Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 43
Advania leggur mikla áherslu á að skapa fjöl- skylduvænar aðstæður og gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi. Þar er líka starfsemi sem er ætlað að veita kvenkyns starfs- mönnum innblástur og auka fjölbreytni í tæknigeiranum, enda skapar jöfnuður alltaf betri og heilbrigðari fyrir- tæki. „Advania á rætur sínar að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu á skrif- stofubúnaði. Árið 2012 sameinast svo SKÝRR, HugurAx, Kerfi AB í Svíþjóð og Hands AS í Noregi og Advania verður til. Í dag starfa svo rúmlega 600 sérfræðingar hjá Advania við að einfalda dagleg störf viðskiptavina með snjallri nýtingu á upplýsingatækni,“ segir Íris Sigurðardóttir, kerfisstjóri hjá Advania. „Ég myndi segja að einstak- lega gott starfsumhverfi þar sem er stutt við starfsfólk og því gefið tækifæri að þróast í starfi sé sérstaða Advania, en fyrirtækið leggur sig líka fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Þjón- ustulundin er ríkjandi í vinnuum- hverfinu og maður finnur hana vel, sérstaklega í samskiptum við samstarfsfólk, sem er alltaf til í að aðstoða hvert annað.“ Tæknigeirinn er fjölskylduvænn „Það er mikill vilji innan veggja Advania til að fá fleiri konur til sín og bara inn í þennan geira almennt. Hér starfar fólk sem hefur ástríðu fyrir því sem það gerir, hvort sem það snýr að tækni eða jafnréttismálum. Advania hefur líka markvisst verið að hvetja konur til að koma í tækni- geirann síðustu ár,“ segir Íris. „Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Advania af stað með átak ásamt Íslandsbanka, NTV og Promennt, þar sem konur voru hvattar til að sækja sér nám í kerfisstjórnun en hlutfall kvenna í kerfisstjórnun hefur verið töluvert lægra en í tölvunarfræði og hugbúnaðar- verkfræði. Það átak varð til þess að ég ákvað sjálf að sækja um og Advania styrkti mig að hluta í því námi. Ég kláraði námið um ára- mótin og nú starfa ég sem kerfis- stjóri innan rekstrarlausna. Ég verð að viðurkenna að ég var smá stressuð þegar ég ákvað fara í nám með fram vinnu og með fjölskyldu, en ég hugsaði að þetta hlyti að reddast!“ segir Íris. „Þetta reyndist vissulega krefjandi ár, en það var innilega þess virði. Advania sýndi mér mikinn stuðning meðan á náminu stóð og ég gat nýtt mér sveigjanlegan vinnutíma. Í raun er vinnuumhverfið í tækniheiminum sniðið fyrir konur, því það er svo fjölskylduvænt. Þú getur auðveld- lega unnið heima og möguleikinn á sveigjanlegum vinnutíma er marg- falt meiri. Svo eru líka næg tækifæri til að þróast í starfi.“ Fékk að blómstra í nýsköpun Erla Harðardóttir er vörustjóri og vörueigandi og sinnir verkefna- stýringu hjá Advania. „Sem vörustjóri fæ ég að móta sýn, stefnu og vegvísi varanna sem ég er í forsvari fyrir. Þetta er gríðar- lega skemmtileg og fjölbreytt vinna og enginn dagur er eins,“ segir hún. „Ég var svo heppin að fá að taka þátt í risastóru nýsköp- unarverkefni síðustu ár í formi stafrænnar viðburðalausnar, sem við köllum Velkomin. Hugmyndin vaknaði þegar halda þurfti hina árlegu Haustráðstefnu Advania í stafrænum heimi vegna samkomu- takmarkana, en krafan þá var gagnvirk lausn sem myndi fanga athygli þátttakenda og skapa upp- lifun sem var sem næst því að vera á staðnum. Þessi nýsköpun gerði það að verkum að einstaklingarnir sem komu að lausninni urðu hratt sér- fræðingar í stafrænum viðburðum og við höfum aðstoðað ótal samtök og fyrirtæki við að koma viðburðahaldinu þeirra á netið, að hluta til eða alveg,“ segir Erla. „Þetta spilar stórt hlutverk í sjálf- bærnistefnum flestra fyrirtækja, en með því að taka skrefið og hafa viðburði að hluta til eða alveg staf- ræna er hægt að minnka kolefnis- spor þeirra umtalsvert. Ég er lærður tölvunarfræðingur og kom inn í fyrirtækið sem slíkur. Advania er hins vegar kjörinn staður til að þróast í starfi og ég hef fengið að prófa og læra ýmislegt sem ég er mjög þakklát fyrir. Mig langaði alltaf að spreyta mig á verkefnastýringu og þegar ég tók við stafrænu viðburðalausninni Velkomin var eins og það starf hefði verið búið til fyrir mig,“ segir Erla. „Það er mjög dýrmætt að fá að taka þátt í að móta starf frá grunni og bæta við sig eftir því sem maður treystir sér til.