Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 50
XLIV
Inngangur
§ 2.4.3
“Petri Resenii 1685”,10 og sama ár er hennar getið í
skrá um bókagjöf Resens til Háskólabókasafns.11 Um
feril handritsins síðar sjá §§ 4.2 og 2.1.1.
2.5. Meðferð texta.
2.5.1. Allt bendir til þess, að skrifari Aa* 1 hafi verið
góður skrifari f þeim skilningi að hann hafi varla
nokkurs staðar breytt texta sínum vísvitandi.1 Texti
Aa1 er víða heldur fyllri en hliðstæðir textar í GB og
Sturlungu, og víðast hvar er þá líklegra að texti GA sé
upphaflegri nema um endurtekningu eða misritun sé
að ræða (sbr. dæmi í § 5.6.1). Sá texti sem GA hefur
sameiginlegan Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar (Hr),
þ.e.a.s. GA, cc. 114.18-116.11, er þó til muna styttri
en samsvarandi textar Hr og GB,2 en styttingar af því
tagi eru ekki í samræmi við vinnubrögð skrifara Aa1 að
öðru leyti né stefnu þess sem setti GA saman, sem
trúlega hefur verið annar maður, sbr. § 7.5.4. Því
virðist líklegast að Hr-textinn hafi verið tekinn upp í
GA annað hvort sem hluti af mjög styttri gerð Hr
ellegar sem viðbætir sem fylgdi prestssögu Guð-
10 KálKatAM I, p. 605.
11 Petri Johannis Resenii Bibliotheca Regiœ academiœ Hafniensi
donata (Kh. 1685), p. 263. - AMHdskrfort, p. 114.
1 Hugsanlegt er, að á stöku stað hafi verið vikið við upphaflegu
orðfæri Aróns sögu (Ar), til þess að það styngi ekki um of í stúf við
aðra texta samsteypunnar: A.m.k. tvisvar stendur ‘herra biskup’ í
Ar sjálfstæðri (AM 212 fol., ff. 2v og 7r), þar sem er aðeins ‘biskup’
í GA (cc. 177.18 (Aa2) og 201.2) eins og endranær í GA; hins vegar
er ‘herra’ í ávarpi í GA (Aa2), c. 196.28 (= ‘herra minn’ Ar, 212, f.
5v). A.m.k. þrisvar kemur fyrir tíðartengingin ‘sem’ í Ar sjálfstæðri
og málsgrein hefst á ‘Nú sem’ (212, ff. 6r (breytt í er í SturlGV II),
6r (GA-texti í SturlGV II) og 7v (sbr. SturlGV II), en á öllum
þessum stöðum er annað orðalag í GA (cc. 198.1 (sbr. nmgr.; Aa2),
199.1 og 202.2). Ekki er þó víst að þessar málnýjungar í texta Ár
sjálfstæðrar séu úr frumgerð sögunnar, heldur kynnu þær að vera
breytingar skrifara til samræmis Við hefðbundinn helgisagnastíl 14.
aldar.
2 Björn M. Ólsen, SSÍ III, p. 228.