Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 34
Edda Sif Aradóttir Pind, fram-
kvæmdastýra Carbfix, segist
finna fyrir örlitlum loftslags-
kvíða en hefur helgað sig því
að gera það sem hún getur
til að koma í veg fyrir frekari
loftslagshamfarir. Umhverfis-
málin eru stór partur af upp-
eldinu en hún á þrjú börn með
eiginmanni sínum Erlendi
Davíðssyni.
Edda Sif hefur verið hjá
Carbfix frá því að það var
aðeins hugmynd á blaði
2007 og séð hvernig það
hefur þróast. Hún segir að
þótt hún hafi verið lengi í þessu þá
sé erfitt að staðna því verkefnin séu
svo fjölbreytt hverju sinni.
„Ég er ekki að gera það sama nú
og þá. Þetta er enn Carbfix, en fyrst
var ég að búa til hermilíkön og svo
fór ég í verkefnastjórnun. Þetta hefur
þróast og ég með,“ segir Edda.
Carbfix hófst sem alþjóðlegt
samstarfsverkefni og var formlega
stofnað 2007. Orkuveita Reykja-
víkur leiddi verkefnið með Háskóla
Íslands, Columbia-háskóla í New
York og CNRS í Frakklandi.
En hvað gerir Carbfix?
„Það er vitað að koltvíoxíð binst í
bergi, því það er aðferð náttúrunnar
til að varanlega geyma kolefni. Yfir
99 prósent kolefnis á jörðinni er
þegar bundið í bergi. Við hugsum
bara ekkert rosalega mikið um það,“
segir Edda og bendir á að, kannski
eðlilega, sé meiri áhersla á það
koltvíoxíð sem er sýnilegra í and-
rúmsloftinu, í sjónum og í trjám.
„Þetta hófst sem rannsóknar- og
þróunarverkefni sem gagngert mið-
aði að því að kanna hvort við gætum
búið til tækni sem leyfði okkur að
fanga koltvíoxíð úr útblæstri og dæla
ofan í berglög, þannig að við gætum
flýtt fyrir ferlinu,“ segir Edda og að
jarðfræðilegu ferlin muni alltaf á
endanum eiga sér stað.
„En við getum ekki beðið eftir því.“
Ekki gekk allt í fyrstu
Edda segir að til að byrja með hafi
þau stundað rannsóknir á ferlinu
sjálfu, hvað gæti þurft til að flýta því
eða hægja á því og að háskólarnir
hafi að mestu séð um það. Hún sjálf
sá um hermireikninga, en þá var
hún enn í doktorsnámi.
„Fyrstu árin vorum við að rann-
saka, prófa, hanna og smíða frum-
gerðir og það gekk ekkert allt í
fyrstu atrennu, eðlilega,“ segir Edda
Sif og hlær, en að svo árið 2011 hafi
þau fyrst byrjað að dæla koltvíox-
íði niður í jörðina. Mesta þróunin
hefur verið uppi á Hellisheiði því
þar fengu þau aðgang að borholum
sem var ekki verið að nýta.
„Við byrjuðum að dæla niður og
fórum að vakta og svo tekur þetta
smá tíma. Ekki jarðfræðilegan tíma,
en tekur tíma. Í tvö til þrjú ár vorum
við að safna gögnum og reyna að
skilja hvernig það sem við sáum
í náttúrunni passaði við það sem
við sáum í rannsóknarstofunni og
í hermi líkönum og fengum þannig
betri mynd af því hvað átti sér stað,“
segir Edda og að þannig hafi þau
komist að því að á undir tveimur
árum geti þau bundið koltvíoxíð
sem þau dæla niður, í stein, og gert
það varanlega að hluta af berginu.
„Þetta breytir öllum tímaskal-
anum og sýnir fram á hversu mikil-
væg tæknin er til að sporna við
loftslagsvandanum. Það er auðvitað
fullt af öðrum lausnum sem þarf að
innleiða líka, en þetta er magnað
og skemmtilegt. Það sem við erum
að gera er að f lýta náttúrulegum
ferlum.“
Miklar breytingar síðustu ár
Edda segir að það sé ótrúlegt að sjá
viðhorfsbreytingarnar frá því að
þau byrjuðu því þá var enn verið að
rífast um það hvort að loftslagsváin
væri raunveruleg.
„Það var allt önnur umræða en er í
dag. En það var ljóst þá, eða við töld-
um okkur vita, að innan einhverra
Hefur þróast með verkefninu
Edda Sif með
steina sem voru
áður koltvíoxíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Samhent fjölskylda: Erlendur Davíðsson, Hilmir Freyr, Friðrik Heiðar, Áslaug
Sól og Edda Sif. MYND/AÐSEND
Fjölskylda Eddu í Djúpuvík á
Ströndum þangað sem þau fara
reglulega. MYND/AÐSEND
Edda Sif á COP26 í Glasgow.
