Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 2

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 2
Þetta stríð er ömurlegt og ég held að það séu allir sammála þeim aðgerðum sem eru í gangi. Gunnþór Ingva- son, stjórnar- maður í Rúss- nesk-íslenska viðskiptaráðinu Lögðu blóðug leikföng við sendiráðið Einn stjórnarmaður í rúss- nesk-íslenska viðskiptaráðinu segir óeðlilegt að stunda viðskipti við Rússland í dag, en annar að það sé persónu- leg ákvörðun fyrirtækja. 36 fyrirtæki eru í ráðinu, þar á meðal nokkur af þeim stærstu á landinu. kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Rússnesk-íslenska við- skiptaráðið hefur ekki verið lagt niður eftir að stríðið í Úkraínu hófst og stjórnarmaður veit ekki til úrsagna úr félaginu. 36 íslensk fyrirtæki eiga aðild, þar á meðal stórfyrirtæki á borð við Samherja, Brim, Marel, Lýsi hf. og Kaupfélag Skagfirðinga. „Ég lít svo á að félagið sé í hálf- gerðum dvala,“ segir Gunnþór Ingvason, stjórnarmaður og forstjóri Síldarvinnslunnar. Ekki sé eðlilegt sé að stunda viðskipti við Rússland í dag. „Þetta stríð er ömurlegt og ég held að það séu allir sammála þeim aðgerðum sem eru í gangi.“ Aðspurður um Síldarvinnsluna segir Gunnþór hana ekki hafa verið í viðskiptum við Rússland síðan matarinnflutningsbann var sett á árið 2015. Rússnesk-íslenska viðskiptaráðið heyrir undir Viðskiptaráð og tók til starfa árið 2019. Tilgangurinn er að viðhalda góðum viðskiptatengslum milli landanna. Í janúar hætti Ari Edwald sem for- maður ráðsins. Hann sat fyrir hönd Mjólkursamsölunnar og Ísey skyrs en var rekinn eftir ásakanir um kyn- ferðisbrot gegn Vítalíu Lazarevu. Í gær greindu Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga frá því að framleiðslu Ísey skyrs í Rússlandi væri hætt en Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að salan væri enn í gangi, mánuði eftir að stríðið hófst. Nýr formaður ráðsins er Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech. Ekki náðist í hana fyrir vinnslu þessarar fréttar. „Viðskiptaráðið er ekki hætt. Starfsemi er í gangi,“ segir Natalia Yukhnovskaya, stjórnarmaður sem situr fyrir iCan í Grindavík sem selur þorskalifur. „Ráðið fundaði eftir að stríðið byrjaði og ræddi hvaða erfiðleika við erum að stríða við. Við erum svolítið í pásu og bíðum og sjáum hvað gerist næst.“ Natalia segir fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að fá greiðslur og að samskiptin milli landanna gangi erfiðlega. Hafi Viðskiptaráð ætlað að hafa milligöngu um að koma upplýsingum til utanríkis- ráðuneytisins um þá erfiðleika sem fyrirtækin standi frammi fyrir. „Það er persónuleg ákvörðun hvers og eins fyrirtækis,“ segir hún aðspurð, um hvort það sé siðferðis- lega rétt að stunda viðskipti við Rússland meðan stríðið geisi. Hún segir fólk hafa mismunandi skoðan- ir á því hvort eigi að halda áfram að stunda viðskiptin eða hætta þeim. Enginn styðji þó þetta stríð. „Við reynum að stíga varlega til jarðar og taka engar ákvarðanir í f lýti,“ segir hún um framhaldið. Stefnt er að því að halda ársfund félagsins í apríl eða maí. ■ Rússnesk-íslenska ráðið starfar í hálfgerðum dvala Anton Vasilev, þáverandi sendiherra Rússlands, Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, og Ari Edwald, þáverandi formaður Rússnesk- íslenska viðskiptaráðsins, á stofnfundi árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEIÐIN LAUGARDAGA KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 kristinnhaukur@frettabladid.is REYKJAVÍK Breska fjármála- og greiningarfyrirtækið Money hefur valið Reykjavík sem bestu borg heims fyrir hinsegin fólk að búa í. Greiningin er byggð á almennum viðhorfum í samfélaginu í garð hin- segin fólks, fjölda hinsegin klúbba og einkunnum sem þeir fá. Reykjavík skoraði 10 af 10 mögu- legum í samfélagsviðhorfum, með 2,5 hinsegin klúbba á hverja 100 þúsund íbúa, með 4,0 í einkunn á Tripadvisor. Í öðru og þriðja sæti koma tvær hollenskar borgir, Amsterdam og Rotterdam, en Hollendingar eru frægir fyrir umburðarlyndi sitt. Í fjórða sæti er San Francisco, sem hefur verið miðpunktur baráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum í áratugi. Topp tíu listann klára Dublin, Brussel, Edinborg, Cardiff, Glasgow og Madríd. London er í 18. sæti og Kaupmannahöfn í 20. sæti. ■ Reykjavík best fyrir hinsegin fólk Hinsegin dagar árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK  erlamaria@frettabladid.is EUROVISION Systurnar þrjár Sigga, Beta og Elín héldu til Amsterdam í gær til að kynna framlag Íslands til Eurovision, Með hækkandi sól. Þær koma fram á kynningartónleik- unum Eurovision in Concert um helgina, sem er árlegur viðburður í aðdraganda Eurovision. Tuttugu og átta atriði keppninnar í ár munu verða f lutt, auk fimm gestasöngvara sem allir eiga það sammerkt að hafa keppt á stóra sviðinu í Eurovision. Á þeim lista er ekki ómerkilegri sigurvegari en hin sænska Loreen, sem vann árið 2012 með lagið Euphoria. Þegar blaðamaður náði á Betu var hún önnum kafin en sagðist mjög spennt fyrir því sem koma skal. Eurovision-keppnin í ár verður haldin í Tórínó á Ítalíu og munu systurnar stíga á svið í fyrri undan- keppninni, sem fer fram 10. maí, og freista þess að komast áfram fyrir hönd Íslands og keppa á lokakvöld- inu 14. maí. Eins og sakir standa spáir veðbankinn eurovisionworld. com þeim stöllum 26. sæti sem myndi þýða að þær fara ekki áfram úr undanúrslitunum. ■ Systurnar í Amsterdam Sigga, Elín og Beta spila í Amsterdam um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mótmælendur lögðu blóðrauða skó, dúkkur og bangsa við inngang rússneska sendiráðsins í gær til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu og veru rússneska sendi- ráðsins og starfsfólks þess á Íslandi. Skipuleggjandi mótmælagjörningsins er Tetiana Medko frá Úkraínu sem hefur búið á Íslandi í fimm ár. Samkvæmt síðustu gögnum Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafa 158 börn verið drepin í innrásinni en líklegt er að heildartalan sé mun hærri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.