Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 120

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 120
Fjórir félagar úr tíunda bekk í Árbæjarskóla tóku sig til og stofnuðu fyrirtæki út frá nýsköpunaráfanga í skól- anum, sem kallast Startup Árbær. Þeir hafa nú selt hátt í hundrað peysur og renna 150 þúsund krónur af ágóðanum til góðgerðarmála. ninarichter@frettabladid.is Þeir Arngrímur Egill Gunnarsson, Egill Airi Daníelsson, Ísak Örn Frið- riksson og Tryggvi Þór Torfason, skipa einn þeirra fjögurra hópa sem taka þátt í nýsköpunarverk- efninu Startup Árbær í Árbæjar- skóla. Stjórnandi verkefnisins og kennari við skólann, Kristján Sturla Bjarnason, segir að hugmyndin að Startup Árbær hafi orðið til þegar hann vann í félagsmiðstöð fyrir nokkrum árum. Hugmyndin löngu fædd „Ég tek þetta verkefni svolítið með mér úr félagsmiðstöð. Við vorum þar með hópa sem voru með lítil fyrirtæki. Verkefni hópsins var að fá hugmynd og framkvæma hana,“ segir Kristján Sturla. „Ég fer að kenna í Árbæjarskóla og tek þessa hugmyndafræði með mér þangað yfir og bý til valgrein í skólanum sem heitir Startup Árbær.“ Hann segist leiða hópana í gegn- um fyrirtækjaskref, þar sem búin er til viðskiptaáætlun, hún kynnt fyrir fjárfestum, „innan gæsalappa, sem eru í þessu tilfelli stjórnendur skólans.“ Því næst taki við markaðssetn- ing, sem fari fram með hliðsjón af tegund fyrirtækisins, hvort um sé að ræða veitingastað, viðburða- fyrirtæki eða fataframleiðanda. „Svo fara þau í mjög létta útgáfu af þessu fyrirtækjaferli. Þau hanna vöruna, kortgera fjárhagsáætlun og markaðssetja og selja,“ segir Krist- ján Sturla. „Það er gaman að virkja krakkana í stærri verkefnum, eins og félagsstarf er stundum. Maður kennir þeim helling í gegnum þetta. Fjármálafræðslu og lífsleikni.“ Vöfflur og veitingarekstur Að sögn Kristjáns eru fjögur fyrir- tæki í þessu verkefni. „Það er þetta peysufyrirtæki, svo eru strákar sem stofnuðu vöff lu-veitingastað og voru að selja vöfflur í tvo daga. Það var sett upp eins og veitingastaður,“ segir hann. „Svo voru stelpur að selja taupoka með Árbæjarskóla-lógóinu á. Svo verður síðasti hópurinn með betri-stofu. Svolítið eins og Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli, þar sem hægt er að kaupa samlokur og djús og slaka á í einni kennslustofu í skólanum, svona klúbbur,“ segir Kristján Sturla. Hafa alltaf haft áhuga á hönnun „Við strákarnir höfum alltaf haft áhuga á fatagerð og tísku yfirhöfuð,“ segir Arngrímur Egill Gunnarsson, fimmtán ára frumkvöðull og einn stofnenda Burners-peysufyrir- tækisins. Hann segist hafa stokkið á tæki- færið um leið og hann heyrði af Startup Árbær. Síðan hafi boltinn farið að rúlla. „Það var einn strákur í hópnum sem kom með nafnið og svo fórum við að þróa hugmyndina. Bróðir stráks í fyrirtækinu er ógeðslega góður að teikna og er sjálfur með fatamerki, og teiknaði fyrir okkur merkin á peysurnar,“ segir Arn- grímur Egill. Gefa til góðgerðamála Aðspurður hvort hópurinn hafi þekkst fyrir, svarar hann „Ég er nýkominn í skólann. Hinir þrír strákarnir hafa verið saman í skóla síðan þeir voru litlir, en ég er nýr í hópnum,“ segir hann. Strákarnir byrjuðu að selja hettupeysur undir merkjum Burners í febrúar og þegar þessi orð eru rituð eru 95 peysur seldar. Hópurinn hyggst gefa 150 þúsund krónur af hagnaðinum til góðgerðarmála. Arngrímur Egill segist hiklaust ætla að halda áfram á sömu braut. „Mig langar að búa til fyrirtæki og gera eitthvað sjálfur, fyrir aðra. Ekki endilega fatagerð, en að reka fyrirtækið er það sem mig dreymir um að gera,“ segir hann. „Það er svo ógeðslega skemmtilegt ferli að fram- leiða og selja og sjá söluna koma inn.“ Afhenti peysur í eigin persónu Hvað helstu áskoranir í ferlinu svarar Arngrímur Egill. „Þegar við byrjuðum hélt ég að þetta væri ein- faldara. En fólk var að kaupa utan af landi, til dæmis úr Keflavík, og við þurftum að koma peysunum til skila, sem er erfiðara en maður heldur,“ segir hann. „En ég bjó í Keflavík áður en ég f lutti hingað, þannig að ég fór bara sjálfur með allar peysurnar til Kef lavíkur og afhenti þær.