Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 60
Kennarar
Verzlunarskóli Íslands auglýsir lausar stöður
kennara fyrir skólaárið 2022-2023.
Kennari í íslensku
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í íslensku.
Kennari í viðskiptagreinum
Auglýst er eftir kennara í 100% starf í
viðskiptagreinum.
Hæfnikröfur:
Háskólapróf í viðkomandi greinum.
Kennsluréttindi.
Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur.
Við bjóðum:
Góða vinnuaðstöðu.
Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen,
skólastjóri.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl og skal senda
umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
gunninga@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1000 nemendur.
Skólinn er bekkjaskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi
brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt
lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða
einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra
hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.
Fylltu út umsókn á kronan.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl.
Nánari upplýsingar veitir: Jón Ingi Einarsson joningi@kronan.is eða í síma: 824 8596
Sérfræðingur í vörustýringu
Í boði er krefjandi, fjölbreytt og spennandi starf fyrir öflugan
einstakling til að sinna starfi sérfræðings í vörustýringu hjá Krónunni.
Vörustýring Krónunnar hefur umsjón með pöntunum inn í vöruhús frá innlendum
og erlendum birgjum, sér um dreifingu vara til viðskiptavina, ofl.
www.kronan.is
Erum við
að passa
saman?
Helstu verkefni eru:
• Pantanir frá innlendum og erlendum birgjum
• Birgðastýring og dreifingar til viðskiptavina
• Samskipti við flutningsaðila, vöruhús og viðskiptavini
• Umbótaverkefni
• Ýmis önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð almenn tölvuþekking
• Góð greiningarhæfni og þjónustulund
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Þekking á AGR og Navision kostur
Yfirþroskaþjálfi/
deildarstjóri
Kastalagerði
Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa eða deildarstjóra
til starfa á heimili í Kastalagerði, Kópavogi.
Starfshlutfallið er 80 %, dagvinna og ein helgi í mánuði.
Staðan er laus frá 01.06.2022.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ber ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann
• Ber ábyrgð á að þjónustuáætlanir séu uppfærðar og
byggðar á óskum íbúa og fagleg mati • Tryggir að sjálfsákvörðunarréttur íbúa sé virtur og að veitt
sé einstaklingsmiðuð þjónusta
• Veitir íbúum stuðning og ráðgjöf í daglegu lífi
• Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
• Eftirlit með líkamlegu og andlegu heilsufari íbúa
• Kemur að starfsmannamálum í samvinnu við forstöðumann
• Veitir starfsmönnum faglega fræðslu og ráðgjöf
• Vinnur að gæðaviðmiðum og lýsingum
• Staðgengill forstöðumanns í lengri fjarveru.
Hæfniskröfur:
• B.A.próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi
hugmyndfræði
• Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta ásamt góðrar íslensku- og
enskukunnáttu
• Að minnsta kosti 3 eða 5 ára starfsreynsla í sambærilegu
starfi
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 21.04.2022.
Nánari upplýsingar veitir Lára Rannveig Sigurðardóttir í síma 568-0206 á virkum dögum. Atvinnuumsókn ásamt
ferilskrá sendist á lara@styrktarfelag.is
Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.
Ás styrktarfélag hefur fengið vottun
á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum
launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Umsóknarfrestur
er til og með
24. apríl nk.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um
starfið á vefsíðu nni www.fastradningar.is og láta
fylgja með ferilskrá og kynningarbréf.
Starfssvið:
• Stefnumótun, stjórn og ábyrgð á skipulagi
daglegs starfs
• Ábyrgð gagnvart sveitarstjórn á
fjárhagsáætlunum og rekstri
• Fagleg forysta
• Ráðningar og starfsmannastjórnun
• Samstarf við fræðslunefnd og foreldra-
samfélagið
• Vinna með starfsmönnum að
sameiginlegum markmiðum leikskólans
Gerð er krafa um:
• Kennaramenntun eða aðra uppeldismenntun
• Menntun og/eða reynslu af stjórnun og
rekstri sem nýtist í starfi
• Mikla skipulagshæfileika
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Mikla hæfni í samskiptum
Lögð er áhersla á:
• Að börnin þroskist og dafni í leik og starfi
• Gott samstarf og samvinnu við
forráðamenn og íbúa sveitarfélagsins
• Gott samstarf við grunnskóla
sveitarfélagsins, Flóaskóla
Flóahreppur auglýsir eftir leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg. Um er að ræða 100% starf.
Leikskólinn Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli sem þjónar um 45 börnum frá 12 mánaða aldri
til 6 ára aldurs. Starfsemi leikskólans fer fram í nýlegu, mjög rúmgóðu húsnæði í Þingborg við
Suðurlandsveg. Laun og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags. Leitað er að starfsmanni með kennaramenntun eða aðra uppeldis-
menntun og reynslu af stjórnun og starfi innan leikskóla. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2022.
Frekari upplýsingar veita sveitarstjóri Flóahrepps Eydís Þ. Indriðadóttir í síma 480 4370,
floahreppur@floahreppur.is og leikskólastjóri Sara Guðjónsdóttir í síma 866 2732, sara@floahreppur.is
Viltu starfa hjá heilsueflandi samfélagi og leggja línurnar hjá Grænfánaskóla?
LEIKSKÓLASTJÓRI Í KRAKKABORG
16 ATVINNUBLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR