Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 171
8.5.4
Heimildir GA
CLXV
hún kynni að hafa verið í Ár. Með því mælir að í
Sturl (og GB) er hún kynnt með orðunum ‘Of (‘Um’
GB) vörn hans var þetta kveðit’, en í GA ‘Brandr
kvað þá vísu þessa’, og sú kynning kynni að vera
úr Ár. Vísan er um vörn Eyjólfs Kárssonar í Grímsey,
og nafngreindur maður í aðförinni að Eyjólfi bæði í
Sturl (Is) og GA (Ár) heitir Brandur, en í vísunni er
hreysti Eyjólfs lofuð.
Þá eru eftir ellefu vísur sem eru í köflum þar sem
Ár sérstök er til samanburðar.
Fimm þær fyrstu (GA, cc. 198.9-16,24-31,33-40 og
199.31-34,36-39) eru á sömu stöðum í Ár sjálfstæðri,
og þær eru kynntar með svipuðu orðalagi: ‘Svá segir
Þormóðr prestr Oláfsson’] ‘Þar um kvað Þormóðr
prestsskáld’17 Ár; ‘Svá segir Þormóðr prestr’] = Ár;
‘Ok enn segir Þormóðr prestr’] ‘Ok enn sagði hann
svá’ Ár; ‘Þá var þessi vísa kveðin’] ‘Þar um er þetta
kveðit Ár’; ‘Ok enn þetta’] t Ár.
Hér eftir skilur leiðir með GA og Ár sjálfstæðri:
Vísan í GA, c. 213.38-45, með kynningunni ‘Svá segir
Þormóðr prestr’ er ekki í Ár, og vísurnar tvær í GA, c.
214.8-23, með kynningunni ‘Um þat er Árón var
tekinn at Svínafelli vóru þessar vísur kveðnar’ standa
aftar í Ár sjálfstæðri og eru þar án nokkurrar kynning-
ar. Þar við bætist að þessar tvær vísur standa einnig
aftar í GA en eðlilegt væri, þær eru í öfugri röð (bæði
í GA og Ár sjálfstæðri) og eiga báðar heima á undan
vísunni í GA, c. 213.38-45.18 Allar þessar þrjár vísur
eru í Ár-texta í GA.
17 Þetta verður varla lesið á annan veg (“prestz skalld”). Sami
fflaður að líkindum (sbr. nmgr. 22) er nefndur “prestr skalld” í
StormAnn VIII, en “prestr” er bundið p í aðalhandritinu (Perg. 8vo
5) og mætti leysa upp “prest” eða “presís”.
18 Sbr. Björn M. Ólsen, SSÍ III, p. 271. - Björn og aðrir hafa
talið allar þessar þrjár vísur úr kvæði eftir Þormóð prest Ólafsson.
Sbr. Den norsk-islandske skjaldedigtning, ed. Finnur Jónsson, A II
(Kh. 1915), pp. 346-47; þar er hálfa vísan höfundarlausa í GA, c.
199.36-39, talin til sama kvæðis.