Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 122
Já, það var alltaf spurn-
ingin: Hvernig myndi
Seabear hljóma núna?
Af því að við vorum
allt annað fólk fyrir 12
árum síðan. Við höfum
þróast sem tónlistar-
menn.
Sindri Már Sigfússon
Sóley Stefánsdóttir og Sindri
Már Sigfússon eru meðlimir
indí-sveitarinnar Seabear,
sem hefur snúið aftur eftir
tólf ára hlé. Sóley og Sindri
hafa aldrei hætt að vinna að
tónlist saman á þessu tíma-
bili, og segjast hafa átt auðvelt
með að falla aftur í Seabear-
hljómförin í verkefni sem ætti
að kæta gamla aðdáendur
sveitarinnar.
ninarichter@frettabladid.is
Indí-rok k sveitin Seabear var
stofnuð árið 2003. Sveitina skipa
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir,
Halldór Rag narsson, Kjar tan
Bragi Bjarnason, Örn Ingi Ágústs-
son, Sindri Már Sigfússon, einnig
þekktur fyrir Sin Fang, auk Sóleyjar
Stefánsdóttur. Sveitin sendir frá sér
nýja plötu eftir 12 ára hlé, sem ber
titilinn In another life.
Seabear þá og nú
Sindri og Sóley segjast hafa hist
reglulega, og oft hefur komið til tals
að blása lífi í sveitina að nýju. „Þetta
var alltaf eitthvert grín og svona
pæling,“ segir Sóley.
Sindri svarar: „Já, það var alltaf
spurningin: Hvernig myndi Seabear
hljóma núna? Af því að við vorum
allt annað fólk fyrir tólf árum síðan.
Við höfum þróast sem tónlistar-
menn,“ segir hann. „Það er fyndið að
blanda okkur öllum saman aftur, af
því að við erum svo ólík.“
Hann segir að meðlimir sveitar-
innar hafi alltaf verið ólíkir. „En svo
þegar bandið hætti að vera aktíft
held ég að fólk hafi enn þá meira
verið að fara út í sín eigin horn. Ekki
ég og Sóley samt, við höfum unnið
saman eiginlega alveg síðan bandið
hætti,“ segir hann og bætir við að
sveitin hafi lagt hljóðfærin á hill-
una í sátt og samlyndi, fyrir rúmum
áratug. „Það var ekkert dramatískt
þegar við hættum, þannig lagað,
þetta var bara komið gott,“ segir
hann og bætir við að planið hafi þó
aldrei verið að hætta alveg.
Þreytt eftir langan túr
Sóley tekur undir það. „En þetta
gerðist svo hratt, við gáfum út plötu
og vorum að túra rosalega mikið,“
segir hún. „Og erum heppin að vera
með þýskt útgáfufyrirtæki, þannig
að það var auðvelt fyrir okkur að
spila erlendis,“ segir hún. „Það var
rosa mikið af tónleikaferðum og
við vorum alveg þreytt eftir það.
Það er ein af ástæðunum fyrir að við
tókum pásu.“ Sindri jánkar því. „Já,
og þá vorum við búin að vera stans-
laust að túra í tvö ár,“ segir hann.
Aðspurð um hlustendahópinn
og hvort að hann hafi breyst eða
endurnýjast, svarar Sóley. „Þetta
er pottþétt sama fólkið, en maður
finnur að það er sami hópurinn
sem er búinn að bíða spenntur. Það
er fyndið að átta sig á að við erum
alveg 12 árum eldri,“ segir hún.
Ellefu börn á tólf árum
Sindri nefnir einnig barnalán
hljómsveitarmeðlima í því sam-
hengi. „Það er búið að bætast ansi
mikið af börnum í hljómsveitina,
þetta eru alveg ellefu börn! Við
erum bara komin með backup-
band,“ segir hann glettinn. „En við
náðum eiginlega bara að spila á
Airwaves á meðan við vorum að
vinna plötuna og svo kom Covid.
Það hefur ekkert verið í boði að
spila. En maður finnur að þetta er
fólk sem hefur fylgst með bandinu
lengi.“
Platan var að miklu leyti unnin í
samkomubanni og Sóley nefnir að
það heyrist. „Mér finnst svo fyndið
með þessa plötu, að við hittumst
ekkert mikið á meðan við vorum
að gera hana. Þar skín alveg í gegn
karakter hljómsveitarmeðlima,
hvaðan uppspretta laganna kom. Og
svo þarf að koma þessu fyrir í einni
plötu sem sándar svona – eins.“
Aðspurð um íslenskt tónlistar-
landslag þá og nú bendir Sindri á að
mörg sem voru að spila í þeirra senu
fyrir 12 árum síðan séu hætt í tónlist
og farin að gera aðra hluti. „En okkar
samtímafólk var rosalega sterkt
þegar við vorum í þessari senu. Við
vorum að ferðast svo mikið saman,“
segir hann.
„Við ferðuðumst með múm og
Benna Hemm Hemm og Hudson
Wayne, sem er alveg hægt að gera
þegar maður er 25 ára,“ segir Sindri.
„Ekki þegar maður er aðeins eldri en
það, þá verður það erfiðara.“ Hann
segist sjá það í tónlistarsmekk sinna
barna að þau séu ekki upptekin af
tónlistarstefnum. „Þau hlusta bara
á allt sem þeim finnst skemmtilegt.
Landamærin að óskýrast
Sóley tekur undir það. „Mér finnst
skemmtilegt hvað landamæri tón-
listarstefna eru orðin óskýrari.
Maður er einhvern veginn bara að
gera allt og leggja sína bestu vinnu í
það. Það skiptir ekki máli hvað það
heitir,“ segir hún.
