Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 16
Þessi rannsóknaraðferð er mikilvæg, því að með þess-
um hætti má greina örsmátt efnismagn, mikið smærra en
mögulegt er með venjulegri efnagreiningu. Aðferðin er
hárfín og nákvæm, en tiltölulega auðveld í framkvæmd
með þeim geislamælitækjum, sem til þessa eru höfð. —
Svipuð könnun er stundum gerð með ógeislavirkum (stöð-
ugum) frumeindum. I frumefni eru misþungar frumeind-
ir í vissum hlutföllum, en með því að raska þessu innra
samræmi efnisins, má nota ógeislavirkar frumeindir þess
við slíkar rannsóknir. Þá er ekki notaður geislamælii’, held-
ursvonefnd frumeindarskilja (mass spectrograph). Geisla-
efnin eru notuð til lækninga og beint að sjúkum líffær-
um og meinsemdum, eftir að aðseturstaður efnanna hefur
áður verið kannaður.
Það er kunnugt um ými,s frumefni hvar þau setjast að
í heilbrigðum líffærum og vefjum, og er aðsækni efnanna
ólík eftir því hvert frumefnið er. Á sama hátt sækja þau
að sjúkum vef, og þá sérstaklega góðkynja eða illkynja
æxlum. Frumefnið kopar safnast t. d. sérstaklega í lung-
un og sezt að í illkynjuðum lungnaæxlum og berklasjúk-
um lungnavef. Það safnast einnig í lifur, nýru, nýrna-
hettur, milta og beinmerg. Geislavirkur kopar (29 Cu64)
sækir einnig að sömu líffærum. f illkynjuðum beinæxlum
finnst tiltölulega mikið af fosfor og frumefninu strontium
(38 Sr89). Ef slík beinæxli hafa sáð sér út til annarra líf-
færa, finnst einnig mikið af þessum efnum í útsæðinu,
þótt líffærið sjálft, sem meinið hefur setzt að í, hafi ann-
ars lítið magn þessara efna að geyma. Það hefur einnig
komið í ljós, að geislavirkur fosfor (15 P32) sækir að
sarkmeinum og safnast fyrir þar. Jo3 hefur mikla þýð-
ingu í efnaskiptum skjaldkirtilsins og safnast í hann.
Geislavirkt joð (53 J131) er því notað við skjaldkirtil-
sjúkdóma og mein. — Einnig er geislavirkt joð notað
til könnunar á heilaæxlum. Joðið er þá sett saman við
14
Heilbrigt líf