Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 116

Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 116
kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 10. apríl klukkan 19.30 flytja Jóhann Kristinsson bari- tónsöngvari og Ammiel Bushake- vitz píanóleikari ljóðatónleika í tón- leikaröðinni Syngjandi í Salnum. Jóhann Kristinsson baritón er að festa sig í sessi sem einn af áhuga- verðustu söngvurum ungu kyn- slóðarinnar og þá sérstaklega sem ákaflega vandaður ljóðasöngvari. Hann á ekki langt að sækja sína miklu sönghæfileika, enda er hann er sonur stórsöngvarans Kristins Sigmundssonar. Jóhann fær einn eftirsóttasta meðleikara sinnar k ynslóðar, Ammiel Bushakevitz, til liðs við sig við flutning á sönglögum sem þeim eru mjög hjartkær. Þar á meðal er ljóðaf lokkurinn Tólf ljóð eftir Justinus Kerner, Op. 35 eftir Robert Schumann, ljóðaf lokkurinn Six Songs from A Shropsire Lad eftir George Butterworth við ljóð A. E. Housman og íslensk sönglög eftir Þórarin Guðmundsson, Atla Heimi Sveinsson og Árna Thorsteinsson. Tvíeykið hefur áður haldið tvenna tónleika í Salnum og hlotið einróma lof fyrir. Þeir koma sérstak- lega til Íslands að utan til að flytja Íslendingum þessa fallegu efnis- skrá. ■ Gestir munu líta upp- lýsingaský, yfirvofandi loftslagsvá, útfærslur á tímanum sjálfum og því hvernig við tákn- um hann. Kveikjan að sýning- unni er ævi og störf Júlíönu Sveinsdóttur myndlistarkonu sem fædd var í Vestmanna- eyjum. Jóhann Kristinsson baritón er að festa sig í sessi sem einn af áhuga- verðustu söngvurum ungu kynslóðarinnar. kolbrunb@frettabladid.is Myndlistarsýningin Ertu héðan? verður opnuð í dag, laugardaginn 9. apríl klukkan 15.00, í samkomu- húsi KFUM & K, við Vestmanna- braut 5 í Vestmannaeyjum. Kveikj- an að sýningunni er ævi og störf Júlíönu Sveinsdóttur myndlistar- konu sem fædd var í Vestmanna- eyjum. Sýningin veltir því upp hvernig umhverfið mótar okkur í tíma og rúmi, og miðar að því að fanga persónulegar upplifanir í fjölbreytileika samfélagsins. Júlí- ana bjó lengst af í Kaupmannahöfn en kom oft til Eyja og málaði. Ertu héðan? er í senn sakleysisleg en áleitin spurning, sem getur ýmist aukið á fjarlægð á milli manna eða búið til tengingar, bæði áður sem og í samtímanum. Listamenn sýningarinnar eru: Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir (f. 1981), Birgir Andrésson (1955- 2007), Jasa Baka (f. 1982), Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) og Melanie Ubaldo (f. 1992). Sýningarstjóri er Vala Pálsdóttir, meistaranemi í sýn- ingagerð við Listaháskóla Íslands, og er sýningin hluti af útskriftar- verkefni hennar frá skólanum. Í rit- gerðinni veltir Vala upp þeirri hug- mynd að Vestmannaeyjabær taki að sér að halda utan um störf og ævi Júlíönu Sveinsdóttur. ■ Áleitin spurning Myndlistarsýningin Ertu héðan? opnuð í Vestmannaeyjum. MYND/AÐSEND Syngjandi í Salnum Jóhann Kristinsson baritónsöngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sýningin Stöðufundur stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar mætast fimm rithöfundar og fimm mynd- listarmenn. Sýningarstjórar eru Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Kristína Aðal- steinsdóttir. kolbrunb@frettabladid.is „Sýningin veitir innsýn í hugarheim og væntingar tíu listamanna sem eru í fararbroddi sinnar kynslóðar og hafa fjallað um samtímann og stöðu ungs fólks. Hér eru lista- mennirnir að miðla eigin fortíð og nútíð og hvernig þeir sjá fram- tíðina fyrir sér,“ segir Kristína. „Á sýningunni má bæði líta textaverk og myndlistarverk. Rithöfundarnir gerðu ýmist ljóð eða texta sem eru sett upp á vegg og tala þannig við myndlistarverkin í rýminu og skapa þannig áhugaverðan skurðpunkt sem verkefnið hverfist um. Þess má einnig geta að Kristín Eiríksdótir gerir bæði myndverk og textaverk, en hún er með bakgrunn í báðum listgreinum, auk þess sem Bergur Ebbi hefur stillt textaverki sínu fram á myndlistarlegan máta. Flæðið á milli greina er því bersýnilegt og lifandi.“ Sammannleg umfjöllunarefni Spurð um umfjöllunarefni lista- mannanna segir Kristína: „Umfjöll- unarefnin eru sammannleg, þrá eftir tengingu við aðra, þrá til að skilja okkar eigin líkama gagnvart hinu efnislega og það hvernig við tökumst á við tækni og upplýsinga- veitur. Slíkt varpar ljósi á valdabar- áttu, bæði innra með okkur sjálfum en einnig innan samfélags okkar, og varpar fram áleitnum spurningum um það hverjir fara með valdið í stóra samhenginu. Gestir munu líta upplýsingaský, yfirvofandi lofts- lagsvá, útfærslur á tímanum sjálfum og því hvernig við táknum hann.“ Sjálfstætt verk Um titil sýningarinnar Stöðufundur segir Kristína: „Titillinn spratt út frá ástandinu sem er búið að vera undanfarin misseri. Stöðufundir eiga sér oft stað þegar eitthvað hefur gerst sem þarf að bregðast sam- stundis við.“ Í tengslum við sýninguna kemur út bók, sem Kristína segir vera sjálf- stætt verk. „Þar eru myndverk, textar og hugleiðingar þátttakenda, ásamt greinum eftir sýningarstjórana. Í hverri bók hefur myndlistarmaður- inn Guðlaug Mía síðan komið fyrir sjálfstæðu verki, sem gerir hverja bók einstaka, en hana má nálgast í safninu.” Sýningin stendur til 29. maí og á sýningartímanum verða ýmsir við- burðir þar sem rithöfundunum og myndlistarmönnunum er stefnt saman. ■ Hugarheimur og væntingar Kristína Aðalsteinsdóttir er annar af sýningarstjórum sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í skýjum eftir Auði Ómars- dóttur. MYND/AÐSEND Þátttakendur Myndlistarmenn: Auður Ómars dóttir, Björk Viggós- dóttir, Fritz Hendrik IV, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Páll Haukur. Rithöfundar: Bergur Ebbi, Fríða Ísberg, Halldór Armand, Jakub Stachowiak, Kristín Eiríksdóttir. Joseph Haydn. MYND/WIKIPEDIA kolbrunb@frettabladid.is Strengjakvartettar op. 51 eftir Joseph Haydn; Sjö orð Krists á krossinum, verða leiknir á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breið- holtskirkju í dag 9. apríl. Flutningurinn er í höndum Skál- holtskvartettsins, en hann skipa nú fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. ■ Sjö orð Krists í Breiðholtskirkju 56 Menning 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.