“ Aðspurður hvort að þetta hafi kveikt áhuga sem leiði af sér sérhæf- ingu seinna meir, svarar Arngrímur að svo sé. „Já, það eru tveir strákar í hópnum sem ætla á hönnunar- braut í framhaldsskóla og sérhæfa sig í þessu. Þeir ætla að fara og bara kunna að búa þetta til og hanna merki og gera þetta vel,“ segir hann brattur. ■ Fimmtán ára frumkvöðlar í fatahönnun og fyrirtækjarekstri Arngrímur Egill Gunnarsson í Burners-peysu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Stofnendur Burners-fyrir- tækisins, frá vinstri: Tryggvi Þór, Arngrímur Egill, Egill Airi og Ísak Örn. Kristján Sturla Bjarnason, kennari við Árbæjarskóla KVIKMYNDIR Drive my Car Sýnd í Bíó Paradís Aðalhlutverk: Hidetoshi Nishijima, Tôko Miura og Reika Kirishima Leikstjóri: Ryûsuke Hamaguchi ingunnlara@frettabladid.is Drive my Car er þriggja klukkutíma kvikmynd um ást, dauða, tungu- mál og helvíti langa bílferð, beint úr hugarheimi japanska skáldsins Haruki Murakami. Myndin er byggð á nokkrum smá- sögum úr smásagnasafninu Men Without Women. Aðalpersónan, Yusuke Kafuku, er leikari og leikstjóri sem setur upp margtyngdar útgáfur af leikritum eftir Beckett og Tsjekhov. Eiginkona hans, Oto, er handritshöfundur sem semur verkin sín í gegnum fullnæg- ingar. Einn daginn kemur Yusuke að Oto og ungum leikara í ástarat- lotum. Skömmu síðar deyr hún af völdum heilablæðingar. Tveimur árum síðar er Yusuke boðið að leikstýra Vanja frænda í Hiroshima. Hann fær einkabíl- stjóra, unga konu, og milli þeirra fer að myndast nánd. Yusuke nýtir aksturinn í að hlusta á upptöku af Oto að þylja upp línur eftir Tsjekov. Ek k i er hæg t að rét t læt a lengdina á kvikmyndinni. Það væri hægt að klippa hálftíma af henni og það væri sama sagan. Þegar rúmlega tveir tímar voru liðnir birtist fimmtán sekúndu skot af rauðum Saab í snjónum. Áhorfendur í sal þrjú í Bíó Paradís sprungu úr hlátri. Þetta er alls ekki slæm kvikmynd. Hún er ljúf. Í henni má finna áhuga- verðar pælingar um samskipti og tungumál og hvernig listin og djúp tenging milli vina og elskenda er hafin yfir tungumál. Kvikmyndatak- an er líka helvíti flott. Sögustundin í bílnum milli leikstjórans og elsk- huga eiginkonunnar stendur upp úr. Sömuleiðis einræðan á táknmáli í Vanja frænda. Römmunin minnir svolítið á In the mood for love. Þetta er kvikmynd fyrir fólk sem er ekki að flýta sér, sem hefur gaman af listamannarúnki, djúpum pælingum og yfirborðskenndum og „dularfullum“ kvenpersónum.■ NIÐURSTAÐA: „Slow burn“ lista- verk en einnig góð kvikmynd til að leggja sig við. Svæfandi soðningur Að mati gagn- rýnanda er Drive My Car alls ekki slæm kvik- mynd. MYND/SKJÁSKOT ingunnlara@frettabladid.is Öðrum hluta af síðustu seríu Attack on Titan lauk nú á dögunum með mögnuðu sjónarspili. Um er að ræða vinsælustu Anime- þætti allra tíma, en þeir fjalla um baráttu mannkyns við mann ætu- risa. Risarnir marsera og örlög mannkynsins eru í höndum stríðs- manna og umskiptinga sem þurfa að mæta vini sínum sem hefur umbreyst í ógnvænlegt skrímsli. Síðasta serían skiptist í þrjá hluta og er von á lokakaflanum á næsta ári. ■ Mannæturisarnir marsera áfram thorvaldur@frettabladid.is Óskarsakademían hefur sett Will Smith í tíu ára bann frá Óskarsverð- launum eftir að hann sló grínistann Chris Rock utan undir á verðlauna- hátíðinni. Bannið var tilkynnt í gær, viku eftir að Smith sagði sig úr akademí- unni en hann hefur einnig beðið Rock afsökunar á hegðun sinni. Í opnu bréfi sem birt var í kjöl- far þess að 54 stjórnendur aka- demíunnar funduðu lýsti forseti akademíunnar, David Rubin, og framkvæmdastjóri hennar, Dawn Hudson, hegðun Smiths sem „óaf- sakanlegri“ og viðurkenndu að hafa ekki brugðist rétt við atvikinu, sem átti sér stað í beinni útsendingu. „Við biðjumst afsökunar á þessu. Við fengum tækifæri til að setja fordæmi fyrir gesti okkar, áhorfendur okkar og meðlimi akademíunnar víða um heim en brugðumst því – óviðbúinn hinu ófyrirséða,“ segir í yfirlýsingu akademíunnar. Þá lofaði akademían Chris Rock fyrir að hafa sýnt stillingu undir óvenjulegum kringumstæðum og þakkaði þeim sem voru viðstaddir atvikið sömuleiðis fyrir að sýna ró. Will Smith sagðist í yfirlýsingu bæði samþykkja og virða ákvörðun akademíunnar. ■ Will Smith bannaður í tíu ár Chris Rock og Will Smith elduðu grátt silfur á sviðinu í mars. 60 Lífið 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.