Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 36
XXX
Inngangur
1.4.7
ásamt ÆG (§ 1.3.2). Á hinn bóginn fer tvennt af því
sem StormAnn IV, V og IX hafa sameiginlega um-
fram aðra annála í bága við ÆG, sbr. aths. við ÆG,
11. 51 og 52-54, svo að þar er önnur heimild að baki,
sem ekki fær stuðning úr .öðrum áttum.
2. AM 399 4to (Aa1).
2.1. Lýsing Aa1.
2.1.0. Guðmundar saga A (GA) var gefin út í
Biskupa sögum 1858 með titlinum “Saga Guðmundar
Arasonar Hóla-biskups, hin elzta”,1 og síðan hefur
sagan oftast verið nefnd ‘elsta saga’ eða ‘Resensbók’
eins og aðalhandrit hennar, AM 399 4to (Aa1). Eyður
í texta þess handrits (sbr. §§ 2.1.3-4) eru fylltar eftir
AM 394 4to (Aa2) bæði í Bisk og hér.
2.1.1. Aa1 var meðal þeirra handrita sem Peder
Resen gaf Háskólabókasafni í Kaupmannahöfn og
gerð var prentuð skrá um 1685, en 1706 fékk Árni
Magnússon bókina léða til Islands,2 og hún hefur
verið enn hjá Árna þegar Háskólabókasafn brann
1728 og orðið innlyksa í safni hans.
2.1.2. I undirbúningi er ljósprentun Aa1 á vegum
Stofnunar Áma Magnússonar á Islandi, og verður
handritinu lýst nánar þar.3 Það er nú 74 blöð, mesta
blaðhæð er 22,4 cm. og mesta blaðbreidd 16,6 cm.,
en leturflötur er um það bil 15 X 11 cm. Skriftin er
1 Bisk, pp. 405-558. - Yngri útgáfa (eftir Bisk): Byskupa sögur II,
ed. Guðni Jónsson (Rv. 1948), pp. 177-410, (Akureyri 1953), pp.
167-389.
2 Stefán Karlsson, ‘Resenshandrit’, Opuscula IV (BA XXX,
1970), pp. 269-72. - Sbr. einnig § 4.2.5.
3 Islensk handrit - Icelandic Manuscripts, Series in quarto. -
Ljósprent einnar blaðsíðu, f. 12r, er í Palœografisk atlas, oldnorsk-
islandsk afdeling, ed. Kr. Kálund (Kh. 1905), nr. 40.