Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Side 110
CIV
Inngangur
§ 4.3.1
réttingar Árna einkum til orða sem Ásgeir hefur
mislesið, leyst skakkt upp eða hlaupið yfir. Með þessu
dökka bleki eru enn fremur eyðufyllingar Árna á ff.
30v og 31v, þar sem hom er rifið af f. 14 í Aa1 (sbr.
GA, c. 29, og neðanmálsgreinar við þann kafla), og
einstaka athugasemdir hans og leiðréttingar við texta
Aa1, sjá nmgr. við GA, cc. 3.15, 23.1, 27.7 og 11-12,
85.2 og 14, 88.11 (?), 115.31 og 249.2. Loks er með
dökkum bleklit nokkur hluti þeirra ártala sem Árni
hefur skrifað á spássíur í 401, fyrst 1185 f. 25r (GA,
c. 23.1).
4.3.2. Eftir þetta hefur Árni borið textann saman
við AM 395 4to og skrifað nokkrar viðbætur og
lesbrigði, einkum nöfn, eftir því handriti á spássíur í
401 með gulbrúnu bleki. Þessi not 395 hefjast á f.
21v (GA, c. 16.31) og ná aftur á f. 95v (GA, c.
129.10), en eftir það er lítið um texta sambærilegan
við Aa1 í 395. I 395 er að mestu GC-texti, en undir
lokin er eyða í honum fyllt eftir GD-texta,1 þannig að
tveir síðustu leshættir Árna á spássíum 401 eru teknir
eftir GD-texta 395. Þormóður Torfason átti 395, en
Árni Magnússon hefur haft það að láni fyrir 1691,
skilað því það ár, en beðið um það aftur 1701.2 Síðan
hefur handritið trúlega verið hjá Árna, en hann
eignaðist það ekki fyrr en 1715.3 Á f. 31v sést að
þessi skrif Árna eftir 395 em yngri en eyðufyllingar
hans með dökka blekinu, sbr. nmgr. við GA, c. 29.46-
47.
4.3.3. Þriðji flokkur spássíugreina Árna er með
móbrúnu bleki og lýtur einkum að tímatali. Með
þessum bleklit er drjúgur hluti ártala á spássíum, þ. á
m. leiðréttingar á ártölum með dekkra bleki, og einnig
athugasemdir um tímatal, sbr. nmgr. við GA, cc. 3.17,
41.1, 44.36-37, 46.20, 51.3-4, 67.1-4 og 3, 71.1, 89.5-
1 SIB, p. 14.
2 Arne Magnusson, Brevveksling med Torfœus, pp. 132 og 343.
3 KálKatAM I, 602-03.