Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 117
§ 5.5.1
AM 122 b fol., f. 30 (Ab')
CXI
í 204 væri skrifuð upp eftir áðurnefndri uppskrift
Björns á Skarðsá,5 en síðar hefur komið í ljós að svo
er ekki,6 og að öllum líkindum hefur séra Þorsteinn
haft Reykjarfjarðarbók sjálfa undir höndum,7 þannig
að um beina uppskrift er að ræða.
5.5.2. Þar sem f. 30 (Ab* 1) er að heita má óskert, er
í útgáfu GA aðeins vísað til leshátta Ab2, uppskriftar
122 b, f. 30, í 204, á fáeinum stöðum, þar sem Ab1 er
torlesið, og nánari grein verður gerð fyrir 204 í
inngangi Guðmundar sagna II. Þar verður handritið
notað við útgáfu jarteinaþáttar Guðmundar (JG) í GB;
JG í 122 b verður þar nefndur Bb1, en uppskrift hans
í 204 Bb2.
5.6. Texti Ab'.
5.6.0. Eins og áður segir (§ 5.1.1) hefur Ab1 að
geyma texta sem hefur verið felldur niður úr PG,
þegar hún var tekin upp í Sturl. Til samanburðar við
þennan texta eru auk Aa1 aðalhandrit GB (Ba) og
aðalhandrit GC (Ca).1 Texti GC er mjög breyttur að
orðfæri og stíl,2 en kemur þrátt fyrir það að gagni við
að skipa Ab1 í sæti meðal gerða PG.
5.6.1. Margir leshættir eru sérstakir fyrir eitt
þessara handrita, en fæstir í Ab1, þannig að þegar á
heildina er litið má telja líklegt að Ab1 hafi varðveitt
6 SturlKál I, p. lxvii.
6 J. Simpson og I.R. Hare, op. cit., pp. 192-96. - Simpson og
Hare (og áður Jón Jóhannesson (SturlJMK II, p. xv)) létu sér til
hugar koma að önnur og eldri uppskrift Björns á Skarðsá kynni að
liggja að baki Guðmundar sögu í 204, en séra Þorsteinn hefur
aðeins haft Sturlunguágrip Björns, AM 439 4to, að styðjast við,
eins og síðar verður gerð grein fyrir (sbr. § 5.5.2).
7 Arna saga biskups, ed. Þorleifur Hauksson, p. xxix.
1 Texti Cb er nauðalíkur Ca, og í þessum köflum skipta engir
sérleshættir þess máli fyrir samanburðinn.
2 Texti GD er enn meira breyttur og svo mjög styttur hér, að
samanburður við hann er gagnslaus í þessu sambandi.
8 Guðmundar sögur I