Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 13
með slíku efni, sem var geislavirkt natrium (Hamilton
og Stone).
Á þeim árum, sem liðin eru síðan, hafa orðið ótrúlegar
framfarir í kjarnorkuvísindunum, meiri en nokkurn gat
órað fyrir, og jafnframt mikil framleiðsla á geislavirk-
um gerviefnum, og eru víðtækar athuganir nú gerðar á
lækningamöguleikum með þeim.
Eðlisfræði. Sem dæmi til skýringar á geislavirkum gervi-
efnum má hafa frumefnið kopar. — Kopar-
frumeindir eru mismunandi að gerð. Þær hafa þó allar
sama fjölda hleðslueininga í kjarnanum og rafeindir þær,
sem fljúga um hjúpinn umhverfis kjarnann, eru alltaf
jafnmargar. Af því leiðir að allar koparfrumeindir hafa
sömu efnafræðilega eiginleika. Það atriði hefur þýðingu
við lækningar með þessum efnum, eins og síðar mun verða
vikið að. Það sem aðgreinir frumeindirnar er mismunandi
mikill eindarþunga (atomþungi). Þannig eru þekktar átta
misþungar koparfrumeindir, sem allar hafa sömu kjarna-
hleðslu, þ. e. 29, sem er þá jafnframt sæti þeirra í frum-
efnaröðinni (raðkerfi frumefnanna). Af því er dregið
orðið isótós úr grísku, ísos = samur, og topos = staður,
þar sem staður eða sæti þessara frumeindartegunda er
hið sama í frumefnaröðinni. Af þessum átta kunnu kopar-
frábrigðum (isótopum) finnast aðeins tvö í náttúrunni
(með frumeindarþunga 63 og 65, og eru í frumefninu kop-
ar í hlutfallinu h. u. b. 2:1). Þau breytast að jafnaði ekki,
og eru slíkar frumeindir sagðar stöðugar eða varanlegar
(stabil).
Hin sex frábrigðin af koparfrumeindum eru framleidd.
Þær frumeindir eru óstöðugar eða hverfular. Það kemur
fram í því, að þær senda frá sér geisla — eru geislavirkar.
Við það breytast þessar frumeindir, eins og er um öll
Heilbrigt líf
11