Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 105
4.1.2
AM 401 4to (401)
XCIX
ingar með hendi Árna Magnússonar, sem ásamt fleira
sýna að handritið hefur verið heldur minna í öndverðu
og blöðin í annari röð: Pp. 1-10 = ff. 1-5; pp. 11-174
= ff. 10-91; pp. 175-[176]* 1 = f. 92; pp. 177-2082 = ff.
122-137; pp. 211-264 (leiðrétt í 177-230)3 = ff. 93-
119; pp. 267-298 = ff. 139-154. Handritið hefur því í
fyrstu verið 149 skrifuð blöð auk óskrifuðu blaðanna
þriggja í bókarlok. Af þessum upphaflegu blöðum
hefur þremur (pp. 175-76, 209-10 og 265-66) síðar
verið fargað, en fjegur önnur (ff. 92, 120-21 og 138)
hafa verið sett í þeirra stað, og loks hefur verið aukið
við ff. 6-9. Þessi óregla skýrist af því, hvernig bókin
hefur orðið til, sbr. § 4.2.
4.2. Skrifarar og ritunartími.
4.2.1. Upphaflegir hlutar 401 eru með venjulegri
bókaskrift Ásgeirs Jónssonar,1 sem dvaldist í
Kaupmannahöfn frá nóvember 1686 til októberloka
1688,2 og 401 er án efa eitt þeirra handrita sem hann
skrifaði fyrir Árna Magnússon á þeim árum (sbr. §§
4.2.2-3).3 Fyrir þann tíma hefur AM 399 4to (Aa1)
1 Þetta blað er aðeins merkt að framan og er síðar skrifað en
önnur síðumerkt blöð, sjá § 4.2.2.
2 P. 191 er ranglega merkt 192, en sú tala er tvískrifuð, þannig
að blaðsíðutal hefur ekki ruglast að öðru leyti.
3 Upphaflegu blaðsíðutölumar hér em sums staðar skýrar, en
annars staðar ólaesilegar. Árni hefur leiðrétt sjálfur nema 212 og
213, þar sem er leiðrétt með blýanti úr 246 og 247.
1 KálKatAM I, p. 605.
2 Arne Magnusson, Breuueksling med Torfœus, ed. Kr. Kálund
(Kh. 1916), pp. xxx-xxxi, sbr. p. 3.
3 Skriftin á þessum hluta 401 er áþekk skriftarsýni úr Fóstbræðra
sögu í Thott 1768 4to, f. 208r, 11. 4-23, sjá Agnete Loth, ‘Om nogle
af Ásgeir Jónssons hándskrifter’, Opuscula I (BA XX, 1960), pp.
207-12, pl. 3, fig. 3. Munur er helst sá, að í 1768 hafa háu stafirnir
b, h, k, l og þ heldur oftar belg hægra megin á háleggnum, en hins
vegar hefur / belg vinstra megin á lágleggnum í 401. Þessi hluti
Fóstbræðra sögu í 1768 er ritaður eftir að Ásgeir gerðist skrifari
Þormóðar Torfasonar í Noregi 1688 (Jónas Kristjánsson, Um