“ Dýrmætt að fá leiðsögn frá konum Advania er með svokallað kven- mentor-prógramm innanhúss og Erla hefur notið aðstoðar leiðtoga í gegnum það. „Það gengur út á að veita konum innan fyrirtækisins innblástur og auka fjölbreytni í tæknigeir- anum. Ein leið til þess er að fjölga kvenfyrirmyndum og efla konur í starfi með því að miðla þekkingu og reynslu þeirra á milli,“ segir Erla. „Það er ótrúlega dýrmætt að setjast niður með reyndum leið- toga og fá ráð og geta fengið svör við spurningum og vangaveltum. Ég vonast til að koma út úr pró- gramminu með aukið sjálfstraust, aukna sjálfsþekkingu og betri markmiðasetningu. Það er mikilvægt að hafa kven- fyrirmyndir í tækni vegna þess að tæknigeirinn hefur alltaf verið litaður af karlmönnum – og þá sérstaklega leiðtogahlutverkin. Þegar ég byrjaði í tölvunarfræði voru aðeins örfá ár frá því að það var hægt að telja fjölda kvenna í náminu á annarri hendi,“ útskýrir Erla. „Nú eru sífellt f leiri konur að sækja um nám í tæknigeiranum og það er mikilvægt fyrir þær að hafa fyrirmyndir. Það gefur þeim aukinn eldmóð og kraft til að stefna hærra og konur eiga alveg jafn mikið erindi á toppinn í tæknigeiranum og karlar. Ég myndi vilja hvetja allar konur sem hafa einhvern áhuga á tækni til að kynna sér málið almenni- lega. Þetta er gríðarstór heimur með óendanlegum starfsþró- unarmöguleikum sem er ótrúlega gaman að vera partur af,“ segir Erla. Jöfnuður skapar betri fyrirtæki „Í Microsoft-heiminum er hver dagur ólíkur. Við leggjum alltaf áherslu á viðskiptavini okkar en líka á að bæta kerfi, ferla og söluaðferðir, ásamt því að fylgjast með hinum stöðugu breytingum í heimi Microsoft,“ segir Beren- ice Barrios, deildarstjóri Micro- soft lausna. „Þegar ég byrjaði hjá Advania í maí 2020, á hápunkti heimsfaraldursins, vissi ég að ég þyrfti að skapa starfshóp sem gæti sinnt nýsköpun, miðaði að stöðugri þróun og stæði ekki á sama í nýjum og breyttum heimi. Það þýddi að ég þurfti að leita að nýju fólki og það vildi svo til að konur uppfylltu þessar kröfur. Það er eitthvað sérstakt sem gerist þegar kynjahlutföll verða jöfn í starfshópum og deildum. Það breytti menningunni í fyrirtækinu okkar og fyrir vikið varð fjölbreyti- leiki kynjanna í deildinni okkar mun meiri. Nú er meiri samvinna og nýjar hugmyndir og sjónarhorn komu fram,“ segir Berenice. „Til að vera heilbrigðara fyrir- tæki með meiri jöfnuð þurfum við að sýna í verki að við styðjum jafnrétti kynjanna og sýnileika minnihlutahópa og fólks með ólíkan bakgrunn,“ segir Berenice. „Við þurfum fleiri konur í tækni og leiðtogastöðum og við þurfum fleiri bandamenn til að komast þangað.“ Valdefling bandamanna skiptir öllu „Ég hef lært að það áhrifaríkasta sem hægt er að gera fyrir aðra er að valdefla þá. Hurðin opnast ekki bara fyrir konum. Ég hef enst í meira en fimmtán ár í þessum geira og kem frá landi með karl- læga menningu, en komst samt í leiðtogahlutverk í einu stærsta tæknifyrirtæki Íslands vegna þess að ég hafði aðgang að tæki- færum sem aðrir höfðu ekki,“ segir Beren ice. „Auðvitað vann ég hörðum höndum til að nýta þau til fullnustu, en það voru tengslin sem ég skapaði og aðrir sköpuðu fyrir mína hönd, sem komu mér á framabrautina. Við þurfum að vera bandamenn fyrir aðra ef við viljum skapa tæknigeira og land þar sem jöfn- uður ríkir. Þá stendur fólk aldrei eitt og ef fólki líður ekki eins og það standi eitt verður auðveldara fyrir það að leggja sitt af mörkum og finna sjálfsöryggi til að segja hluti sem fara gegn straumnum eða bjóða upp á nýtt sjónarhorn,“ segir Berenice. „Að valdefla ein- hvern þýðir að stíga fram og vera virkur bandamaður þeirra.“ n Leggja áherslu á jöfnuð til að styrkja fyrirtækið Erla Harðar- dóttir, Íris Sigurðardóttir og Berenice Barrios eru mjög ánægðar hjá Advania. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTONBRINK Það er mikilvægt að hafa kvenfyrir- myndir í tækni vegna þess að tæknigeirinn hefur alltaf verið litaður af karlmönnum – og þá sérstaklega leiðtogahlut- verkin. Erla Harðardóttir kynningarblað 5LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 konur í uppLýsingatækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.