Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 159
§ 8.2.4
Heimildir GA
CLIII
við írland endar PG-texti GA á orðunum ‘Þá fell
þegar veðrit’ (GA, c. 114.18), en texti Sturl heldur
áfram: ok fengu byr til Noregs, ok fann biskupsefni
Hákon konung í Björgvin, ok tók hann allvel við
honum. Fór biskupsefni norðr til Niðaróss, ok vígði
Eiríkr erkibiskup hann til biskups’ (SturlKál I, pp.
269.23-270.3). Þetta virðist vera æði snubbótt niður-
lag PG, eftir að höfundur hefur sagt mjög rækilega frá
biskupskosningu, vist biskupsefnis á Hólum, undir-
búningi vígslufararinnar og hrakningum í henni. Það
er því miklu líklegra að þessar fáu línur Sturl um
komuna til Noregs og vígsluna séu komnar úr Is, sem
án efa hefur sagt frá þeim atburði.9 Setningin um
andlát Sverris konungs mun hins vegar vera innskot í
PG-texta Sturl, tekið orðrétt að kalla eftir Hr: ‘ Þá
spurðu (‘fréttu’ GB) þeir (‘Þeir spurðu þar’ GA; ‘ok
spurðu þar’ HrB) andlát Sverris konungs.’10 1 Hr (og
GA og GB) gerist þetta eftir að biskupsefni og
förunautar hans komu til Noregs, og þessi orð hafa
trúlega í öndverðu verið skrifuð á spássíu Sturl-
handrits til skýringar á því, að biskupsefni finnur
Hákon konung (en ekki Sverri), en í erkiriti Sturll og
SturlII hafa þau verið sett inn í textann á skökkum
stað.* 11 Ekkert bendir til þess, að PG hafi náð lengra
en texti hennar nær í GA. E.t.v. hefur höfundur PG
ætlað að verða sér úti um rækilegri fróðleik um
biskupsvígsluna en hann bjó yfir, og því hefur sagan
fallið um leið og veðrið.
8.3. Hrafns saga.
8.3.1. Eins og þegar hefur verið vikið að (§ 8.2.4)
9 Sbr. SturlJMK I, p. 239, og aths. 2 við ís, c. 13, á p. 556.
10 EA A5, p. 209.22 (HrA); EA B25, pp. 29.28-30.1 (HrB); GA,
c. 115.22; GB, c. 79.191-92.
11 Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs
historie II (Kh. 1923), p. 569, taldi að safnandi Sturl hefði stytt
niðurlag PG og sett ummælin um andlát Sverris á rangan stað.