Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 48
XLII
Inngangur
§ 2.3.5
sömu slóðum, þ.e.a.s. í Barðastrandarsýslu eða í
námunda við hana. Króksfjarðarbók (AM 122 a fol.)
er sem kunnugt er svo nefnd vegna spássíugreinar í
því handriti, sem er litlu yngri en bókin sjálf og nefnir
Bæ í Króksfirði;15 þetta bendir einnig til sömu sýslu.
Það litla sem má ráða af spássíugreinum um feril
annara handrita í þessum hópi fyrstu aldirnar eftir að
þau vóru skrifuð bendir flest til Breiðafjarðar,16 eins
og nánar verður rakið í ljósprenti Aa1 (sbr. § 2.1.2).
Allar líkur benda til þess að aðal-athafnasvæði skrif-
arans hafi verið við Breiðafjörð og eitthvað norður
eftir Vestfjörðum. Á þær slóðir bendir einnig krot frá
því um 1500 í Aa1.
2.4. Ferill.
2.4.1. Á f. lr í Aa1, sem upphaflega hefur verið
auð blaðsíða, hefur margt verið krabbað síðar, flest
með viðvaningslegri skrift og þ. á m. þetta: heidurs-
danu m[ann]e asmunde klemunss(yne) h.1 Ásmundur
Klemensson er ekki kunnur nema einn á Islandi,
a.m.k. á þeim tíma sem til greina kemur, og hann
kemur við fjölmörg bréf á árabilinu 1497-1530.2
Ásmundur mun hafa verið sonur Klemens Pálssonar á
Harastöðum á Meðalfellsströnd,3 og sjálfur virðist
16 SturlKál I, p. iv. - Sturlunga Saga (EIM I, 1958), pp. 11 og
14. - SIB, p. 47.
16 Ekki er ólíklegt að AM 671 4to hafi verið eign Helgafells-
klausturs á 14. öld, sbr. Jón Helgason, ‘Islandske bryllupstaler og
forskrifter fra 16. og 17. árh.’, Opuscula III (BA XXIX, 1967), p. 1.
- Engar líkur eru á að þeir handritahópar sem rithendur Króks-
fjarðarbókar tengja saman eigi sér uppruna í Skálholti, eins og Lars
Lönnroth tæpti á (‘Kroppen som sjálens spegel - ett motiv i de
islándska sagoma’, Lychnos 1963-1964 (Stokkhólmi 1964), pp. 51-
52, og ‘Tesen om de tvá kulturerna’, Scripta Islandica 15/1964
(Uppsölum 1965), pp. 67-68); sbr. SIB, pp. 47-48.
1 h<eilsa eg .. .>?
2 DI VII-IX.
3 DI VII, nr. 615.