Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 30
XXIV
Inngangur
§ 1.3.7
hafa bent á að Helgafellsártíðaskrá (H) hafi verið
aukin uppskrift svonefndrar Viðeyjarártíðaskrár (V)
sem aðeins er varðveitt eitt blað úr.21 Lönnroth hugði
að H hefði verið skrifuð að stofni til í Membr. Res. 6
um miðja 13. öld, og hann ætlaði að V hefði haft að
geyma flestar ártíðir manna sem önduðust fyrir þann
tíma og eru nefndir í H, en að í H hefði verið bætt
við ártíðum Helgafellsábóta og síðar allmörgum ár-
tíðum annara manna frá seinni hluta 13. aldar (og
örfáum enn yngri). Lönnroth benti einnig á að fleiri
dagsetningar í Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar
séu sameiginlegar H (og V að svo miklu leyti sem
hún er varðveitt) en nokkurri annari ártíðaskrá, og
því taldi hann að höfundur Islendinga sögu hefði
notað aðrahvora þessa skrá ellegar náskylda skrá.
Þegar þessa er gætt og eins hins, að meðal þeirra sem
nefndir eru í ártíðaskránni og létust á síðari hluta
13. aldar eru ýmsir nánustu ættingjar Sturlu Þórðar-
sonar og Helgu konu hans,22 virðist öllu nærtækara
að ætla að ártíðaskráin í Membr. Res. 6 hafi
verið ártíðaskrá Sturlu sjálfs en að um hafi verið að
21 GKS 1812 4to, f. 35 - Prentað í íslárt, pp. 21-23.
22 Auk þeirra sem Lönnroth telur (op. cit., nmgr. 9) má nefna
bræður Sturlu, Guttorm (d. 17.10. 1255) og Þórð tiggja (d. 24.9.),
og bróðurson, Þorgils skarða Böðvarsson (d. 22.1. 1258). Meðal
nafna sem óvíst er við hverja eiga má nefna Guðrúnu Þ(órðar)d(ótt-
ur) (d. 7.12.), sem gæti annaðhvort verið systir Sturlu eða amma
Helgu konu hans (sbr. Islárt, p. 113), og Þóru Jónsdóttur (d. 13.4),
sem kynni að vera Þóra móðir Sturlu, en hún andaðist um vor (sbr.
SturlKál I, p. 371.25-26). Rolf Heller (‘Þóra, frilla Þórðar Sturlu-
sonar’, ANF. 81 (1966), pp. 39-56) hefur fjallað um faðerni Þóru og
stungið upp á því að hún hafi verið dóttir Páls biskups Jónssonar.
Jafnframt hefur Heller (p. 56) vakið athygli á að í Islenzkum
œviskrám IV (Rv. 1951), p. 89, er Steinn Dofri borinn fyrir þeirri
tilgátu að Þóra hafi verið Jónsdóttir. Þá tilgátu er að finna á
spássíu eintaks Steins Dofra af íslárt, p. 99, í eigu Stofnunar Áma
Magnússonar á Islandi: “Þóra Jónsdóttir getur verið = Þóra móðir
launsona Þórðar Hvamm-Sturlusonar, Sturlu ofl.” Grundvöllur til-
gátunnar er því Þóru-nafnið í H.