hvalveiðarnar Hrefnuveiðar á Nirði KÓ árið 2008. MYND/GUNNAR BERGMANN GARÐABÆR, MARÍUGATA Í URRIÐAHOLTI Opið fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða í Maríugötu í Garðabæ. Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Sending af súráli frá rússneska fyrirtækinu Rusal barst til álversins í Straumsvík tveimur vikum eftir að Rio Tinto lýsti því yfir að það ætlaði að slíta öllum við- skiptatengslum við Rússland. „Rio Tinto er í því ferli að slíta öllum viðskiptatengslum sem fyrir- tækið hefur við rússnesk fyrirtæki,“ svaraði fyrirtækið fréttastofu Reuters þegar spurt var um sendinguna. Að öðru leyti vildu forsvarsmenn fyrir- tækisins ekki tjá sig. Yfirlýsing Rio Tinto var gerð 10. mars en sendingin barst frá Írlandi til Íslands þann 24. mars. Álfyrirtækið Rusal er ekki undir sérstökum þvingunum af hálfu Evr- ópusambandsins, Íslands eða ann- arra landa, en eigandi þess, óligark- inn Oleg Deripaska, er það hins vegar. Rio Tinto og Rusal tengjast í gegn- um eignarhald á ástralska álfyrirtæk- inu Queensland Alumina. Í gær var tilkynnt að Rio Tinto myndi alfarið fara með stjórn þess félags. Ástralir hafa bannað allan útflutning á áli og fleiri málmum til Rússlands. ■ Rússnesk sending til Straumsvíkur benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Yfir sextíu prósent lands- manna ætla einfaldlega að slappa af heima um páskana, að því er fram kemur í nýlegri skoðanakönnun Prósents. Þá ætlar helmingur aðspurðra að gæða sér á góðum mat á komandi frídögum. Athygli vekur að álíka margir ætla að ferðast innanlands og utan land- steinanna yfir páskana, þrettán pró- sent heima en tíu prósent erlendis. Níu prósent ætla að vera á skíðum. Þá kemur fram í könnuninni að sautján prósent verða við vinnu, tíu prósent við lærdóm – og loks munu yfir fjörutíu prósent gæða sér á páskaeggjum. ■ Flestir slappa af um páskana Um helmingur ætlar að gæða sér á góðum mat á komandi frídögum. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Borgarráð hefur sam- þyk kt tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um að tryggja ókyngreind almennings- salerni og búningsaðstöðu í nýju húsnæði borgarinnar og þegar um endurgerð er að ræða. Samkvæmt þessari ákvörðun eiga ókyngreind salerni og búningsað- staða að vera í byggingum skóla- og frístundar sem og annars staðar í húsnæði borgarinnar sem opið er almenningi. Í tilkynningu frá borginni segir að mikilvægt sé að öll svið Reykjavíkurborgar gangi í takt og hafi sömu sýn er kemur að því að útbúa aðstöðu fyrir öll kyn. Könnun og samtal starfshóps við skólastjórnendur hafi leitt í ljós að sumir hinsegin nemendur veigri sér við að nota kyngreinda aðstöðu í skólum og ákall sé eftir einstakl- ingsbundinni salernisaðstöðu í skólum óháð kyni og kynvitund. ■ Ókyngreind salerni samþykkt birnadrofn@frettabladid.is VEÐUR Spáð er éljagangi eða sam- felldri snjókomu vestan til á landinu í dag, einkum á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum. Fólki sem hyggur á útivist á svæðinu eða ferðalög er bent á að skoða veður- spár vel og fara útbúið eftir veðri eða jafnvel fresta útivist þar til veðrið gengur niður. Í Reykjavík má búast við suð- austan 8-13 metrum á sekúndu í dag og síðdegis gæti farið að snjóa í borginni. ■ Útivistarfólk fylgist með veðurspám Spáð er éljagangi eða samfelldri snjókomu vestantil á landinu í dag. Fyrirtækið Rusal er ekki undir sérstökum þvingunum en eigandi þess er það hins vegar. 10 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.