Heilbrigt líf - 01.06.1952, Page 25
þess að missa mikla orku. Þeir hafa styttri bylgjulengd
en venjulegir röntgengeislar og eru því meira smjúgandi
(penetrerandi) að jafnaði. Þeir eru hættulegri og erfið-
ara að varast þá en betageisla. Starfsfólk getur orðið fyrir
almennum geislaáhrifum í starfi sínu og umgengni við
sjúklinga, sem geisla frá sér gammageislum, eða við það
að dveljast of lengi nálægt geislaefnum, áður en sjúkl-
ingurinn hefur tekið þau inn. Það eru einmitt þessi al-
mennu geislaáhrif gammageislanna, sem aðalhættan staf-
ar af.
Betageislar, sem efnin senda einnig frá sér, smjúga
venjulega lítið, en þó dálítið mismunandi eftir orku beta-
agnanna. Þeir fara í mesta lagi 20 mm niður í holdið.
Betageislar geta þó orðið hættulegir þar, sem þeir ná til
að verka. Orka þeirra eyðist algerlega í vefjunum, svo
að þeir hafa tiltölulega mikil áhrif (ionisation) á staðn-
um, og geta skaðað húðina. Geislavirkur fosfór (15 P32)
hefur ekki gammageislan og þar nægir að jafnaði 3 mm
þykkt gler til verndar, en um 1 cm þykkt gler stöðvar
betageislana svo til algerlega. Það er óráðlegt að hand-
leika mjög betageislandi upplausnir í þynnra gleri, sem
hleypir töluverðu geislamagni í gegn.
Mörg geislavirk gerviefni eru hættuleg í örsmáum
skömmtum, ef þau komast niður í meltingarfærin eða
öndunarfærin, og þau eru öll hættuleg í stærri skömmt-
um, ef geislan þeirra nær að verka á yfirborð líkamans.
Ef geislavirk efni komast af vangá inn í líkamann, er
hættan, sem af þeim stafar, komin undir helmingstíma
efnanna, geislategund og geislaorku, og einnig því í hvaða
líffærum þau safnast fyrir. Strontium með frumeindar-
þunga 90 (38 Sr00) er t.d. mjög hættulegt að þessu leyti.
Það hefur kröftuga betageislan, sem helmingast á 21,6 a
(árum). Það sezt í beinin, og getur örlítið magn af efn-
inu valdið alvarlegu heilsutjóni, ef það kemst inn í líkam-
Heilbrigt líf
23