Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 2
Þetta stríð er ömurlegt
og ég held að það séu
allir sammála þeim
aðgerðum sem eru í
gangi.
Gunnþór Ingva-
son, stjórnar-
maður í Rúss-
nesk-íslenska
viðskiptaráðinu
Lögðu blóðug leikföng við sendiráðið
Einn stjórnarmaður í rúss-
nesk-íslenska viðskiptaráðinu
segir óeðlilegt að stunda
viðskipti við Rússland í dag,
en annar að það sé persónu-
leg ákvörðun fyrirtækja. 36
fyrirtæki eru í ráðinu, þar á
meðal nokkur af þeim stærstu
á landinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Rússnesk-íslenska við-
skiptaráðið hefur ekki verið lagt
niður eftir að stríðið í Úkraínu
hófst og stjórnarmaður veit ekki
til úrsagna úr félaginu. 36 íslensk
fyrirtæki eiga aðild, þar á meðal
stórfyrirtæki á borð við Samherja,
Brim, Marel, Lýsi hf. og Kaupfélag
Skagfirðinga.
„Ég lít svo á að félagið sé í hálf-
gerðum dvala,“ segir Gunnþór
Ingvason, stjórnarmaður og forstjóri
Síldarvinnslunnar. Ekki sé eðlilegt
sé að stunda viðskipti við Rússland
í dag. „Þetta stríð er ömurlegt og ég
held að það séu allir sammála þeim
aðgerðum sem eru í gangi.“
Aðspurður um Síldarvinnsluna
segir Gunnþór hana ekki hafa verið
í viðskiptum við Rússland síðan
matarinnflutningsbann var sett á
árið 2015.
Rússnesk-íslenska viðskiptaráðið
heyrir undir Viðskiptaráð og tók til
starfa árið 2019. Tilgangurinn er að
viðhalda góðum viðskiptatengslum
milli landanna.
Í janúar hætti Ari Edwald sem for-
maður ráðsins. Hann sat fyrir hönd
Mjólkursamsölunnar og Ísey skyrs
en var rekinn eftir ásakanir um kyn-
ferðisbrot gegn Vítalíu Lazarevu.
Í gær greindu Mjólkursamsalan
og Kaupfélag Skagfirðinga frá því
að framleiðslu Ísey skyrs í Rússlandi
væri hætt en Fréttablaðið greindi frá
því á fimmtudag að salan væri enn í
gangi, mánuði eftir að stríðið hófst.
Nýr formaður ráðsins er Tanya
Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
Ekki náðist í hana fyrir vinnslu
þessarar fréttar.
„Viðskiptaráðið er ekki hætt.
Starfsemi er í gangi,“ segir Natalia
Yukhnovskaya, stjórnarmaður sem
situr fyrir iCan í Grindavík sem
selur þorskalifur. „Ráðið fundaði
eftir að stríðið byrjaði og ræddi
hvaða erfiðleika við erum að stríða
við. Við erum svolítið í pásu og
bíðum og sjáum hvað gerist næst.“
Natalia segir fyrirtækin hafa átt
í erfiðleikum með að fá greiðslur
og að samskiptin milli landanna
gangi erfiðlega. Hafi Viðskiptaráð
ætlað að hafa milligöngu um að
koma upplýsingum til utanríkis-
ráðuneytisins um þá erfiðleika sem
fyrirtækin standi frammi fyrir.
„Það er persónuleg ákvörðun
hvers og eins fyrirtækis,“ segir hún
aðspurð, um hvort það sé siðferðis-
lega rétt að stunda viðskipti við
Rússland meðan stríðið geisi. Hún
segir fólk hafa mismunandi skoðan-
ir á því hvort eigi að halda áfram að
stunda viðskiptin eða hætta þeim.
Enginn styðji þó þetta stríð.
„Við reynum að stíga varlega til
jarðar og taka engar ákvarðanir
í f lýti,“ segir hún um framhaldið.
Stefnt er að því að halda ársfund
félagsins í apríl eða maí. ■
Rússnesk-íslenska ráðið
starfar í hálfgerðum dvala
Anton Vasilev, þáverandi sendiherra Rússlands, Guðlaugur Þór Þórðarson,
þáverandi utanríkisráðherra, og Ari Edwald, þáverandi formaður Rússnesk-
íslenska viðskiptaráðsins, á stofnfundi árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VEIÐIN
LAUGARDAGA KL. 19.30
OG AFTUR KL. 21.30
kristinnhaukur@frettabladid.is
REYKJAVÍK Breska fjármála- og
greiningarfyrirtækið Money hefur
valið Reykjavík sem bestu borg
heims fyrir hinsegin fólk að búa í.
Greiningin er byggð á almennum
viðhorfum í samfélaginu í garð hin-
segin fólks, fjölda hinsegin klúbba
og einkunnum sem þeir fá.
Reykjavík skoraði 10 af 10 mögu-
legum í samfélagsviðhorfum, með
2,5 hinsegin klúbba á hverja 100
þúsund íbúa, með 4,0 í einkunn á
Tripadvisor.
Í öðru og þriðja sæti koma tvær
hollenskar borgir, Amsterdam og
Rotterdam, en Hollendingar eru
frægir fyrir umburðarlyndi sitt. Í
fjórða sæti er San Francisco, sem
hefur verið miðpunktur baráttu
hinsegin fólks í Bandaríkjunum í
áratugi.
Topp tíu listann klára Dublin,
Brussel, Edinborg, Cardiff, Glasgow
og Madríd. London er í 18. sæti og
Kaupmannahöfn í 20. sæti. ■
Reykjavík best
fyrir hinsegin fólk
Hinsegin dagar árið 2019.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
erlamaria@frettabladid.is
EUROVISION Systurnar þrjár Sigga,
Beta og Elín héldu til Amsterdam í
gær til að kynna framlag Íslands til
Eurovision, Með hækkandi sól. Þær
koma fram á kynningartónleik-
unum Eurovision in Concert um
helgina, sem er árlegur viðburður í
aðdraganda Eurovision.
Tuttugu og átta atriði keppninnar
í ár munu verða f lutt, auk fimm
gestasöngvara sem allir eiga það
sammerkt að hafa keppt á stóra
sviðinu í Eurovision. Á þeim lista er
ekki ómerkilegri sigurvegari en hin
sænska Loreen, sem vann árið 2012
með lagið Euphoria.
Þegar blaðamaður náði á Betu var
hún önnum kafin en sagðist mjög
spennt fyrir því sem koma skal.
Eurovision-keppnin í ár verður
haldin í Tórínó á Ítalíu og munu
systurnar stíga á svið í fyrri undan-
keppninni, sem fer fram 10. maí, og
freista þess að komast áfram fyrir
hönd Íslands og keppa á lokakvöld-
inu 14. maí. Eins og sakir standa
spáir veðbankinn eurovisionworld.
com þeim stöllum 26. sæti sem
myndi þýða að þær fara ekki áfram
úr undanúrslitunum. ■
Systurnar í Amsterdam
Sigga, Elín og Beta spila í Amsterdam
um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mótmælendur lögðu blóðrauða skó, dúkkur og bangsa við inngang rússneska sendiráðsins í gær til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu og veru rússneska sendi-
ráðsins og starfsfólks þess á Íslandi. Skipuleggjandi mótmælagjörningsins er Tetiana Medko frá Úkraínu sem hefur búið á Íslandi í fimm ár. Samkvæmt síðustu
gögnum Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafa 158 börn verið drepin í innrásinni en líklegt er að heildartalan sé mun hærri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