Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Side 128
CXXII
Inngangur
§ 5.6.5
Hitt kann að hafa verið misráðið að prenta hann ekki
í heild hliðstætt texta Aa1, þar sem Ab1 er víða betri
texti.18
5.6.6. Þeirri spurningu er ósvarað hvort sameigin-
legt forrit Aa1 og Ab1 hafi verið GA-handrit eða það
hafi haft sérstakan PG-texta. Það sem einkennir PG-
texta GA gagnvart PG-texta GB og Sturl eru annála-
greinar sem GA hefur um fram síðamefndu textana,
sbr. § 8.1. GA, c. 61, sem Ab1 endar í, er annálakafli
sem á við árið 1198, þar sem fyrstu annálagreinarnar,
61.1-6, eiga sér samsvörun í GB19 og eru eflaust upp-
haflegar í PG, en þær sem á eftir fara, 61.6-9, viðbót í
GA.20 Texti Ab1 hefur sömu annálagreinar og Ba,
nema þá síðustu (og þá sem er nefnd í nmgr. 20), en
enga þeirra sem era sérstakar fyrir Aa1. Því er
líklegra að skrifari Ab1 hafi haft fyrir sér sérstakan
PG-texta, e.t.v. með niðurfellingu síðustu annála-
greinarinnar 1198 (og greinarinnar 1199), en að hann
hafi haft GA-texta og sleppt einmitt þeim greinum
sem eru sérstakar fyrir hann miðað við GB.21 Sá
kostur, að Ab1 sé skrifað beint eftir einni framheimild
gerðanna GA, GB og GC (en líklega af sama handrita-
flokki og GA), kemur vel heim við það sem áður
segir (§ 5.6.1), að trúlega hafi Ab1 jafn-betri texta en
önnur handrit sem það verður borið saman við.
18 í Bisk er eins lesháttar úr Ab1 (“122”) getið við GA, c. 88.4
(Bisk, p. 466), og í GA, c. 58 (Bisk, p. 452), eru örfá lesbrigði tekin
eftir Ab2 (“204”).
19 Sturl er hér ekki til samanburðar, sbr. § 5.1.1.
20 Ein þessara greina á sér raunar samsvörun síðar í GB, sbr.
nmgr. við GA, c. 61.7-8. Hún mun því einnig vera upphafleg í PG,
en hefur trúlega verið flutt til í GB, því að hún stendur ári of
snemma 1 GA.
21 Texti Ab1 endar í miðjum dálki, sem að öðru leyti var látinn
auður (sbr. § 5.1.2), þannig að rúm var yfrið fyrir fleiri annála-
greinar.