MYND/AÐSEND
Lovísa
Arnardóttir
lovisa
@frettabladid.is
ákveðinna ára þá myndi heimurinn
vera tilbúinn til að grípa til aðgerða
og þá yrði rosalega mikilvægt að
lausnirnar yrðu tilbúnar. Að það
væri ekki verið að hefja þróun þá á
því sem þyrfti þá strax að innleiða.“
Carbfix nýtir tækni sína á Íslandi
en á þessu ári munu þau hefja til-
raunaverkefni í Tyrklandi og Þýska-
landi, þar sem er verið að kanna
annars konar berglög, auk þess sem
þau eru í annars konar rannsóknar-
verkefnum í Evrópu, Norður-Amer-
íku og Asíu.
„Við höfum séð rosalegan áhuga
og á síðustu tveimur til þremur
árum eru stór fyrirtæki, sem bera
ábyrgð á mestu losuninni, loksins
að taka almennilega við sér, sýnist
okkur. En við eigum enn eftir að
komast á þann stað að skrefið sé
tekið, að það sé ekki bara verið að
undirbúa eitthvað í smáum skala.
En það þarf að lokum að taka þessi
stóru skref, sem þýðir stórar fjár-
festingar.“
Okkur miðar fullhægt
En finnst þér heimurinn núna til
búinn?
„Við erum komin mjög langt á
stuttum tíma, en við höfum bara
ekkert svo langan tíma. Hvert ár
telur. Við erum á allt öðrum stað
núna. Parísarsamkomulagið breytti
mjög miklu en okkur miðar full-
hægt. Við tölum rosalega mikið og
gerum plön, sem þarf auðvitað að
gera, en fram að árinu 2030 þurfum
við að sjá verulegar breytingar,“
segir Edda Sif og nefnir minnkaða
losun, miklar fjárfestingar í innvið-
um til að fanga og farga koltvíoxíði,
orkuskipti, orkusparnað og bætta
orkunýtni og landnýtingu.
Carbfix er viðbragð við aukinni
losun, en eins og þú bendir á, er þá
ekki stóra málið að minnka losun?
„Jú, við erum ekki að fara að koma
með tæknina okkar í starfsemi
sem er úr sér gengin og úrelt. Ef við
horfum á kolaorkuver í þróuðu ríki
heimsins, þá erum við ekki að fara
þangað til að dæla niður, ekki í þró-
aðri ríkjum heimsins, þar á að inn-
leiða nýja orkugjafa. En í vanþróaðri
ríkjum heimsins, þar er ekki sama
staða og þar er eðlilegt að í nýjum
kolaorkuverum sé innleidd einhvers
konar tækni eins og okkar. Því það
er ekki hægt að gera sömu kröfur á
allar þjóðir heimsins, það þarf að
taka tillit til aðstæðna.“
Finnur fyrir örlitlum kvíða
Spurð um loftslagskvíða, fyrir
hennar hönd, eða barna hennar,
viðurkennir Edda Sif að hún finni
fyrir honum. Ekki miklum, en þó
örlitlum kvíða.
„En ég er búin að helga mig því
að gera það sem ég get og við sem
vinnum hjá Carbfix erum öll þar.
Við finnum til rosalega mikillar
ábyrgðar að okkar tækni nýtist,
ekki bara hér, heldur á heimsvísu
og þannig erum við markvisst að
gera það sem við getum til að forða
okkur frá verstu loftslagshamförun-
um,“ segir Edda, en áréttar að mesta
ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum og
stórum losurum.
Hún segir að það hafi alltaf geng-
ið vel að vinna með stjórnvöldum,
en að hennar mati ættum við að
vera komin lengra. Það sé búið að
setja lokamarkmið en að hún sakni
þess að sjá nægilegt fjármagn og
hvatakerfi fyrir þau fyrirtæki sem
eru að losa mikið, til að þeim finn-
ist það ekki þess virði og að það sé
ekki eftir neinu að bíða.
„Því að þegar öllu er á botninn
hvolft þá snýst þetta um peninga,
því miður, og á meðan það er enn
ódýrara að losa og gera lítið en að
bregðast við af alvöru, þá eru of
margir sem velja að bíða.“
Snýst ekki um einstaklinga
Umræðan er oft fókuseruð á úrgang
og raf bíla og Edda segir að þó svo
að það beri allir ábyrgð á sér, þá
f innist henni f ingrinum of oft
bent á einstaklinga og höfðinu
enn stungið í sandinn hvað varðar
stærstu losendur í heiminum.
„Einstaklingar eru ekki vanda-
málið. Stærsta vandamálið er stór-
losendur. Orkuframleiðslukerfin
og hvernig iðnaður var þróaður á
sínum tíma. Við erum að losa allt
of mikið í stóriðju.
Við erum búin að setja okkur
markmið fyrir 2030, 2040 og 2050
og þurfum að setja fókus á stóru
bitana og stöðva losun þar, en á
sama tíma þá skiptir máli að við
séum meðvituð sem einstaklingar
og neytendur í þessu máli. Þannig
getum við haft meiri áhrif, en það
er þá með því að krefjast þess að
það fái enginn fríspil.“ n
Við erum
komin
mjög langt
á stuttum
tíma, en
við höfum
bara ekkert
svo langan
tíma. Hvert
ár telur.
34 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið