Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 37
2.1.2
AM 399 4to (Aa1)
XXXI
eindálka, stór og skýr, 24 línur á blaðsíðu, en allvíða
er skinnið skemmt og jafnvel smágöt á því, þannig að
bókstafir hafa skerst og jafnvel horfið með öllu. Þó
leikur sjaldan vafi á lesháttum.
2.1.3. Inn í Aa1 vantar blöð á þremur stöðum, en
þær eyður verða allar fylltar eftir Aa2 3, sem hefur verið
skrifað eftir Aa1 meðan það var heilt eða a.m.k. heilla
en nú er (sbr. § 3.2). Þó er Aa2 einnig óheilt, og því
verða ekki fylltar með vissu smáeyður í Aa1 þar sem
horn er rifið neðan af f. 14 (GA, c. 29.9-17, 40-49), og
auk þess er niðurlag GA glatað.
2.1.4. Á grundvelli Aa2 er auðreiknað hve mörg
blöð hafa glatast innan úr Aa1: Á milli ff. 3 og 4
vantar tvö blöð, miðblöðin úr 8 blaða kveri (GA, cc.
6.14-9.11), á milli ff. 58 og 59 vantar átta blöð, þ.e.a.s.
heilt kver (GA, cc. 172.17-198.28), og loks vantar tvö
blöð á milli ff. 69 og 70, miðblöðin úr 8 blaða kveri
(GA, cc. 232.3-240.38).4
2.2. Glatað niðurlag GA.
2.2.1. Síðustu varðveittu blöðin í Aa1, ff. 73 og 74,
eru stök og hafa verið fremstu blöð í kveri. Það er því
líklegt að í því kveri hafi verið a.m.k. fjegur blöð.
Vísbending um að þau hafi ekki verið fleiri um eða
fyrir miðja 17. öld er sú að þá hefur lesandi eða
skrifari Guðmundar sögu skrifað neðst á spássíu f.
67r “nu aa eg epter xi blod af þessar<e> bock”. Sé
gert ráð fyrir að blöðin tvö sem nú vantar á milli ff.
69 og 70 hafi þá verið á sínum stað, felur þetta í sér
að eitt eða tvö blöð hafi verið á eftir f. 74 - eftir því
hvort spássíuskrifari hefur talið f. 67 með blöðunum 11
eða ekki. Niðurlag GA er hvergi varðveitt, en á
4 Sbr. Bisk, p. liv. - Guðbrandur Vigfússon hefur hér ruglast í
kveratölunum: Hann segir réttilega að 11 kver séu í bókinni, en
glataða kverið var ekki á milli 7. og 8. kvers heldur 8. og 9., og
blöðin sem vantar á milli ff. 69 og 70 eru ekki úr 9. kveri heldur því
10.
3 Guðmundar sögur I