Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Qupperneq 73
§ 3.5.1
AM 394 4to (Aa2)
LXVII
‘svá’ er ýmist skrifað so, t.d. 173.4, sjaldan suo, t.d. 182.23, eða
bundið s° (og leyst upp suo), t.d. 183.6. I þt. flt. af ‘koma’ er
skrifað o, t.a.m. í komu 22r (= quomo 171.17) og 34r (= komo
220.21) . ‘v’-laust er einnig konfang 34v (= kuanfang 225.6).
Ritað er suofu 17v (GD) og quoduzt 175.22, en kuadu 5r (=
quoðo 14.135) og 15r (= quaðo 138.20). f uapnen 7.33 er forriti
eflaust fylgt. Einu merki þess að gömlu ‘hvár’- og ‘hver’- sé
ruglað saman er huernigann 15v (= huarngan 141.44).
3.5.2. Ekki hefur orðið vart við ‘vö’ fyrir eldra ‘ve’, sbr.
t.a.m. huer 14r (132.33) o.v., huergi 179.10 o.v., huernig lOv
(56.15), tuefolldum 6r (18.3) og kuelldit 8v (44.40).
í sambandinu ‘eng’ er sérhljóði lang-oftast bundinn, en leyst
er upp eing í samræmi við þorra þeirra orðmynda sem eru
skrifaðar fullum stöfum, leingi 12v (77.7), dreingiliga 177.5,
einginn 13r (81.12), Feingu 31v (209.29), Geingu 15v (142.13)
og 184.12 o.fl. Við ber þó, að ritað sé eng (í samræmi við forrit),
enge 4v (14.52), gÁngu (við línuskipti) 195.18.
I fn. ‘engi’ (einginfn)) er oftast ong (eða aung) í þeim myndum
sem ‘öng hefur tíðkast í, án tillits til þess hvort eng eða ong
stendur í forriti, sbr. t.a.m. ongum lv (= engum 4.3), Aungu 22r
(= Engu 171.24), onguir 14r (= engir 132.17) og 27v (= ongir
202.21) .
Sambandið ‘egi’ er oftast skrifað eigi, t.d. ueiginum 14r
(132.12), en uegin (no.) 14r (132.11), meigin 22r (171.8), en
megien 17v (GD), feigenn 5v (14.188), dreigit 182.5, kleigit 13v
(82.17), leigit lOv (58.9), enþegit llr (58.78), ueiginn (lh.) 20r
(155.1), en uegin (lh.) 20r (154.1), Seigier 193.6, en Segia
188.3. Þegar myndir af þessu tagi eru skammstafaðar eða
bundnar, er leyst upp með ei, t.a.m. s(eig)ir (s + ir-band) 6.22
og s(eigia) 175.21. Einu áhrifsmyndirnar með eig eru eigli 33r (=
agle 217.6) og Seig (bh.) 30v tvisvar (GD), en skrifað er t.a.m.
mega llr (59.13), megum 12r (66.6), fegnir 13v (83.38) og
uegnir llv (61.3).
‘é’ er oftast skrifað ie, en stundum e. Meðal þeirra orða sem að
öllum jafnaði hafa ie eru fornafnamyndirnar ‘vér’, ‘mér’, ‘þér’ og
‘sér’, en hending kann að valda að í nöfnunum ‘Margrét’ og
‘Pétr’ hefur aðeins orðið vart við e, margretu 9v (49.7), margretar
Hv (63.7), petur llr (58.48 og 76) o.v. Neitunin ‘né’ er alltaf
skrifuð ne, en í flestum orðum sem hafa ‘é’ er ýmist skrifað ie
eða e. Sama máli gegnir um þt. tvöföldunarsagna af 3. flokki,
4 Þar sem ‘ó’ er margfalt oftar skrifað o en o, kann hending að
valda að ekki hefur orðið vart við ub í orðmyndum sem einlægt hafa
‘vo’ í nútímamáli.