Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 22
áttu sér engrar lækningar von, er meinið hafði sáð sér
út í lungu og önnur líffæri. — Það hefur þegar náðst
verulegur árangur með þessu lyfi, og ástæða er til þess
að ætla, að aukin reynsla eigi eftir að bæta hann og gera
meðferðina öruggari.
Venjulega er geislavirkt joð gefið í upplausn, sem drykk-
ur. Ef sjúklingar hafa fengið nokkurt magn af efninu,
eins og er við krabbameinsmeðferð, og það sezt að í skjald-
kirtli og meinvarpi í öðrum líffærum, getur verið hægt
að greina efnið á annan hátt en með geislamælitækjum.
Geislanin getur verið svo mikil frá sjúklingnum, að hún
hafi áhrif á röntgenfilmu. Sjúklingurinn er látinn liggja
á filmu nokkra stund, og þegar hún er framkölluð, getur
komið fram mynd af hálsinum, og t. d. blettir í lungum
eða annars staðar, þar sem meinvarp er með nægilega
miklu magni af geislandi joði. Á sama hátt geta geislandi
blettir í líffærum lýst upp venjulegt skyggnispjald, svo
að þannig má skyggna (gegnumlýsa) sjúklinginn með hans
eigin geislan, og fylgjast með og jafnvel finna sýkt svæði.
Fleiri geislavirk efni en þau, sem hafa verið nefnd, eru
notuð til lækninga við krabbameini. Þar má t. d. nefna
geislavirkt gull (79 Au198), sem notað hefur verið til
inndælingar í æxli eða gefið inn í lífhimnuholið við mein-
varpi þar. Geislavirkt natrium (11 Na-1), sem sendir frá
sér kröftuga gammageisla, sem þó dvína á mjög stuttum
tíma (14,8 h.), er einnig notað þar sem aðstæður eru til
þess, og hægt að afla efnisins á skömmum tíma.
Ýmis önnur geislavirk gerviefni mætti nefna, sem notuð
eru til lækninga, og sem þó nokkur reynsla er fengin um,
en þessi dæmi ættu að skýra eðli þessara lækninga og í
hverju lækningamáttur efnanna er fólginn.
20
Heilbrigt líf