Heilbrigt líf - 01.06.1952, Qupperneq 26
ann, vegna þess hve geislanin endist lengi. Strontium með
frumeindarþunga 89 (38 Sr80), sem áður var á minnzt,
hefur hins vegar helmingstímann 53 d. (dagar) og hefur
því ekki svo alvarlega hættu í för með sér. Geislavirkt
joð (53 J131) hefur stuttan helmingstíma (8 dagar) og
er enn síður hættulegt, svo að það má nota töluvert magn
af því innvortis eingöngu í rannsóknarskyni, án þess að
hætta stafi af því fyrir sjúklinginn.
Geisla- Til geislaverndar eru oft hafðir varnarvegg-
vemd. ir úr blýi, sem hefur mikinn frumeindar-
þunga (atomþunga), en fleiri efni, sem veita
góða vernd, koma að sjálfsögðu til greina, eins og t. d.
veggir úr þéttri sementssteypu. Eina atriðið er að stöðva
geislana nægilega vel, og á þann hátt, sem haganlegastur
er eftir ástæðum. Geislavirkt natrium (N 24) hefur mjög
kröftuga gammageislan, og um 10% af geislaorkunni fer
í gegnum 7 cm þykkt blý. Geislan frá flestum öðrum
gerviefnum stöðvast þó af miklu minni blýþykkt, og því
auðveldara að verjast henni. T. d. nægir 2—3 cm þykkt
blý til þess að stöðva gammageislana frá geislavirku joði
(53 J131) að %o hlutum.
Kröftug gammageislaefni eru flutt frá verksmiðju í
blýhylkjum með nægilegri veggþykkt, um 5 cm eða þar
yfir, til þeirra stöðva, þar sem þau eru notuð til rann-
sókna eða lækninga. Á vinnustað er haft blýhólf til geymslu
fyrir birgðirnar.
Sérstakar sjúkrastofur eða deildir eru fyrir sjúklinga,
sem eru í geislalækningum með gerviefnum. Þeir eru
þannig einangraðir frá öðrum sjúklingum. Hjúkrunarlið
og annað starfsfólk, sem vinnur þar, fær fræðslu um þau
efni, sem notuð eru og varasemi þeirra. Ýtrasta hrein-
lætis og nákvæmni þarf að gæta við meðferð geislaefn-
anna, svo að þau dreifist ekki eða snerti neitt, sem er í
24
Heilbrigt líf