Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 21
meðferð á, vegna þess hve reynslutími er stuttur, og því
erfitt að segja fyrir nákvæmlega, hve geislaskammtur á
að vera stór. Geislaefnið er því sérstaklega notað þar, sem
venjuleg lyflæknismeðferð kemur ekki að haldi, eða þar
sem ekki er hægt að koma við skurðaðgerð, eða hún hefur
ekki borið árangur.
Allvíða hafa verið gerðar tilraunir til lækninga á krabba-
meini í skjaldkirtlinum með geislavirku joði. Efnið sezt
í krabbameinsvefinn, ef hann er svipaður heilbrigðum
skjaldkirtilvef og myndar sömu efni og hann. Ef æxlis-
vefurinn er hins vegar mjög frábrugðinn, leitar joðefnið
ekki í hann sérstaklega. Áður en gefinn er reglulegur
geislaskammtur, er því gefið örlítið magn af efninu til
könnunar (,,tracer“), eins og vikið var að áður. Má þá
fylgjast með því að hve miklu leyti joðefnið sækir í æxlið.
Geislamagnið er þá mælt á hálsi sjúklingsins og yfir æxl-
inu, og einnig þar sem grunur er um útsæði frá því ann-
ars staðar í líkamanum. Jafnframt má mæla, hve mikið
af efninu líkaminn losar sig við með þvaginu, t. d. á tveim
fyrstu sólarhringunum, og þannig gera sér grein fyrir,
hve mikið hefur setzt að, og er það gert, þegar stórir
skammtar eru notaðir til lækninga.
Reynt hefur verið að auka næmi kirtilsins með því að
gefa skjaldkirtilvaka (thyreotropic hormon) eða önnur
ljrf (thiouracii) jafnframt geislaefninu, svo að það setj-
ist fremur í æxlisvefinn. Með nægilegum skammti af
geislavirku joði má algerlega eyða heilbrigðum skjald-
kirtilvef, en það hefur verið gert af ásettu ráði við lækn-
ingatilraunir á krabbameini í kirtlinum. Skurðaðgerð er
þó heppilegri, ef henni verður komið við, enda má þá
komast af með minna geislamagn síðar.
Það er fullsnemmt að dæma um endanlegan árangur
lækninga með geislavirku joði, en hitt er víst, að þar hef-
ur stundum fengizt undraverður bati hjá sjúklingum, sem
Heilbrigt líf
19