Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 153
§ 8.1.1
Heimildir GA
CXLVII
8.1.1. Á því leikur varla vafi að í PG-texta GA eru
tvö lög annálagreina, annars vegar greinar sem hafa
verið fyrir í PG og hins vegar greinar sem hefur verið
bætt við í GA, væntanlega úr þeim annál sem notaður
var til innskota í frásagnir af biskupsárunum. Þegar
unnt er að bera annálapósta í PG-texta GA saman við
annálapósta í Sturl og GB, kemur í ljós að drjúgur
hluti greinanna - einkum 'framan til - er sameigin-
legur öllum þessum ritum, en sumar eru sérstakar fyrir
GA, og þær eru að öllum líkindum viðbætur þess sem
setti GA saman.* 11 Að vísu bendir margt til þess að
sameiginlegur PG-texti liggi til grundvallar Sturl og
GB, og í honum kynnu einhverjar annálagreinar að hafa
verið felldar niður, en hvað sem því líður eru a.m.k.
þær annálagreinar sem standa í PG-texta Sturl og GB
án efa úr því erkiriti PG, sem liggur að baki GA og
báðum þessum sögum.12 Hins vegar verður greiningu
á þessum grundvelli á milli tveggja laga annálagreina í
GA ekki komið við alls staðar í PG, því að þegar hún
var tekin upp í Sturl hefur hún verið stytt,13 og PG-
því sem Ólafía hefur tekið - með í þessum póstum - ekki síst
frásagnir £ samfelldu máli, sem hæpið er að kalla annálagreinar - er
án efa frumsamið af höfundi PG, enda varðar það að mestu nánustu
aettingja Guðmundar, en annað þykir útgefanda mun sennilegra að
sé sótt í annál; heimildir PG eru hins vegar ekki til umræðu hér.
11 Samkvæmt kenningu Björns M. Ólsen um samband gerðanna
yrði að skýra þetta samkenni Sturl og GB út frá því að Guðmundar
saga p með færri annálagreinum en eru í GA lægi til grundvallar
Sturl og GB (sbr. nmgr. 4), því að annars væri með ólíkindum að
sömu annálagreinar að kalla væru í báðum ritunum. A hinn bóginn
eru röksemdir Björns M. Ólsen fyrir notkun slíkrar sögu við ritun
Sturl mjög veikar og raunar ólíklegt að nokkur heildarævisaga
Guðmundar hafi verið til, þegar Sturl var sett saman, sbr.
SturlJMK II, pp. xxxix-xl.
12 Örfáar annálagreinar eru aðeins í öðru ritanna, Sturl og GB,
þar sem unnt er að bera texta þeirra saman, og þær hafa að öllum
líkindum verið felldar niður í hinu.
13 Þessar styttingar taka einkum til jarteinaefnis, en þar sem
annálagreinar hafa staðið innan um slíkt efni í PG hafa þær einnig
orðið út undan í Sturl.