Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 34
XXVIII
Inngangur
§ 1.4.3
staðar. Það er því ljóst að ÆG er ekki ágrip neinnar
varðveittrar Guðmundar sögu, og óvíst er og raunar
ólíklegt að nokkur saga hafi verið til sem hafi haft að
geyma öll efnisatriði hennar. Fyrirsögn handritsins,
‘Lítið inntak úr sögu Guðmundar biskups’, er trúlega
frá Halldóri skrifara, sbr. fyrirsögn Grettis rímna í
AM 614 b 4to úr sömu bók, ‘Lítið inntak Grettis sögu
í rímur snúið .. ,’,2 en ‘inntak’, ‘epitome’ og ‘brevi-
arium’ (sbr. § 1.2) eru villandi orð um ÆG, og því
hefur sá kostur verið tekinn hér að nefna ritkornið
Ævi Guðmundar biskups.
1.4.4. Hugsanlegt er að rittengsl séu milli Æ G og svo-
nefndrar prestssögu Guðmundar (PG), sem mun hafa
verið tekin öll upp í GA, en er skert í GB og stytt í
Sturl, en þá verður að gera ráð fyrir að fleiri villur séu
í varðveittum texta ÆG en þær sem við blasa vegna
orðalags og galla á innra tímatali, ellegar að höfundur
yngra ritsins hafi í sumum greinum hafnað tímatals-
ákvæðum hins eldra,3 nema hvorttveggja hafi gerst.
Auk þess má geta að fæðingarár Guðmundar er nefnt
eitt ártala bæði í ÆG og PG. I þeirri fyrrnefndu er
ártalið 1161, sem er samkvæmt okkar tímatali, en í
PG hefur fæðingarárið verið sett 7 árum fyrr (sbr.
GA, c. 8.7-8) samkvæmt öðru tímatali sem tíðkaðist á
Islandi um aldamótin 1200 og framan af 13. öld.4
Þetta misræmi mælir gegn notum ÆG í PG, en girðir
ekki fyrir að ÆG hafi stuðst við PG um prestsár
Guðmundar en vikið tímatalinu í nútímalegra horf.
1.4.5. Engar mótsagnir eru milli ÆG og Islendinga
sögu Sturlu Þórðarsonar að því fráskildu að eitt ár
hefur fallið niður í ÆG (11. 36-37). Þar sem íslendinga
saga hefur ekki haft frásagnir af Guðmundi fyrr en
2 Sbr. Opuscula IV, p. 86.
3 Sjá t.d. aths. um messudjáknsvígslu Guðmundar (ÆG, 1. 10) og
dvöl hans á Reyninesstað og Breiðabólstað (ÆG, 11. 16-17).
4 Jón Jóhannesson, ‘Tímatal Gerlands í íslenzkum ritum frá
þjóðveldisöld’, Skírnir CXXVI (Rv. 1952), pp. 76-93.