Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 89
Við erum lánsöm að hafa afar fjöl- breyttan hóp innan Stafræns Íslands. Kynja- hlutfallið er jafnt, sem ég er afar stolt af, enda hef ég nánast aldrei unnið í slíku umhverfi. Frá því að ég var eina konan í tímum í háskólanum og í gegnum allan minn hugbúnaðarferil hef ég alltaf verið í minnihluta sem kona. Ég er líka svo glöð að hugbúnaðar- teymin sem við vinnum með eru mjög fjölbreytt, það er gefandi að vinna í slíku umhverfi. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tækni - og þróunarstjóri Stafræns Íslands, var fyrsta konan sem útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands fyrir 20 árum, en á þeim tíma var þetta nýtt nám. Í störfum sínum í tæknigeiranum síðan þá hafa konur löngum verið í minnihluta á hennar vinnustöð- um og stundum hefur hún verið eina konan í hópi karla. Stafrænt Ísland er fyrsti vinnustaðurinn sem hún vinnur á þar sem algert jafnræði er milli kynja. „Sem betur fer hafa margar stelpur útskrifast á eftir mér. Ég hef unnið í hugbúnaðargeiranum alveg frá útskrift, fyrir utan þau tvö ár sem ég stundaði mastersnám í stafrænni hönnun við háskólann í Edinborg. Ég hef prófað mig áfram í geir- anum og ætli ég hafi ekki sinnt öllum störfum sem koma að því að þróa hugbúnað. Ég hef meðal annars verið forritari, prófari, vörustjóri og framkvæmdastjóri. Í seinni tíð hef ég aðallega komið að því að stýra hugbúnaðarteymum og verkefnum og hef bætt við mig MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík til að styrkja mig í þeim hlutverkum.“ Hrefna starfar hjá Stafrænu Íslandi, en hlutverk þess er að búa til lausnir er snúa að því að bæta opinbera þjónustu í samstarfi við stofnanir, með það að markmiði að létta og einfalda líf landsmanna. „Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem hafa áhrif á þitt eigið líf og í raun allra í kringum þig. Ég þurfti til dæmis að sækja um vegabréf fyrir son minn um daginn sem krafðist útprent- unar, undirskrifta og bílferða. Þá var svo gaman að hugsa til þess að Stafrænt Ísland er einmitt að vinna að því með sýslumönnum og Þjóð- skrá að gera þetta ferli stafrænt til að stytta sporin og spara tíma. Það er rosalega gefandi að vinna að slíkum verkefnum. Við erum líka í mjög tæknilega krefjandi verkefnum eins og nýrri innskráningarþjónustu, en þar fær nördinn í manni að blómstra. Verkefnin hjá Stafrænu Íslandi finnast mér spennandi því að hér höfum við tækifæri til að endur- hugsa hluti eins og tæknilega inn- viði og nýta okkur nýjustu tækni eins og skýjaþjónustur og sjálf- virkni við útgáfur hugbúnaðar.“ Notandinn í fyrsta sæti Hjá Stafrænu Íslandi starfa 12 manns en verkefnastofan er hluti af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Við vinnum öll okkar verkefni með helstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins í gegnum þverfaglegt útboð. Ekki líður sá dagur að maður læri ekki eitthvað nýtt, en sam- starfsaðilar okkar eru með ótrúlega frjótt og útsjónarsamt starfsfólk sem hefur notandann alltaf í fyrir- rúmi. Verkefnin eru unnin í sam- starfi við stofnanir sem hafa tekið vel í stafræna umbreytingu því að þær vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Ég held að ég geti fullyrt að við séum öll stolt af því að vinna að þessum verkefnum í sameiningu.