Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 157
§ 8.2.0
Heimildir GA
CLI
Sturl, en þar jafnframt sundurhlutað af Guðmundar
sögu dýra og Haukdæla þætti og með innskotum úr
Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (Is). I GC er PG -
eins og aðrar heimildir þeirrar sögu - mjög breytt,
einkum að stíl, sbr. § 5.6.0.
8.2.1. Hér að framan (§§ 8.1.2-3) hafa verið taldir
upp þeir staðir í PG-texta GA þar sem viðbætur GA
úr annál er að finna, og hér á eftir (§ 8.2.2) verður
gerð grein fyrir innskotum í PG-texta GA úr Is. Þau
kennimörk sem hafa verið notuð til að greina sundur
PG- og Is-texta í GA eru þrenns konar: að Is-texta
innskotin vanti í GB,2 að orðfæri innskotanna stingi í
stúf við PG3 og að í innskotunum sé að sumu leyti
sagt frá sömu atburðum og í PG-texta og stöku
sinnum á annan veg.4 Fjórða kennimark þeirra pósta
sem hafa verið taldir innskot úr Is-texta í PG-texta
GA er það, að samsvarandi texti í Sturl er hvergi
felldur að texta PG á sömu stöðum og þar,5 enda þótt
Sturl noti einnig bæði PG og ís í frásögnum af þessu
tímaskeiði, þ.e.a.s. frá síðustu árunum fyrir biskups-
vígslu Guðmundar 1203. Þetta atriði er jafnframt
traustur stuðningur við þá niðurstöðu Björns M.
2 Guðbrandur Vigfússon, Bisk, pp. lxi-lxii. - Bjöm M. Ólsen, SSÍ
III, p. 227. Fyrir Birni var þessi röksemd raunar léttvæg, þar sem
hann gerði ráð fyrir að þessi Is-innskot hefðu verið í sameiginlegu
móðurriti GA og GB (sbr. § 8.0.2), en verið felld niður í GB. Hins
vegar væri torvelt að útskýra að safnanda GB hefði tekist að vinsa
einmitt Is-innskotin úr PG-texta, sem hann tekur annars upp án
verulegra styttihga. Eðlilegra er að skýra þennan mismun GA og GB
á þann veg að safnandi GB hafi ekki gripið til Is (eða Sturl) fyrr en
hann var búinn að segja frá biskupsvígslu Guðmundar, sbr. §
8.4.3, nmgr. 15. Þannig er þessi mismunur GA og GB ein veiga-
mesta röksemdin gegn tilvist Guðmundar sögu a að baki GA og GB.
3 Guðbrandur Vigfússon, loc. cit. - Björn M. Ólsen, loc. cit. -
Sbr. einnig § 2.5.2.
4 Bjöm M. Ólsen, SSÍ IH, pp. 226-27.
s Þetta kemur ljóst fram af tilvísunum í þessari útgáfu til
hliðstæðra texta í SturlKál við þá kafla sem em úr ís, sbr. § 8.2.2.