Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 7

Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 7
Sveinn Björnsson var fyrsti maðurinn, sem valinn var til að vera fulltrúi hins unga, sjálfstæða, íslenzka ríkis með öðrum þjóðum, gæta hagsmuna þess og sæmdar. Hann var þarna brautryðjandi og lagði grundvöllinn að utanríkisþjónustu Islands. Honum fórst þetta starf svo vel úr hendi, að aldrei var skipt um sendiherra, þótt oft væri skipt um stjórnir, og traustið, sem hann hafði áunnið sér, bæði meðal fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og þjóðarinnar sjálfrar, var svo óskor- að, að strax og þjóðin eignaðist innlendan þjóðhöfðingja, var hann til þess mikla vanda kjörinn og gegndi embætti þjóðhöfðingjans til dauðadags. Einnig til þess vanda þótti Sveinn Björnsson einn vera sjálfsagður. Slík var reynslan af hæfileikum hans, öryggi í starfi, dómgreind, lipurð í samskiptum við menn, hóglæti samfara virðu- leika í framkomu og vilja hans til að stuðla að heill alþjóðar. Varla verður ritað svo um Svein Björnsson forseta, að ekki sé minnst á Georgiu Björnsson forsetafrú, sem studdi mann sinn í starfi á alla lund og gegndi stöðu húsfreyjunnar, bæði í sendiherrastöðunni og forsetastöðunni, með slíkri rausn og skörungsskap, að ekki varð á betra kosið. III. Þótt Sveinn Björnsson hefði aldrei orðið sendiherra eða forseti íslands, mundi nafn hans samt geymast í sögunni. Hann kom svo mörgu öðru góðu til leiðar og studdi mörg framfaramál, að það eitt mundi nægja til að varðveita nafn hans í sögunni. Þessu til sönnunar vil ég nefna stofnanir og fyrirtæki eins og Eimskipafélag Islands, Brunabótafélag Islands, Sjóvátryggingafélag íslands og Rauða kross íslands. Sveinn Björnsson beitti sér fyrir stofnun allra þessara fyrirtækja ásamt öðrum góðum mönnum, og gegndi formennsku í þeim öllum. Hann var brennheitur áhugamaður um almannatryggingar, og ræður það að líkum, þegar litið er á lilut- verk þeirra stofnana, sem að ofan getur. Hann óskaði þess, að þjóðin stæði sem traustustum fótum og einstaklingar hennar líka, svo að öryggi kæmi í stað öryggisleysis, ef út af bæri. En bakhjarlinn, ef annað brygðist, var samhjálpin, bróðurþelið — hugsjón Rauða kross- ins. Sveinn Björnsson var fyrsti formaður Rauða kross íslands, frá stofnun hans 10. desember til 21. júní 1926, og var sæmdur heiðurs- merki hans fyrstur manna 1949. Heilbrigt líf 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.