Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 118
CXII
Inngangur
§ 5.6.1
upphaflegastan texta. í sumum tilvikum eru sérles-
hættir einstakra handrita greinilega spilltir, þannig að
ekkert handritanna getur verið móðurrit annars eða
annara, og aldur handrita takmarkar einnig möguleika
í því efni.3 I öðrum tilvikum verður ekki fullyrt að
sérlesháttur sé spilltur, en þá sjaldan að líklegt er að’
sérlesháttur handrits sé upphaflegur, má telja trúlegt
að tveir skrifarar eða þrír hafi breytt honum á sama
hátt. Þetta á við um sérleshátt Aa1 í 58.39 (1),
sérleshátt Ab1 í 58.15 (2) og sérleshátt Ba í 58.66 (3).
Af sameiginlegum lesháttum annara handrita, tveggja
eða þriggja, í þessum tilvikum verður ekki ályktað að
glatað erkirit, hliðstætt fjórða handritinu, liggi að baki
þeim. Hér á verða nefnd dæmi um sérleshætti
handrita.4 5
(1) Helstu sérleshættir Aa1:
58.5 þott heNe seiz litt um þetta Aa1] þott (þviat (bundið) Ba)
hon sqiz vm þetta litt firir Ab1, Ba; þott henni brysti nogu miog
lifnadurinn Ca.
58.7 bað stofo Aa1] stofv Ab1, Ba Ca. Breytt hlutverk
baðstofu hefur væntanlega valdið breytingu í Aa1.6
58.13 at Aa1] j Ab1, Ba, Ca.
58.32 þar Aa1] en svma eigi Ab1, Ba; texta breytt í GC.
58.33-34 þa er illa foro með þui uallde er þeir hefðo Aa1] -r
Ab1, Ba, Ca. Setningin á undan er í Aa1 Hon sa þar ner alla
hefðingia olerða, og hún á sér samsvörun í Ab1, Ba og Ca, en í
Aa1 hefur skrifari upphaflega hlaupið yfir ner, og hann mun því
hafa bætt þessari takmörkun við áður en hann tók eftir ner og
bætti því við á spássíu.
3 Aldursröð handritanna er að öllum líkindum Aa1, Ba, Ab1 og
Ca, en varla verður synjað fyrir að Ba kunni að vera eldra en Aa1
ellegar yngra en Ab1.
4 I aths. við þá kafla sem Ab1 hefur að geyma má sjá alla
sérleshætti Aa1 og Ab1, þ.e.a.s. þá leshætti þessara handrita, sem
hvorki fá stuðning af GB eða GC.
5 Aa1 er því ekki góð heimild um að baðstofur hafi verið áfastar
bæjarhúsum á 13. öld eða fyrr og að í þeim hafi verið sofið þá (sbr.
Amheiður Sigurðardóttir, Hlbýlahœttir á miðöldum (Rv. 1966), pp.
70-71).