Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 12
Tilnefning Ketanji Brown
Jackson í embætti dómara
við Hæstarétt Bandaríkjanna
hefur verið staðfest. Hún
verður fyrst svartra kvenna
til að sitja í réttinum í 233 ára
sögu hans.
sbt@frettalbadid.is
Ketanji Brown Jackson tekur sæti
hæstaréttardómarans Stephens
Breyer, en hann tilkynnti fyrr á
árinu að hann hygðist setjast í
helgan stein í júní á þessu ári. Jack-
son tekur sæti gamla læriföður síns,
en hún starfaði sem aðstoðarmaður
Breyers á árunum 1999-2000.
Jackson hefur mætt mótlæti í
gegnum ævi sína og þekkir það vel
að þurfa að berjast fyrir hlutunum.
Hún var meðlimur ræðuliðs Pal-
metto High School og var valin for-
maður nemendafélagsins þar. Þegar
hún sagði námsráðgjafa skólans að
hún stefndi á Harvard-háskóla sagði
ráðgjafinn henni að setja sér ekki of
háleit markmið. Það stoppaði hana
ekki, hún útskrifaðist úr lögfræði,
bæði grunnnámi og framhalds-
námi, frá Harvard og fékk viður-
kenningu fyrir báðar gráður.
Jackson var samþykkt með 53
atkvæðum gegn 47, fimmtíu Demó-
kratar kusu með henni og þrír
Repúblikanar. Margir Repúblikanar
gagnrýndu hana mikið fyrir fyrri
störf, sökuðu hana um að vera of
mjúka í dómum gegn glæpum, einn-
ig fyrir að hafa varið hryðjuverka-
menn í Guantanamo.
Þrátt fyrir að Jackson teljist frem-
ur frjálslyndur dómari eru íhalds-
samir dómarar enn þá í meirihluta
í Hæstarétti Bandaríkjanna, sex
dómarar á móti þremur. Síðustu
ár hefur verið íhaldssveifla í dóm-
stólnum. Síðustu tveir dómarar
sem skipaðir voru á undan Jackson
teljast íhaldssamir, Amy Coney Bar-
rett var skipuð árið 2021 og tók sæti
frjálslynda dómarans Ruth Bader
Ginsburg og Brett Kavanaugh var
skipaður árið 2018 og tók sæti Ant-
honys Kennedy, sem sveif laðist á
milli þess að vera frjálslyndur og
íhaldssamur. ■
Dómari sem þekkir mótlæti
Jackson er
fyrsta svarta
konan til að
hljóta skipun
við Hæstarétt
Bandaríkjanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Joe Biden
Bandaríkjafor
seti og Ketanji
Brown Jack
son dómari,
fylgdust með
atkvæðagreiðsl
unni í öldunga
deildinni
þegar tilnefning
Jackson var
staðfest.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Uppruni: Fædd 14. september
1970 í Washington D.C. en ólst
upp í Miami í Flórída. Alltaf haft
mikinn áhuga á lögfræði, segir
það koma frá þeim tíma þegar
faðir hennar var að mennta sig í
lögfræði.
Ferill: Bachelorsmeistarapróf í
lögfræði frá Harvardháskóla.
Aðstoðarmaður og ráðgjafi
Stephens Breyer hæstaréttar
dómara á árunum 19992000.
Starfandi lögmaður fyrsta
áratug aldarinnar en tók sér hlé á
árunum 2005 til 2007 til að gegna
verjendastörfum hjá hinu opin
bera.
Alríkisdómari frá árinu 2012,
fyrst héraðsdómari í Columbia og
síðasta árið við áfrýjunardómstól
í Washington.
Skipuð dómari við Hæstarétt
Bandaríkjanna 7. apríl 2022 og
sest í réttinn í júní næstkomandi.
Fjölskylduhagir: Foreldrar eru
Johnny Brown, fv. lögfræðingur,
og Ellery Brown. fv. skólastjóri.
Gift Patrick Jackson síðan árið
1996. Þau eiga tvær dætur og búa
í Washington D.C.
■ Nærmynd
Ketanji Brown Jackson
borgarleikhus.is F Y R R
V E R
A
N D I
Frumsýning
í kvöld
Fríar forskoðanir
fyrir laseraðgerðir
út apríl
Tímapantanir 414 7000
/Augljos
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
12 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