Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 144
CXXXVIII
Inngangur
§ 7.5.1
Hrafns, sem annar fjörusteinn og köstuðu honum (-5-
GA) niður, kvenkyrtil, svartur).
164 fyrir jól þann vetur (... til jóla GA)j .. . til
langaföstu Sturl, GB.
Af því sem nú hefur verið rakið má ráða að ágripið í
111 eigi rætur að rekja til GA-texta og að sá texti hafi
verið náskyldur GAa. Þó er ekki allt þaðan komið.
7.5.2. A nokkrum stöðum í 111 eru efnisatriði og
orðalag sem kemur betur heim við önnur rit en GA(a)
og þá einkum GB.
Ummælin um vísur Kolbeins og upphaf þeirra, 11.
76-80, eiga sér hvorki samsvörun í GA né Sturl, en
hins vegar í GB, c. 89.66-69, Kolbeinn kvað vísur
þessar um daginn áðr en hann fell . . ., og GD, c. 31
(Bisk II, p. 68),5 Eptir þat segiz at Kolbeinn kvæði
vísur þessar .... Texti 111 fer hér heldur nær GD en
GB. Hins vegar kemur leshátturinn hvers er í 2.
vísuorði heim við GB, en öll handrit GD hafa hvers.
Orðin sem mörgum eru kunnar kynnu að benda til
þess, að vísuorðin og formáli þeirra væri skrifað eftir
minni í lll.6
84 vísuorð og alblóðgar kemur hvorttveggja heim
við GB, en bæði GAa og Sturl hafa orð og blóðgar.7
Vera má að hending valdi þessari samsvörun 111 og
GB, en eins víst að ritara hafi verið GB-texti í huga;
röð atriða í 11. 81-94 fer mjög í bága við allar gerðir,
svo að fremur er um ónákvæma endursögn en útdrátt
að ræða í 111.
Selkollu þáttur, sem ágrip er af í 11. 145-50, stendur
hvorki í GA né Sturl, en hins vegar í GB8 og GD.
6 í GC vantar um þetta skeið.
6 Sbr. Jón Helgason, ‘Heyr þú himna smiðr’, Opuscula V (BA
XXXI, 1975), p. 220.
7 GC er enn skert, og GD hefur ekki þessa frásögn.
8 Selkollu þáttur fylgir jarteinum þeim sem í GBb standa, en GBa
er skert og ekki víst hvort þátturinn hefur verið þar, sbr. § 2.2.5,
nmgr. 24. - I GC er niðurlag þáttarins, en meginhluti hans er
glataður í þeirri gerð.