Stórum hljómsveitum fylgja
f lækjustig. „Eitt vandamálið við
þetta band er að við erum til dæmis
búin að reyna að plana myndatöku
í þrjá mánuði. Það er aldrei þannig
að allir komist á sama tíma,“ segir
Sindri.
Þrátt fyrir það sé mannaskipan
sú sama og þegar Seabear tók pásu
fyrir tólf árum og Sóley segir að
enginn sé hættur. „En alltaf þegar
ég hugsa um Seabear hugsa ég um
tónleika á sumrin í Reykjavík. Við
höfum gert mikið af því og það er
mjög Seabear-legt,“ segir hún.
Aðspurður hvort að um sé að
ræða nostalgíukast fyrir gamla
Seabear-aðdáendur, svarar Sindri.
„Já, ég held að við höfum dottið
bara í sömu förin frekar auðveld-
lega. Ég man að þegar við gerðum
fyrsta lagið sagði bróðir minn:
Þetta hljómar mjög Seabear-lega,“
segir hann. „En það er skemmtilegt
þegar það er sía af sex skoðunum
og þá kemst maður að niðurstöðu
sem maður myndi aldrei komast að
einn. En þetta eru stundum langir
Facebook-þræðir, segir Sindri og
hlær. ■
Sígræn Sóley og Sindri í Seabear
taka upp þráðinn eftir tólf ára hlé
Sindri Már Sigfússon og Sóley Stefánsdóttir segja Seabear-sveitina stefna á útgáfutónleika í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kokteiláhugafólk getur glaðst um
helgina, en Reykjavík Cocktail
Weekend stendur nú yfir og lýkur á
sunnudag. Um helgina býður fjöldi
veitingastaða upp á sérstaka kok-
teila af þessu tilefni.
Hluti af viðburðinum er Íslands-
mót barþjóna sem fram fór í Gamla
Bíói á miðvikudag, þar sem Reginn
Galdur Árnason á Nauthól fór með
sigur úr býtum með drykkinn
Galdur, og vann einnig sérstök verð-
laun fyrir faglegustu vinnubrögðin.
Reginn Galdur mun í framhaldinu
keppa fyrir Íslands hönd á heims-
meistaramóti barþjóna á Kúbu í
haust.■
Kokteiláhugafólk
kætist um helgina
Below Deck eru raunveruleikaþættir
sem gerast um borð á leigu snekkjum.
Áhorfendur fylgjast með tíu manna
áhöfn sem samanstendur af litríkum
persónum, og ekki er laust við átök í
þröngu rýminu undir pressu, þegar
þjóna skal ríkasta fólki heims.
Áhöfnin virðist þó ansi sátt, en
þjórféð sem hún þiggur af gestum
getur hlaupið á hundruðum þús-
unda fyrir staka ferð sem tekur að
jafnaði tvo daga. Að því gefnu að allt
gangi hnökralaust fyrir sig. Þegar
komið er í land sturtar áhöfnin í sig
áfengi og losar um spennu og deilu-
mál á misuppbyggilegan máta, áður
en sagan endurtekur sig með nýja
gesti um borð.
Fyrsta þáttaröð kom út árið 2013
en þættirnir njóta mikilla vinsælda
og hafa alls 122 þættir verið fram-
leiddir.
Below Deck eru í senn raunveru-
leikaþættir af gamla skólanum og
ferðaþættir, en áhöfnin heimsækir
marga af eftirsóttustu ferðamanna-
stöðum heims. Hægt er að nálgast
þættina á Netflix. ■
ninarichter@frettabladid.is
Pink Floyd hefur sent frá sér fyrsta
lagið í 28 ár og er tilefnið mót mæla-
aðgerð við stríðsrekstur Rússa í
Úkraínu. Rödd úkraínska tónlist-
armannsins Andríjs Khlíjvníjuk úr
hljómsveitinni BoomBox er notuð
í lagið, en David Gilmour, söngvari
Pink Floyd, kynntist Khlíjvníjuk
þegar þeir spiluðu saman á góð-
gerðarsamkomu árið 2015.
David Gilmour talar umbúða-
laust í viðtali við breska blaðið The
Guardian, þar sem hann segir: „Það
er mjög erfitt og frústrerandi að
sjá þessa gríðarlega sturluðu, ólög-
mætu árás af hendi stórveldis gegn
sjálfstæðu, friðsælu lýðræðisríki.
Geðshræringin sem fylgir því að
horfa upp á þetta, og hugsa: Hvað í
fjandanum get ég gert? Er eiginlega
óbærileg,“ segir söngvarinn.
Pink Floyd hefur því sent frá sér
lagið Hey hey, Rise up, þar sem rödd
Khlíjvníjuks er notuð. Lagið kom út
á miðnætti aðfaranótt föstudags.
Ágóði af útgáfunni rennur óskiptur
til hjálparstarfs í Úkraínu. Lagið má
nálgast á helstu streymisveitum.
Gilmour hafði gefið út fyrir
örfáum árum að bandið væri hætt
með öllu og myndi ekki senda frá
sér tónlist aftur. Honum snerist
hugur í kjölfar innrásarinnar í
Úkraínu. Hann nefnir einnig per-
sónulega tengingu í því samhengi
en tengdadóttir Gilmours, Janina,
er frá Úkraínu, og barnabörnin hálf-
úkraínsk. ■
Pink Floyd gefur út lag til stuðnings Úkraínu
David Gilmour
hefur persónu-
lega tengingu
við Úkraínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
■ Glápið
Þrætt undir
þilfarinu
62 Lífið 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