Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 75
Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og í Keflavík eru lausar til
umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru
fjölbreytt og lifandi og þau henta fólki af öllum kynjum.
Í tengslum við ráðningu tollvarðar þarf að þreyta inntökupróf/þrekpróf,
en nánari upplýsingar um það er að finna á vefslóðinni
https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof
Starf tollvarðar felur m.a. í sér:
• Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna.
• Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
• Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum,
póstsendingum og með farþegum.
Menntunar– og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
• Greiningarhæfileikar.
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
• Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Almenn ökuréttindi.
Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og
að geta framvísað hreinu sakavottorði.
Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun
er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni,
talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.
Umsóknir skulu fylltar út á vef Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar
upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf
að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um starfskjör, réttindi og skyldur
gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar
ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.
Nánari upplýsingar um störfin í Reykjavík veitir Baldur Búi Höskuldsson í síma
442-1000 eða með tölvupósti á baldur.b.hoskuldsson@skatturinn.is, en upplýsingar
um störfin í Keflavík veitir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir í síma 442-1000 eða með
tölvupósti á gudrun.s.rikardsdottir@skatturinn.is
Tollverðir
Spennandi störf í lifandi umhverfi
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
skatturinn.is
Ábyrgð á starfsemi
íþróttamannvirkja
Rekstur og dagleg stjórnun
Starfsmannamál
Stefnumótun og gerð starfs- og
fjárhagsáætlana
Náið samstarf við Íþróttabandalag,
skólasamfélag og aðra sem sinna
tómstundarmálum
Helstu verkefni og ábyrgð:
Akranes.is
Akraneskaupstaður auglýsir lausa til
umsóknar stöðu forstöðumanns
íþróttamannvirkja
Umsóknafrestur er til og með 21. apríl
Nánari upplýsingar veitir Valgerður Janusdóttir
sviðsstjói skóla- og frístundasviðs í síma 433-1000
eða á netfanginu
valgerdur.janusdottir@akranes.is
Sótt er um rafrænt í gegnum alfred.is
Stekkjaskóli - laus störf
Vilt þú taka þátt í því að
byggja upp sterka liðsheild
í nýjum grunnskóla á Selfossi?
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til
starfa haustið 2021. Í dag fer starfið fram í færanlegum
kennslustofum og í lok árs verður tekin í notkun 1. áfangi
nýbyggingar skólans. Á komandi hausti verða um 160 nem-
endur í 1.-5. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500
nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á
teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi
skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af mennta-
stefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann
sem lifandi lærdómssamfélag.
• Verkefnastjóri og kennari í upplýsingatækni
• Umsjónarkennarar í 1.-5. bekk, fjórar stöður
• Matreiðslumaður
• Húsvörður
• Stuðningsfulltrúar, tvær 70% stöður
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2022.
Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna
í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika
samfélagsins.
Nánari upplýsingar um störfin veita
Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is,
sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir,
aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is, sími 480-1600.
Sjá einnig heimasíðu skólans www.stekkjaskoli.is .
Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rök-
stuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum
skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins
http://starf.arborg.is/.
Þarftu að ráða
starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770
www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir
sig í ráðningum og
mannauðs ráðgjöf.
Við komum til móts
við þarfir fyrirtækja
og sérsníðum
lausnir sem henta
hverjum viðskiptavini.