Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 96
Þetta er ekki bara eins og maður vinni einhverja skýrslu og geti svo bara farið heim og slappað af. Þetta er endalaus barátta. Það er augljóst hver vandi þessarar konu var og hve illa var staðið að þessu. Fátæk fjórtán barna móðir verður tekin af lífi í Texas síðar í þessum mánuði, nema orðið verði við beiðni um að stöðva aftökuna. Íslenskur réttarsálfræðingur, sem vinnur með verjendateymi hennar, hefur miklar efa- semdir um játningu hennar og telur hana saklausa. Gísli Guðjónsson, prófessor í rétt- arsálfræði, veitir sérfræðiálit í máli Melissu Lucio, bandarískrar konu af spænskum uppruna, sem var dæmd til dauða fyrir tólf árum og taka á af lífi í Texas í lok þessa mánaðar. Gísli er er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði. Hann er prófessor emeritus við King’s College í London og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Gísli var ráðinn sem sérstakur sérfræðingur starfshóps innanríkisráðherra, til að meta áreiðanleika framburðar og játninga sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og eiga niðurstöður hans í málinu stærstan þátt í því að málin voru endurupptekin. Gísli er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði áreiðanleika játninga og hefur 40 ára reynslu af sálfræði- legu mati á framburði vitna, þol- enda og sakborninga í yfir 1.000 málum víða um heim. Hann hefur gefið vitnisburði í fjölda mikilvægra sakamála þar sem sakfellingardóm- um yfir saklausu fólki hefur verið hnekkt. Aðspurður segir Gísli að hætt hafi verið við dauðarefsingar í þremur bandarískum málum eftir hans aðkomu. Í máli Melissu byggir Gísli á módeli sem hann hefur þróað um áhættuþætti sem haft geta áhrif á áreiðanleika játninga. Módelið er meðal annars byggt á aðferð sem Gísli notaði til að meta játningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en fimm hinna dómfelldu voru sýknaðir árið 2018, einkum á grund- velli sérfræðiálita Gísla. Átján dagar í aftöku Mál Melissu er meðal alvarlegustu mála sem Gísli hefur séð á ferli sínum og hann fullyrðir að Texas sé að fara að drepa saklausa konu. Melissa er 53 ára móðir fjórtán barna. Þegar hún var handtekin voru börnin tólf en hún bar þá tvíbura undir belti. Melissa varð fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns í barnæsku og flúði að heiman og giftist aðeins sextán ára gömul. Hún eignaðist fimm börn með manninum sínum en hann yfirgaf hana þegar hún var 24 ára gömul. Þegar hún var hand- tekin árið 2007 bjó hún ásamt sam- býlismanni og sjö börnum þeirra auk tveggja barna frá fyrra hjóna- bandi, í sárri fátækt í Texas. Í febrúar 2007 lést tveggja ára dóttir Melissu. Hún vaknaði ekki eftir síðdegislúrinn sinn. Böndin bárust strax að móður hennar. Melissa var handtekin tveimur tímum eftir að dóttir hennar lést og fimm lögreglumenn hófu strax yfirheyrslu sem tók fimm klukku- stundir. Til eru upptökur í hljóð og mynd af yfirheyrslunum og þar sést Melissa ítrekað neita því að hún hafi lagt hendur á barnið og valdið dauða þess. Lögreglumennirnir beittu miklum þrýstingi en hún hafði ekki lögmann sér til halds og trausts. Að lokum gafst hún upp og sagði: „Ætli ég hafi ekki gert þetta þá, ég ber ábyrgð á þessu.“ Þessi orð hennar voru túlkuð sem játning.  Nýtir lærdóm af Geirfinnsmáli til að stöðva dauðarefsingu Melissa Lucio á fjórtán börn. Árið 2007 var hún handtekin og síðar dæmd til dauða fyrir morð á tveggja ára dóttur sinni, Mariuh. Enginn hefur þó borið vitni um of- beldishegðun af hennar hálfu. Myndin er úr einkasafni og birt með leyfi Innocence Project. Mætir örlögum sínum eftir átján daga Melissa Lucio verður tekin af lífi 27. apríl næstkomandi, nema Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, stöðvi aftökuna. Mariah, tveggja ára dóttir hennar, lést í febrúar 2007, en hún vaknaði ekki eftir síðdegislúr. Við krufningu kom í ljós mar víða um líkama hennar. Talið var að höfuð- högg hefði verið dánarorsökin. Melissa hafði aldrei orðið upp- vís að ofbeldi og ítarlegar skýrslur af börnunum hennar leiddu ekki í ljós nein dæmi um ofbeldi í garð barnanna. Nokkur barna hennar höfðu tveimur dögum áður en Mariah lést, séð hana detta niður brattar tröppur fyrir utan heimili þeirra og byggir vörnin á því að mögulega hafi fallið verið orsök þess að hún lést tveimur dögum síðar. Ekkert barnanna gaf hins vegar skýrslu fyrir dómi. Í margra klukkustunda langri yfirheyrslu, seint sama kvöld og dóttir hennar lést, neitaði Melissa ítrekað að hafa valdið dauða dóttur sinnar eða beitt hana ofbeldi. Í lokin sagði hún þó: „Ætli ég hafi ekki gert þetta þá, ég ber ábyrgð á þessu.“ Þessi orð hennar voru túlkuð sem játning. Melissa hafði hvorki lögmann né aðra að- stoð sér til halds og trausts meðan á yfirheyrslunni stóð. Árið 2008 sakfelldi kviðdómur Melissu fyrir morð og dæmdi hana til dauða. Í áfrýjunum til æðri dómstóla var lögð áhersla á að meint játning hennar væri óáreiðanleg, enda hefðu yfirheyrslur yfir henni ekki farið eðlilega fram. Þá hefði rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómstólum verið verulega ábótavant. Þegar héraðssaksóknarinn Armando Villalobos ákærði Melissu fyrir morð, var hann að sækjast eftir endurkjöri sem héraðssak- sóknari Cameron-sýslu í Texas. Hann situr nú af sér 13 ára fangelsis- dóm fyrir kúgunar- og mútubrot. Meðal þeirra sem mótmælt hafa dauðarefsingunni og þrýst á ríkisstjórann að skerast í leikinn eru þingmenn ríkisþingsins í Texas, fólk sem sat í kviðdómi í málinu og þekktir áhrifavaldar á borð við Kim Kardashian. Þá hefur áhugi fjölmiðla á málinu aukist mjög, en málið fékk ekki mikla athygli þegar það fór fyrst fyrir dóm. Melissa Lucio með dóttur sína Mariah sem lést árið 2007. Myndin er úr einkasafni og birt með leyfi innocence project. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is 36 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.