“ Fjölbreytni tryggir betri þjónustu Hrefna segir að ef búa eigi til hugbúnað sem nær til fjölbreytts notendahóps, verði hugbúnaðar- teymin sem þróa hann að vera fjölbreytt sömuleiðis. „Maður er gjarn á að hugsa veruleikann bara út frá sjálfum sér og þess vegna er mikilvægt fyrir vinnuveitendur að hafa fjölbreyttan hóp sem kemur að þróun hugbúnaðar. Þegar ég segi fjölbreytni á ég ekki bara við blöndun kynja heldur líka fjöl- breytni í aldri, uppruna og reynslu. Við erum lánsöm að hafa afar fjölbreyttan hóp innan Staf- ræns Íslands. Kynjahlutfallið er jafnt, sem ég er afar stolt af, enda hef ég nánast aldrei unnið í slíku umhverfi. Frá því að ég var eina konan í tímum í háskólanum og í gegnum allan minn hugbúnaðar- feril hef ég alltaf verið í minni- hluta sem kona. Ég er líka svo glöð að hugbúnaðarteymin sem við vinnum með eru mjög fjölbreytt, það er gefandi að vinna í slíku umhverfi.“ Jafnt kynjahlutfall og fjölbreytt reynsla Hrefna segir mikilvægt að konur grípi tækifærin þegar þau gefast. „Þegar ég var beðin um að taka að mér að vera tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands, efaðist ég fyrst um sjálfa mig og fannst ég ekki vera fær um að sinna slíku hlutverki, enda hafði ég ekki forritað í mörg ár. Við konur og stelpur erum gjarnar að hugsa svona og efast um okkur sjálfar. Ég áttaði mig hins vegar fljótt á því að ég kem með aðra reynslu að borðinu þegar kemur að hugbúnaðargerð og er góð í alls konar öðru en akkúrat forritun. Það er líka ástæðan fyrir því að maður umkringir sig góðu samstarfs- fólki, því að maður getur ekki verið bestur í öllu sjálfur.“ Hún segir mikilvægt fyrir konur að þora að stökkva því að þær séu fyrirmyndir næstu kynslóða. „Ég er svo stolt af því að dætur bróður míns, sem eru þær fyrstu af þeim ættlið í fjölskyldunni til að velja sér háskólanám, hafa báðar valið sér hugbúnaðarverkfræði. Þó að ég eigni mér ekki heiðurinn af því, enda eru báðir foreldrar þeirra í tæknibransanum, þá hef ég að minnsta kosti lagt mitt af mörkum til að vera sterk kvenfyrirmynd í tæknigeiranum fyrir þær og aðrar stelpur.“ Að sögn Hrefnu eru störf innan hugbúnaðargeirans ótrúlega fjöl- breytt og menntun í verkfræði og tækni mun alltaf koma sér vel. „Ég byrjaði ferilinn sem forritari og það hefur hjálpað mér gríðarlega að hafa þennan grunnskilning við að stýra stórum og flóknum hugbún- aðarverkefnum. Þess vegna mæli ég eindregið með því fyrir stelpur að prófa það starf. Ég nefni það sér- staklega því að mér hefur fundist kynjahallinn mestur þar innan geirans.“ Hugbúnaðargerð helsta áhugamálið Hrefna og maður hennar, Tryggvi Jónsson, búa í Kópavogi ásamt fjórum börnum sínum og að sögn Hrefnu eru þau samsett nútíma fjölskylda. Tryggvi er líka verk- fræðingur og vinnur hjá Marel við hugbúnaðargerð og því má segja að þau hjónin lifi og hrærist í tæknimálum. „Hugbúnaðargerð er bæði vinnan okkar og áhugamál en við settum okkur einhvern tímann reglu í gríni að tala ekki um vinnutengd mál fyrr en við erum komin með kaffibolla í hönd. Líf okkar utan vinnu snýst mikið í kring um krakkana okkar en þau eru á þeim aldri að íþróttamót, tónleikar og fleira í þeim dúr er fyrirferðarmikið. Annars elskum við að ferðast saman og vera úti í náttúrunni og kynna krakkana fyrir nýjum stöðum og upplif- unum,“ segir Hrefna Lind Ásgeirs- dóttir að lokum. ■ Fjölbreytni lykill að betri lausnum Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands, var fyrsta konan sem útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kynningarblað 11LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 Konur í upplýsingatæKni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.