Heilbrigt líf - 01.06.1952, Blaðsíða 9
í þessu erindi mun að sjálfsögðu verða sneitt hjá há-
fleigri eðlisfræði og stærðfræði, sem er sérgrein kjarn-
orku- og geislafræðinga, sem að jafnaði hafa nána sam-
vinnu við lækna, þar sem geislalækningar eru hafðar um
hönd.
1 náttúrunni finnast geislavirk efni. Geislaorka sú, sem
stafar frá þeim, er sama eðlis og tilbúin geislan gerviefn-
anna. Áhrif þessara efna á lifandi vef, heilbrigðan og sjúk-
an, erU hin sömu, en þau koma fram í mismunandi mynd-
um, eftir því hvaða geislategund efnið sendir frá sér og
eftir því, hve geislarnir smjúga djúpt.
Radium. Af geislaefnum náttúrunnar er radium meðal
hinna kunnustu og er merkast í læknisfræð-
inni. Frú Marie og Pierre Curie tókst að einangra hreint
radium rétt fyrir síðustu aldamót (1898). Síðan hafa
fundizt mörg önnur geislandi frumefni í náttúrunni.
Radium sendir frá sér þrjár mismunandi geislategund-
ir, en ein eða fleiri þeirra koma fram hjá hinum ýmsu
gerviefnum. Til þess að skýra eiginleika geislandi eða
geislavirkra efna í aðalatriðum, má því gjarnan greina
frá radium og geislan þess.
Efni, sem senda frá sér geisla, án þess að þeim berist
nokkur uppbót á þeim orkumissi, sem geislanin hefur í
för með sér, eru sögð radioaktiv eða geislavirk.
Geislan Geislan frá radium er samsett af alfa- («),
radiums. beta- (/3) og gammageislum (y). Alfa- .og
betageislamir eru örsmáar efnissagnir, sem
eru hlaðnar rafmagni. Alfaagnirnar eru hlaðnar jákvæðu
(positivu) rafmagni, en betaagnirnar neikvæðu (nega-
tivu). Gammageislaimir eru hins vegar rafsegulbylgjur á
sama hátt og venjulegt ljós eða birta og röntgengeislar.
Það sem greinir gammageislana frá venjulegum ljósgeisl-
Heilbrigt líf
7