Heilbrigt líf - 01.06.1952, Side 23
Geisla- Sérhver lifandi vera verður fyrir geislun í
hætta. litlum mæli, þar sem geislaorkan er eitt af
fyrirbærum náttúrunnar. Geimgeislar hitta
jörðina alls staðar, og geislandi efni, eins og t. d. radium
í jarðskorpunni, senda frá sér geisla. Geislaáhrifin eru ef
til vill nátengdari lífinu og viðgangi þess en nú er kunn-
ugt. Reynslan hefur sýnt að líkaminn þolir, sér að skað-
iausu, visst geislamagn að auki og að staðaldri. Ef svo
væri ekki, myndi hagnýting röntgengeisla og geislavirkra
efna bundin óleysanlegum vandkvæðum. Að sjálfsögðu er
leitazt við að búa svo um, að starfsfólk verði fyrir sem
minnstri geislun og fyrir neðan það hámark, sem talið
er hættulaust. Það er mjög lítið geislamagn, sem líkam-
inn þolir að staðaldri miðað við það, sem er hættulaust
skemmri tíma. Geislan frá geislavirkum gerviefnum get-
ur valdið heilsutjóni á sama hátt og röntgen- og radium-
geislar, ef óvarlega er að farið.
Vegna þess, hve stutt er um liðið síðan farið var að
nota þessi geislaefni til lækninga, hafa læknar og geisla-
fræðingar naumast komizt að endanlegri niðurstöðu um
það, hvernig haga beri geislavörnum í einstökum atrið-
um. Einnig eru frábrugðnar hugmyndir um það, hver til-
högun sé hagkvæmust á sjúkradeildum þar, sem slíkar
geislalækningar eru hafðar um hönd. Ef þessum lækninga-
aðferðum er aðeins lítillega beitt, ef til vill einn og einn
sjúklingur öðru hvoru, er vanalega ekki um verulega
geislahættu að ræða nema ef notuð eru efni, sem gefa
frá sér töluverða gammageislan. Ef nokkrir sjúklingar eru
í meðferð samtímis, og með mismunandi geislaefnum, sem
gefin eru í verulegum skömmtum, þá er nýtt viðhorf og
þörf viðeigandi geislavarna.
Bandaríkin, eða kjarnorkunefnd þeirra í Oak Ridge,
Tennessee (United States Atomic Energy Commission),
hafa gefið út mjög strangar reglur um meðferð gervi-
Heilbrigt líf
21